ESB ætlar sér innlimun Íslands og beitir öllum ráðum

Það er sorglegt hversu margir íslendingar halda að aðild að ESB muni leysa öll okkar vandamál. Einnig er ljóst að margendurtekin lygi, áróður og hálfsannleikur er farinn að síast inn stóran hluta þjóðarinnar og virðist vera sannleikurinn fyrir þeim.

Ég er nægilega eigingjarn til að hafa hugleitt aðild að ESB en staðreyndin er sú að þegar farið er að skoða smáatriðin og rökræða þá stendur eftir einn kostur við aðild og það er gjaldmiðilsbreyting og hugsanlega eðlilegri vaxtakjör því samfara. Stóri misskilningurinn er samt sá að við þurfum ekki að fórna sjálfstæði landsins fyrir nýjan gjaldmiðil. Við getum tekið upp annan gjaldmiðil ef okkur sýnist svo þrátt fyrir þvingunarumræðu Olli Rehn og fleiri. Þeir bara ráða þessu ekki, það gerum við.

Væntingar um lægra matarverð munu aldrei geta staðist því við fáum ekki niðurgreiddan flutningskostnað yfir Atlantshafið. Það er fyrsta grundvallaratriði varðandi óhjákvæmilega hærra verði á innfluttum matvælum. Niðurfelling tolla, vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts lækkar matarverð en það er bara okkar mál að gera það. Það þarf enga þvingun frá ESB til þess.

Sú röksemd að við höfum tekið upp 75% af lögum ESB er útbreydd lygi. Við nánari skoðun þóttust einhverjir hafa komist að því að 6.5% hafi verið tekið upp með EES samningnum. Hinu skal ekki leynt að þjóðir eru sífellt að taka upp lög og reglur hvert frá öðru ef talið er vit í því. Því til staðfestu má nefna að íslendingar hafa lengi tekið upp lög frá norðurlöndum og byrjuðum t.d. á því að byggja okkar stjórnarskrá á þeirri dönsku.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að íslensk þjóð sé svo full vanmáttarkenndar að hún gangi í ESB. Fyrst skulum við moka út ríkisstjórninni sem komið hefur landinu á hausinn og fara vinna að einhverju viti. Þeir þingmenn sem mæla með ESB aðild eru í raun að segja okkur þetta á mannamáli: "Ég treysti mér ekki til að stjórna landinu þótt ég hafi verið kosin(n) til þess. Látum frekar Brussel stjórna okkur". Hvers konar ræfla höfum við kosið á þing? Jú, við kusum ræfla yfir okkur sem hafa komið okkur á hausinn svo kyrfilega að við sjáum ekki út úr því næstu 10 árin eða svo.

Það er ekki af hjartagæsku að ESB er svona umhugað um aðild Íslands. Þeir eru að sækjast eftir stóru landi og hafsvæði með tilheyrandi auðlindum þar á meðal eru auðug fiskimið og möguleg olíuvinnsla á Drekasvæðinu. Að kaffæra raddir 320.000 íbúa sem eru 0.02% af mannfjölda ESB ríkjanna er minnsta málið. Við munum aldrei ráða neinu um okkar eigin mál í framhaldinu. Innan fárra ára verður búið að flytja nægilega margt fólk til Íslands til að kaffæra okkur sem þjóð.

Við eigum að taka upp dollar sem gjaldmiðil. Ef Davíð er ekki búinn að eyða láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er þar ágætis stofn. Dollar er meira notaður á heimsvísu en Evra svo mikið er ljóst. 


mbl.is Flækir umsóknarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Haukur.

Þessar prósentutölur, sem oft koma upp í umræðunni, eru ekki sambærilegar. Þarna er verið að bera saman epli og banana.

75% er hlutfall sem á við um ríki sem eru í ESB, þannig er sagt í breskum þingfréttum að 75% þeirra laga sem samþykkt eru á breska þinginu komi tilbúin frá Brussel til afgreiðslu.

Sambærileg tala fyrir Ísland er 17,2% ef miðað er við bein áhrif af EES aðild, en fer í 21,7% ef óbein áhrif eru tekin með. (Af 1.536 lögum frá Alþingi 1992-2005 eru 264 bein áhrif frá EES aðild, en fer í 333 ef óbein áhirf eru meðtalin.)

Þessi 6,5% tala á við fjölda "gerða" frá ESB sem enda í íslenskri löggjöf. Það er annars eðlis. Gerðir eru einkum tvenns konar: Tilskipanir (directives) og reglugerðir (regulations), þær síðarnefndu verða sjálfkrafa að lögum í aðildarríkjum. Einnig eru til annars konar "gerðir", þ.e. ákvarðanir, tilmæli og álit.

Það að 6,5% gerðanna endi í íslenskri löggjöf segir ekki alla sögunna. Fjölmargar af þeim falla, eðli málsins samkvæmt, undir málaflokka sem ekki eru innan EES samningsins, aðrar myndu ekki hafa áhrif hér þrátt fyrir aðild (mest tengt landbúnaði) og enn aðrar þarf ekki að taka upp þar sem þegar eru í gildi lög af sama toga.

Það er því ekki rétt að bera saman 6,5% og 75%. Hinn rétti samanburður væri að 17-21% af löggjöf á Íslandi komi frá Brussel í dag. Þetta hlutfall myndi væntanlega fara í 75% við innlimun Íslands í Evrópuríkið.

Þá má nefna að Ísland er ekki "áhrifalaust" varðandi þessa lagasetningu í dag, eins og stundum er haldið fram. Án þess að fara út í smáatriði bendi ég á að menn kynni sér fastanefnd EFTA og sameiginlegu EES nefndina, sem og afgreiðsluferlið á Alþingi. Menn geta svo borið það saman við ferlið í aðildarríkjunum.

Bið þig að afsaka hvað þetta er mikil langloka, en haltu áfram að blogga gegn því óhæfuverki sem innlimun Íslands í Evrópuríkið yrði.

Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála þessum pistli Haukur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir innlitið Haraldur. Ég sætti mig ágætlega við andmæli því trúlega er ég sem stendur í minnihluta þ.e. þeirra sem vilja ekki aðild að ESB.

Takk fyrir að benda mér á þessar tölur. Þær hafa í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í ljósi þess að mér þykir sjálfsagt að taka upp lög, reglugerðir og tilskipanir ef það bætir samfélagið hérna. Mér er sama hvaðan gott kemur í því efni. Góðir lagabálkar mættu þess vegna koma frá Rússlandi og Kína mín vegna.

Andstaða mín á ESB er ekki síst vegna þess að ESB stefnir að því að verða sams konar ríki og Bandaríkin. Ég hef einhvern vegin ekki áhuga á að sjá stórríki Evrópu fæðast. Eina stórveldið sem ég vil sjá þróast eru sameinuðu þjóðirnar. Öll önnur smærri ríkjasambönd eru eineltisklíkur og hagsmunasamtök sem er bara ekki réttlætanleg á einni jörð. Það er tímabært að líta á jörðina sem eina einingu þar sem íbúarnir verði að læra að búa saman í sátt og samlyndi svo langt sem það nær fyrir mannlegum göllum.

Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að ESB er og verður ekki ríki. Þetta er samband 27 sjálfstæðra þjóða. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því. Engin þessara 27 þjóða hefur áhuga á því að þetta verði ríki. Og skriffinnar ESB eru bara starfsmenn ESB. Þó að samstarfið sé aukið á einhverjum sviðum þá hlýtur þú að sjá að Bretland, Frakkland, Þýskaland, Danir Svíar og Finnar hafa ekki áhuga á að afsala sér sjálfstæði sínu til ESB. ESB verður aldrei annað en aðildarþjóðir þeirra sætta sig við.

Því er rangt að vera sífellt að tala um ESB sem ríki sem er að reyna að tæla okkur til sín.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Helgi, um þetta verðum við að vera ósammála. Lissabon samkomulagið er af mörgum talin vera lítt dulin stjórnarskrá sambandsins og ég ætla mér að lesa hana til að vera viss um að ég bulli því ekki.

ESB er að reyna tæla okkur inn um það ætlum við líka að vera ósammála. Ef svo væri ekki væri sambandið ekki að greiða stórfé til að halda úti launuðum áróðursmönnum á Íslandi. Eiríkur Bergmann yfirevrópusinni er t.a.m. einn þeirra svo ég viti. Hann á í blaðagrein þessa dæmalausu tilvitnun: Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi.

Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 15:54

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu, Sæll Magnús Helgi átti ávarpið að vera.

Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 15:56

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hér er umfjöllun um Lissabon samninginn á Wikipedia. Mjög áhugaverð lesning.

Það er enginn vafi Magnús Helgi, að þetta er stjórnarskrá ríkis með öllu sem henni fylgir meira að segja forsetaembætti í líkingu við forseta Bandaríkjanna. Lissabon samningurinn er beint framhald af misheppnaðri tilraun árið 2000 til að innleiða stjórnarskrá Evrópu sem svo var nefnd (European constitution). Þetta þýðir að ESB hagar sér í öllu eins og ríki eins og Bandaríkin. Og hver er talinn líklegastur til að verða forseti: Tony Blair, sá hinn sami og studdi Bush í árasarstríðinu á Írak. Ég sé ekki íslendinga sætta sig við hann hljóðalaust.

Lissabon samningurinn getur ekki tekið gildi nema allar þjóðir samþykki hann og auk Íra, sem felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, er forseti Tékklands að þráast við að undirrita hann. Á wikipediu kemur fram að eina landið þar sem þing var með einhverja andstöðu var Bretland. Öll önnur þjóðþing Evrópuríkja innan ESB hafa staðfest þessa stjórnarskrá án vandræða, Írar voru einir um þjóðaratkvæðagreiðsluna, flott lýðræði þar!. Ég geri ekki athugasemdir við að Evrópa kjósi að sameinast, þó ég vilji vera fyrir utan þetta.

Við erum landfræðilega langt utan við þetta svæði, erum fármenn þjóð og munum auðveldlega hverfa vegna fámennis. Ég kýs að hafa frjálst val um viðskipti og samskipti við allar þjóðir heims og tel ESB frekar innilokun heldur en opnun.

Stjórnarskrá ESB, ofar okkar, er óhjákvæmileg vegna aðildar og ég er ekki tilbúinn að fara að spinna frelsishetjunni Jóni Sigurðssyni í gröf sinni svo íslendingar geti notað annan gjaldmiðil. Við getum notað annan gjaldmiðil án sjálfstæðisafsals. ESB ræður hreint engu um það.

Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 16:29

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón Frímann,

Sáttmálin er viðurkennt beint framhald af stjórnarskránni og því er ekkert neitað hvorki  á vefsíðum Evrópusambandsins né Wikipediu. Af hverju ertu að reyna blekka fólk svona? Þú mátt berja hausnum við steininn eins lengi og þú vilt. Ég er búinn að lesa nægilega mikið til að sjá til hvers þessi sáttmáli er. Það er ekki verið að ganga í stórkostlega fyrirhöfn og margra milljarða útgjöld um alla Evrópu við að breyta þessu ef þetta hefur enga þýðingu eða hvað? Ertu að reyna að segja mér að ESB sé að fara illa með fjármuni sína hérna?

Það er ekkert viðunandi við þá hugsun að skammtímahagnaðarvon fólks með vanmáttarkennd muni taka af okkur sjálfstæði sem tók 682 ár að vinna. Öll starfsemi í þá veru að koma okkur undir yfirráð ESB er tæknilega séð landráð.

Það verður tekist harkalega á um þetta og verður okkur andstæðingunum nógu erfitt að berjast við sérhæfða starfskrafta sem eru á föstum launum frá sérstökum áróðursstofnunum ESB.

Það þarf breytingu á stjórnarskrá til að ganga í ESB, það er fullveldisafsal og þú ert þá í andstöðu við Erík Bergmann sem ég vitna til hér í aths. að ofan og hann er jú þinn yfirevrópusinni: Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi. Annað hvort ert þú að bulla eða Eiríkur Bergmann. Hvor ykkar gerir það?

Haukur Nikulásson, 7.1.2009 kl. 17:39

9 identicon

Þú ert alveg massívur Haukur og jarðar alveg Jón Frímann þennan heilaþvegna ESB dindil, með rökunum.

Flott hjá þér. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband