Framboðstitringur íhaldsins: Lygi, hálfsannleikur og bellibrögð

Því hefur lengi verið haldið fram að allt sé leyfilegt í ástum og viðskiptum. Stjórnmál eru sér á parti. Þar tíðkast samt víða að beitt er öllum brögðum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru nú hver sem óðast að reyna koma sér á framfæri og eru að gera allt vitlaust í þinginu í þeim tvenna tilgangi að vera bara að þvælast fyrir þjóðþrifamálum með málþófi og eru auk þess að skora með því að gera sig eins breiða í umræðunni og hægt er.

Manni kemur samt ekkert á óvart að Mogginn hampi sínum mönnum en samt er þessi umræða undan rifjum Birgis Ármannssonar með þeim ómerkilegri. Þessi pólitíski fylgifiskur Björns Bjarnasonar hefur aldrei gert mikið meira en að endursegja BB eins og framlengingarlúður.

Nýjustu málin er nú um stundir að einn frambjóðandinn í Reykjavík er að ljúga um sjómennskureynslu sína (sem hann getur auðveldlega sannað með lögskráningarvottorði ef það finndist hjá Tollstjóra!), annar fyrirsjáanlega misnotaði stöðu sína sem formaður íþróttafélags og þykist svo leið yfir "mistökum" sínum. Þessu til viðbótar eru svo notðu flest önnur þekkt pólitísk brögð eins og veitingastarfsemi og smámútur.

Auglýsingakostnaður margra frambjóðenda hleypur á það mörgum milljónum að það er stundum hærra en væntanleg laun þeirra sem þingmanna að það hlýtur því að vera sérstakt áhugaefni að skoða hvernig þeir launa slíka "vinagreiða".

Getur verið að úthlutanir Guðlaugs Þórs sem ráðherra þoli litla skoðun? Mér kæmi ekki á óvart að hann endaði sem útgjaldahæsti frambjóðandinn eins og síðast.


mbl.is Segir ummæli forsætisráðherra misvísandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

 

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 19:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband