Hefur framboð Árna Johnsen áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins

Hér til vinstri fer fram könnun á því hvort framboð Árna Johnsen hafi áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Möguleikarnir eru fjórir:

Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn með eða án Árna Johnsen

Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn ekki vegna Árna Johnsen 

Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna Árna Johnsen

Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn hvort eð er 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mitt svar verður að vera eitthvað í líkingu við;

Ef ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, sem ég tel illskásta af þessum hræðilegu kostum, verður það þrátt fyrir Árna Johnsen. Skili ég auðu, sem er hinn kosturinn, er það að býsna stórum hluta vegna Árna Johnsen.

Er þetta löggilt svar?

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú átt að svara könnuninni í dálkinum til vinstri svo það telji Ingvar!

Haukur Nikulásson, 21.3.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef þú skilar auðu er það líka síðasti kosturinn. Með því að skila auðu kýstu hvort eð er ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þú átt að velja miðað við hugann þinn núna.

Haukur Nikulásson, 21.3.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur þu veist kanski að eg hefi sagt áður að Arni tók ut syna resfsingu og er gjaldgengur til framboðs/Duglegur maður og fylgin ser/þarf að komast á Alþingi að mer fynst og hrista svolitið þar upp,það er meira en sagt er um marga sem standa i þjófnaði og eru siknaðir og það eru margir!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.3.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hugur minn núna er í eilítilli móðu og óskýr hvað þetta varðar... kjósi ég Sjallana er það meira vegna óánægju með hina, ekki vegna ánægju með Sjallana, nema að litlu leyti. Það er jú vandlifað í henni veröld, eins og áður hefur verið minnst á.

Ingvar Valgeirsson, 22.3.2007 kl. 10:11

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni hristi aldrei neinu upp á Alþingi, var iðulega talinn latasti þingmaðurinn í öllum könnunum meðal þingmanna. Hann var bara duglegur í poti og plotti vegna stöðu sinnar sem þingmaður. Halli, þú ert heppinn ef þú hefur ekki orðið fyrir tjóni vegna siðblinds þjófs. Ég var ekki svo heppinn og kynntist því að eigin raun mér til mikillar... lífsreynslu.

Haukur Nikulásson, 22.3.2007 kl. 10:12

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þær eru ýmsar hvatirnar sem stjórna atkvæðinu. Sumir eru svo tæpir að þeir margskipta um skoðun í kjörklefanum!

Haukur Nikulásson, 22.3.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er hann búin að skammast sín nóg?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 22:05

9 Smámynd: Svartinaggur

Einhvers staðar las ég: "Seg mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hvað þú ert". Nú vil ég segja við fólk: "Seg mér hvers konar menn þú munt kjósa á þing og ég skal segja þér hvað þú ert".

Árni Johnsen gekk ekki fram af mér einu sinni heldur oftar en ég get haft tölu á. Það sem maðurinn segir og gerir lýsir þeirri mestu siðblindu sem ég hef nokkru sinni vitað að fyrirfyndist.

Ekki gleymi ég yfirlætisglottinu á manninum er hann vísaði til Gróu gömlu þegar hann var spurður í fréttatíma um endurmerkingarnar á umbúðunum hjá byggingavöruversluninni.

Ekki gleymi ég inntakinu í bréfinu, sem hann lét lesa á þjóðhátíð á meðan hann sat inni. Meðal annars var hann ekki að taka út neina refsingu fyrir misgjörðir, heldur var hann fórnarlamb ofsókna af hendi þeirra aðila sem komu að sakamálinu.

Ekki gleymi ég þegar mannkertið gekk á sjónvarpsmyndavélina á leið út úr réttarsal eftir að dómur hafði fallið. Ekki er hann orðinn SVONA sjóndapur.

Ekki gleymi ég þegar hann opinberar enn og aftur siðblindan huga þegar hann sagðist í frægu sjónvarpsviðtali iðrast þess að hafa gert MISTÖK. Það var ekki hægt að heyra að hann hefði gert neitt vísvitandi rangt. Þetta voru tæknileg mistök, sem engin hefði sem betur fer tapað á!

Ég meina... hvers konar persónu lýsir þetta!!!

Svo segja menn að hann hafi tekið út sína refsingu og sé gjaldgengur til framboðs. Ég er 110% sammála að maðurinn er fyllilega gjaldgengur til framboðs, en EKKI gjaldgengur til að verða kosinn á Alþingi! Ég held að ofangreind dæmi hljóti að vera deginum ljósari sem rök fyrir þeirri staðhæfingu.

Svartinaggur, 22.3.2007 kl. 22:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband