Með eða á móti Guðna - Með eða á móti Sverri

Mér finnst undarlegt að fólki finnist þessi þáttur Sverris vera boðlegur. Sverrir er eins og kleyfhugi. Byrjar á því að spyrja alvarlegra spurninga og þykist hafa þekkingu á viðkomandi málefni, en snýr svo á punktinum og fer að fíflast að sínum hætti í beinu framhaldi með framígripum og kerskni. Svo lætur Sverrir eins og hann sé hissa á því að það þykkni í viðmælandanum. Maður fær fljótlega á tilfinninguna að Sverrir sé bara með eitt risastórt bullgen sem ræður ferðinni.

Guðni er ekki það fljóthuga að greina á milli þessara hröðu breytinga á milli gamans og alvöru Sverris og lét það fara bara í taugarnar á sér. Mér finnst reyndar undarlegt hvað Guðni entist lengi í þessum fíflaskap. Guðni er í þeirri hrútleiðinlegu stöðu að verja ónýtan, niðurgreiddan og niðurníddan landbúnað sem ekki þrífst öðruvísi en með margra milljarða meðlagi frá þjóðinni á hverju ári.

Það var hreinn og klár bjánahrollur út í eitt að hlusta á þessa tvo menn.

Sverrir endaði á því að fara gjörsamlega yfir strikið með því að reyna að fá Guðna til að svara því til hvernig það væri að taka belju... (Það má einhver reyna að svara því til að það sé húmor hjá Sverri!)

Ég skil þess vegna ekki fólk sem tekur hér harða afstöðu með eða á móti þessum herramönnum, sem báðir voru með allt niðrum sig, hvor á sinn hátt.

Ég skil heldur ekki hvers vegna Sverrir krafðist þess ekki bara sjálfur að þættinum yrði eytt með öllu?


mbl.is Umdeildur útvarpsþáttur kominn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Munurinn er sá að Sverrir er landsþekktur grínisti og það vita allir sem vilja vita að hann er stöðugt með galsalæti og skúespil.  Hins vegar er þarna alvarleg risaeðla pólitíkur á Íslandi sem hefur ekki gramm af húmor.  Hann Guðni er nefnilega ekkert fyndinn; hann er hlægilegur.

Sigurjón, 5.8.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðni er auðvitað grá forneskja og broslega gamaldags.

Mér finnst Guðni hins vegar verðskulda kurteisi, þó ekki sé nema vegna þess að hann er einn fárra sem sýnir yfirleitt öllum öðrum fulla kurteisi. Hann getur því gert þá kröfu að hann njóti hennar á móti. Hann verðskuldar alls ekki svona dónaskap hvað svo sem segja má um steinaldarskoðanirnar hans í landbúnaðarmálum.

Haukur Nikulásson, 6.8.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Sigurjón

Veistu Haukur: Í þessu máli erum við ósammála aldrei þessu vant.  Í fyrsta lagi: Guðni verðskuldar enga kurteisi, vegna þess að hann sýnir sjálfur hreint ekkert annað en dónaskap.  Þarna og oft áður.  Ég þekki menn sem hafa oft hlustað á hann og þeir segja allir að hann verði reiður og jafnvel dónalegur þegar honum er mótmælt.  Hann á það til að passa sig þegar hann veit að hann er í mynd (en hann þráspurði Sverri hvort hann væri kominn í útsendingu undir lokin), en yfirleitt er hann ekkert sérstaklega kurteis þegar hann er kominn út í horn.

Í téðu viðtali staglast Guðni á því að hann viti svo margt og gefur í skyn að Sverrir hafi ekki vit á landbúnaði.  Hann grípur sjálfur frammí fyrir Sverri, sem á að heita þáttarstjórnandinn og ofan í kaupin neitar hann að svara spurningum sem honum væri í lófa lagið að svara.  Hvernig má það vera að þessi maður verðskuldi kurteisi?

Ég býð svo góða nótt og velfarnaðar á næstu misserum.

Sigurjón, 6.8.2008 kl. 05:17

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist þú hafa sama vökutíma og Sverrir, Sjonni 5:17

Í guðanna bænum ekki láta mig fara verja Guðna. Mér finnst hann yfirlætisfullur besservisser úr grárri forneskju, en aldrei heyrt hann beinlínis dónalegan við nokkurn mann. Það er ekki dónaskapur að reiðast í kappræðum og umræðum. Það heitir bara áfram að reiðast. Þú segist þekkja menn sem hafi oft hlustað á Guðna dónalegan??? Mér finnst að þú eigir frekar að hafa þína skoðun á meintum dónaskap Guðna en ekki orðspor annarra.

Það er hins vegar rakinn dónaskapur að spyrja manninn hvort hann hafi einhvern tíman riðið belju -  þar dreg ég línuna. En þetta finnst slatta af óþroskuðu fólki bara fyndið, ekki mér.

Það er líka dónaskapur hjá Sverri að blekkja hann með útsendinguna, hann gerði það vísvitandi að láta Guðna ekki vita af því að þeir væru komnir í loftið. Í þessu sambandi gerði Sverrir allt til að lítillækka Guðna þarna. Sverrir var með hundómerkilega takta í öllu þessu viðtali og Guðni bara ekki nokkur bógur til að taka á því.

Enn og aftur Guðni er samt ekki minn maður... og heldur ekki Sverrir. Sverrir vakti vissulega athygli þarna en hann varð ekki meiri maður fyrir vikið, langt í frá.

Haukur Nikulásson, 6.8.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst kannski rétt að bæta því við að mér finnst fólk ætla fyrirgefa Sverri Stormsker hvaða vitleysu sem er bara af því að hann er svo fyndinn.

Ég veit hins vegar varla um nokkurn mann sem eru jafn mislagðar hendur og "skerinu". Hann er ýmist á tindinum eða á kafi í fjóshaugnum, helst ekkert þar á milli.

Haukur Nikulásson, 6.8.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Voðalega held ég að þú sért leiðinlegur maður Haukur.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 14:26

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir það Sigurður. Þú ert hins vegar óvenju skemmtilegur skv. þessu höfundarboxi þínu

Haukur Nikulásson, 6.8.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Sigurjón

Jú, ég er á næturvöktum og því með furðulegan fótaferðatíma...

En þarna eru svosem punktar hjá þér Haukur og sannast að sjaldan veldur einn er tveir deila. 

Sigurjón, 6.8.2008 kl. 16:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband