Ríkisstjórnin er raunverulega stærsta þjófagengi Íslandssögunnar

Þetta er náttúrulega létt brjáluð staðhæfing en við nánari skoðun er það ekki. Hún er sönn. Hvernig?

Þegar neyðarlögin voru sett á Alþingi var með einfaldri lagasetningu öllum eignum (en ekki skuldum) bankanna stolið. Þessar eignir voru lánveitingar þeirra til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga. Skv. lögum bar þeim að ábyrgjast sparifé og til þess þurfti fjármagn sem var tilvalið að taka þarna með valdi.

Í fréttum stöðvar 2 var viðtal við ungan mann sem skuldaði rúmar 50 milljónir í íbúðinni sinni sem upphaflega kostaði 25 milljónir en selst líklega ekki núna fyrir 20.

Hvaðan komu þessar 50 milljónir sem maðurinn skuldar? Jú, úr bankanum. Hvar fékk bankinn þær?

Bankinn fjármagnaði þessi lán með erlendum sambankalánum. Nú þegar ríkið er búið að fleygja þeim í gjaldþrota gömlu bönkunum verða þær ekki greiddar upphaflegum lánveitendum. Þetta þýðir nýju þjófabankar ríkisins skulda ekkert af þessum 50 milljónum. Það er búið að stela stofninum af þeim peningum.

Það er eins og fólk almennt geri sér ekki gerin fyrir því hversu stórkostlegur þjófnaður var framin í nafni lands og þjóðar með neyðarlögunum. Ljóti hluturinn er hins vegar sá að ríkið ætlar ekki að deila þýfinu með almenningi í þessu landi heldur innheimta að fullu og setja fjölda fyrirtækja og einstaklinga á hausinn. Við getum ekki til lengdar horft upp á þennan ósóma. Eitthvað hlýtur að láta undan. Á endandum verða til tveir hópar í landinu, þeir sem eiga allt og þeir sem skulda allt.

Ég hef mikið íhugað hvað hægt er að gera til að gæta réttlætis með málin. Og þá verður að taka með í reikninginn að flestar vitleysur ríkisstjórnarinnar eins og setningu neyðarlaganna er ekki lengur hægt að leiðrétta. Allur skaðinn af þeim með tilheyrandi hryðjuverkalögum breta er óafturkræfur.

Skuldakröfur sem ríkið fékk fyrir ekkert er ekki á neinn hátt réttlætanlegt að það innheimti að fullu, þetta er nefnilega þýfi! Mér finnst sorglegt að það sé stolið í mínu nafni. Enn sorglegra er að vera kallaður virðingarlaus þjófur í alþjóðasamfélaginu og síðan skikkaður af höfuðpaurum glæpsins til að borga allt að fullu. Yfirþjófurinn, ríkisstjórnin, ætlar að sanka þessu að sér og svo verður haldið áfram að útdeila til einkavinanna eins og fyrrum. Það breytist ekkert. Sama klíkan ræður áfram. Almenningur situr eftir að mestu skaplaus og skilningssljór um stóru mynd þessa stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar.

Eina vitlega úrræðið sem ég sé er að stórfelld niðurfærsla skulda almennings og fyrirtækja. Mér finnst tímabært að þeir þingmenn sem hafa eitthvert inngrip í stóru myndina og hafa auk þess snefil af réttlætistilfinningu eiga að grípa hér inn í tafarlaust áður en fólki þverr algerlega móður í að taka þátt í nokkru endurreisnarstarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt. Loksins einhver sem kom fram með þetta.  Davíð sá þetta strax - Við borgum ekki skuldum óreiðumannanna, og átti þá væntanlega við að við greiðum ekki erlendu skuldirnar. Víð sem erum með erlend lán verðum hinsvegar látin borga - án afsláttar. Næstum því eins sniðugt og Ponzi scheme 30 menningana. En fjárglæframennirnir fá sama tíma niðurfelldar skuldir og eftirgefin lán, og geta byrjað á nýrri hringekju.

Þetta verður að koma fram.!

palli litli (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband