Það styttist í að ríkisstjórnin verði borin út - Í ALVÖRU!

Það er nokkuð ljóst að það er ekkert að hægjast um í hugum fólksins í landinu.

Það vita allir sem vilja vita að það er ekki verið að vinna í þágu fólksins í landinu heldur einkavinanna í landinu.

Fólkið í landinu og fyrirtækin þurfa nú samstöðu um stórfellda og almenna niðurfærslu á skuldum að halda svo samfélagið rúlli ekki í heild sinni yfirum á nokkrum vikum.

Ríkið stal öllum skuldkröfum gömlu bankanna, mun ekki standa skil á neinu til útlanda og verður þess vegna að deila ránsfengnum með skuldurum þessa lands. Það ræður enginn við 25% vexti og verðbætur að auki í þessari stöðu. Árslaun fólks duga ekki einu sinni fyrir vöxtum lánanna. Hver hirðir til sín 25% vextina? Jú, það gerir ríkið.

Þeir sem ekki skulda og tóku ekki þátt í neinu verður samt refsað líka með hærri skattlagningu, verðbólgu, lélegri opinberri þjónustu auk þess að þurfa að horfa framan í hálfa þjóðina, foreldra sína, börn eða systkini verða gjaldþrota.

Það þarf núna alvöru stjórn með alvöru hugmyndir um lausn þessara mála. Einkavinavæðing í björgunaraðgerðum verður ekki liðin. 


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hugarfar ráðherra ríkisstjórnarinnar er alveg það sama og áður. Hún sér ekki vegna blindu og heyrir ekki vegna heyrnarleysis. Hún gætir þó sinna en við pöpullinn, ásamt börnum okkar og barnabörnum eigum að borga brúsann.

Sigurður Sveinsson, 7.1.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er komið alveg nóg. Spurning um hvernig við snúum okkur í þessu.  Allherjarverkfall gæti komið til greina.  Lama allt helv... draslið þangað til þau snauta út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 10:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband