14.1.2009 | 00:06
Þeim var bara nær að taka þessi lán!
Smám saman er manni að verða ljóst að það er að koma upp skipting á þessari þjóð. Annars vegar eru það þeir sem skulda allt og þá meina ég að skuldirnar eru allt að tvöfalt hærri en eignirnar og hins vegar þeir sem höfðu lokið fasteignakaupum sínum að mestu áður en bólan byrjaði 2003. Þeir eiga allt.
Ég hef heyrt ofan í talsvert af skuldlausu fólki sem segir að lántakendur eigi bara sjálfir sökina á eigin vandræðum í kjölfar hrunsins. Það hafi bara enginn neytt þau til að taka þessi lán. Það er í sjálfu sér rétt en samt stórkostleg einföldun á þeim margföldu svikum og blekkingum sem lántakendur sitja uppi með.
Það voru nefnilega bankarnir sem hvöttu lántakendur til að taka erlend myntkörfulán frekar en verðtryggð íslensk lán. Stjórnendur þessara sömu banka vissu fyrir löngu að þetta stefndi í algjört óefni. Meira að segja hálfvitar eins og ég voru að skrifa um þetta mögulega hrun áður en ómögulegt hefði verið að snúa dæminu við með skipulögðum hætti.
Fólk bað ekki um 18% stýrivexti sem eiga sér enga réttlætingu í íslensku efnahagslífi. Fólk bað ekki um að bankakerfið væri sett á hausinn á einni viku af úr sér gengnum, gömlum og sjúkum stjórnmálamanni í Seðlabankanum sem stjórnar meira að segja ríkisstjórninni með gamla boðhættinum sínum. Fólk bað heldur ekki um að gengi krónunnar félli niður úr öllu valdi vegna ónýtrar peningamálastjórnunar.
Í gamla daga voru sparifjáreigendur teknir í rassgatið, nú er snilldin hins vegar sú að taka skuldarana ennþá harkalegra með öfugum formerkjum. Það er ljóst að íslenska fjármálakerfið var ein risavaxin svikamylla með þátttöku stjórnmálamannanna sem settu upp kerfið og afhentu síðan einkavinunum bankana og ríkisfyrirtækin til að leika sér með í nýfrjálshyggjuleiknum. Sá leikur hefur nú endað með skelfingu. Enginn sætir ábyrgð á þessu svakalega tjóni og svikamyllan heldur áfram en nú undir nafninu björgunaraðgerðir stjórnvalda!
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Komdu og vertu með okkur í Hagsmunasamtökum Heimilinna - www.heimilin.is
Þeir sem hafa einungis 10 milljóna íbúðarsjóðslán á 40 milljónakróna húsi eiga hagsmuni að gæta. Fólk er bara ekki að gera sér grein fyrir hvað kemur til með að gerast á næstu 12-16 mánuðum.
Endilega láttu orðið berast, við viljum stofna öflug samtök!
Haraldur Haraldsson, 14.1.2009 kl. 01:06