Er formennska í íþróttafélögum stökkpallur fyrir upprennandi pólitíkusa?

Þróttur er eitt af mínum hjartfólgnu íþróttafélögum, hin eru TBR og GKG. Í átta ár var ég stjórn félagsins og tel að ég hafi lagt mitt fram þar eins og svo margir aðrir. Var líka þátttakandi í fótbolta og hafði gott og gaman af.

Síðan 1994 hef ég bara fylgst með félaginu úr fjarlægð og fundist félaginu vera mislagðar hendur í mörgu, sérstaklega fjármálum. Það var að mörgu leyti jákvætt að félagið fluttist í Laugardalinn en það hefur sýnt sig í ljósi sögunnar að vera mjög dýrkeypt því félagið er nú eignalaust með öllu í dag. Rekstur undanfarinna ára hefur verið á kostnað eigna meira og minna frá því maður hætti. Á þeim tíma var unnin sjálfboðavinna við uppbyggingu eigna sem tíðkast ekki í dag.

Á vefsíðu félagins um daginn var tilkynnt að formaðurinn Kristinn Einarsson hyggðist hætta og það yrði gengið til kosninga. Í athugasemd með fréttinni kom spurning frá Jóni Ólafssyni um það hvort einhver hefði boðið sig fram og síðan önnur frá mér þar sem ég spurðist fyrir hvort ekki væri upplagt að Guðrún Inga Sívertsen væri ekki upplögð í að taka við, það myndi jú styrkja stöðu hennar innan KSÍ og auk þess ætti hún að vera vel að sér í fjármálum. Af einhverjum ástæðum hvarf fréttin og athugasemdirnar okkar Jóns.

Ég mætti ekki á aðalfund en þar var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Jórunn Frímannsdóttir kosin í stjórn ásamt manni sínum Sigurbirni Jónassyni og, að því er virðist, öðrum vinum og kunningjum.

Ég hef ekki séð nein viðbrögð við kosningu Jórunnar og manns hennar. Finnst sjálfum skrýtið að mannfæðin sé svo mikil innan félagsins að hjón séu nú kosin í aðalstjórn, auk þess sem það er sjaldan talið æskilegt að stjórnir hverfi af vettvangi í heilu lagi eins og nú gerist. Það vantar þá öll tengsl við fortíðina þegar svo gerist.

Einnig finnst mér það aukast að stjórnmálamenn láti kjósa sig í stjórnir íþróttafélaga og nýlegt er dæmið um Guðlaug Þór Þórðarson sem formann Fjölnis. Það virðist vera nokkuð ljóst að hér fara hagsmunir saman. Það er auðveldara fyrir íþróttafélagið að fá fjármagn ef tengsl við borgarstjórn eru svona náin og stjórnmálamennirnir fá formennskuna í félaginu í CV-ið sitt. Er þetta góð þróun mála?

Skv. uppl. af vef borgarstjórnar er Jórunn starfandi við hjúkrun um kvöld og helgar hjá Sóltúni. Sem borgarfulltrúi á fullum launum er hún í þessum nefndum að auki: Borgarráð, varamaður. Stjórn eignasjóðs, formaður. Skipulagsráð. Velferðarráð, formaður. Stjórn Faxaflóahafna. Hverfisráð Laugardals. Stjórnkerfisnefnd. Í fulltrúaráði Eirar. Í fulltrúaráði Skjóls, varamaður. Í stjórn og fulltrúaráði Skógarbæjar, varamaður. Í stýrihóp um búsetuúrræði eldri borgara. - Manni verður bara spurn, hvenær finnur hún tíma fyrir störf sem formaður Þróttar?

Þar sem fréttin og athugasemdirnar hurfu af vefsíðu félagsins (sem einhver má reyna að útskýra) vil ég hafa þessa umræðu hér en ekki þar sem athugasemdir eiga það til að týnast.

Er Þróttur kominn í þá stöðu að vera orðinn þurfalingur í borgarkerfinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitthvað spúkí í gangi hjá þrótt sýnist mér...  

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 12:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband