24.4.2008 | 20:14
Allir gert sig að fíflum í þessu máli
Ég held að flestir, sem að komu, hafi gert sig að fíflum í þessu máli vörubílstjóranna. Við getum verið þakklát fyrir að ekkert af aðalpersónum þessa dæmalausa mótmælafarsa vörubílstjóranna er heimilislæknirinn okkar. Hann væri þá búin að kála okkur með dómgreindarskortinum einum.
Bílstjórarnir misstu sig í sorgleg lögbrot í formi franskra mótmæla. Tefja, stífla og vera til almennra leiðinda. Lögbrot eru ekki rétta leiðin. Þetta verður að vera pólitík þótt það sé leiðinleg leið. Hún er samt öllum ásættanleg. Forsvarsmenn bílstjóranna, aðallega Sturla, hafa komið fram fyrir alþjóð eins og börn sem búin eru að tapa sér. Málflutningurinn bæði barnalegur, samhengislaus og óskiljanlegur. Kóróna svo allt með því að afneita sínum dómgreindarsnauða barsmíðamanni.
Lögreglan fyrir að ákveða vandlega og fyrirfram að nú yrðu óeirðir. Þeir voru með galla, hjálma, skildi, kylfur, handjárn, piparúða, stáltær og tilbúna sjúkrabíla! Vel má vera að þeir áttu réttinn á að halda uppi lögum og reglu. Það er samt engin skynsemi í því að ráðast til atlögu með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeir áttu að halda sig til hlés og leyfa mönnum að blása, þetta myndi hvort eð er líða hjá. Lögreglan skapaði hættuna sem varð við handtökur og stympingar á staðnum. Í hálfgerðu vitfirringskasti réðust þeir að fólki með úðann gargandi "GAS!-GAS!-GAS!". Svo bættu þeir um betur með að skemma bíla að óþörfu og halda veginum lokuðum óþarflega lengi. Hverja voru þeir að passa? Bílstjórarnir hefðu ekki lamið hvern annan eða hvað?
Björn Bjarnason lætur eins og hann eigi engan þátt í þessu. Mætir í viðtöl og tjáir sig um flotta frammistöðu og skyldur lögreglunnar. Enda er hann að byggja upp alvöru löggubatterí og jafnvel her. Samt segist hann ekkert hafa séð, en ver sína menn óséða. Ekki finnst mér heldur mikið til koma að birta reiða tölvupósta frá einstaka fáráðlingum. Það upphefur hann ekkert í þessu máli.
Geir H. Haarde neitar að semja við menn sem eru með leiðindi og lögbrot. Finn sáttasemjari hér á ferð!
Lára Ómarsdóttir fær skammarverðlaun fyrir leikstjórn frétta (sjá annan pistil).
Stefán Eiríksson lögreglustjóri virðist vera undir rúmi. Sést hvergi. Er það vegna þess að hann vill ekki verja skipanir sem komu að ofan?
Menntskælingar að dimmittera vildu komast í fjörið. Þetta var ekki vel valið að sýna hversu klár þau væru eftir útskrift og það í nasistagöllunum. Smekklaust val á skemmtistað að mínum dómi.
Óviðkomandi fólk sem mætti bara til að taka þátt í hasarnum til að fá útrás fyrir alla aðra óánægju og kom þessu máli ekkert við.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
nokkuð góð samantekt hjá þér Haukur.
Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 20:16
Gliðilegt sumar. Ágætt hjá þér, er þetta ekki málið í hnotskurn ???
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.4.2008 kl. 20:32
„Lögreglan fyrir að ákveða vandlega og fyrirfram að nú yrðu óeirðir“. Þetta er einfaldlega rangt. Lögreglan er búin að vera með þennan viðbúnað í tvær vikur og bílstjórarnir vissu af því og gerðu allt til að reyna espa lögregluna upp. Fyrirmælin til þeirra voru margítrekuð. Svo ljúga þeir bara í fjölmiðlum og segja að þeir hafi ætlað að færa bílana. Hvað með allt fólkið sem þeir voru búnir að draga út á götu og neitaði að færa sig. Átti að aka yfir það, eins og þeir sögðu sjálfir. Bara kominn tími til að fjölmiðlar átti sig á að þessir menn eru lygarar!
Styð lögregluna 100%.
Brynjar M (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:37
Tókstu eftir hvatningarhrópum vörubílstjóranna sem voru staddir á planinu til árásarmannsins í upphafi árásarinnar? Það mætti endurtaka sýningu upptökunnar og hafa hljóðið þá aðeins hærra! Ég mana sjónvarpsstöðina sem á myndbandið að gera það.
Ætli að Lára Ómarsdóttir hjá Stöð 2 hafi átt einhvern þátt í árásinni og hvatningarhrópunum? Neeeei. Hún segir að hún hafi bara verið að grínast varðandi eggjakastið. Það gerir jú fólk í þessari stöðu á svona stundum. Kannski er hún bara að "segja satt" eins og Sturla þegar hún ber þetta af sér?
Sigurbjörn Friðriksson, 24.4.2008 kl. 21:19
Sæll Haukur minn og gleðilegt sumar.
Þín samtekt er góð og lýsir ágætlega þessari vitleysu sem er í gangi. En hvað varðar lögguna, þá hefur hún minn stuðning.
Ég er innilega sammála Brynjari, og ætla ekkert að bæta við.
Þú verður að athuga Haukur, að þegar hópur eins og þessi lætur eins og þeir búnir að gera,
þá er ekki hægt að hörfa, þeir halda bara áfram, og hvar og hverning endar þetta þá? ég bara spyr.
Nonni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:33
Gleðilegt sumar frændi og þið hin.
Það er eitt að eiga réttinn og síðan annað að það sé alltaf skynsemi að knýja á um hann. Þú mætir ekki bíl sem er á öfugum vegarhelmingi og neitar að víkja af því að þú átt réttinn. Þú víkur ef þú vilt halda lífi og limum. Slíka dómgreind skorti hjá lögreglunni núna þó ég efist ekkert um að hún eigi undir flestum kringumstæðum að halda lög og rétt. Hún gat bara slakað og beðið átekta frekar en að taka áhættu af því að einhver dræpist í stimpingum þarna. Það var stóra dómgreindarleysið þeirra.
Ég gleðst yfir því að þurfa ekki endilega að "halda með" einum frekar en öðrum í þessu ótrúlega uppskrúfaða dellumáli eins og flestir sem tjá sig um það.
Haukur Nikulásson, 24.4.2008 kl. 21:53
Þetta er samlíking sem ekki er hægt að nota. Þú reynir að forða slysi en lögreglan getur ekki "forðað" slysi undir þessum kringumstæðum. Eins og ég sagði áðan, þá er ekki hægt að hörfa, þeir halda bara áfram.Þetta eru orðnir óeirðaseggir.Ég held ekki með neinum, en eins og ég sagði, þá er skoðun mín að ég styð lögregluna. Ég studdi bílstjóra í þeim mótmælum sem þeir lögðu upp með og meira segja skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu hjá þeim. Lægra bensín verð og allt það. Sem sagt, Það er allt í lagi að mótmæla en þetta sem hefur gerst síðustu daga, nei ekki svona. Svo ég slái nú um mig aðeins. og vitna í Þorgeir Ljósvetningagoða "ef þú slítur í sundur lögin þá slíturðu og í sundur friðinn"
Ég nenni svo ekki að rökræða þetta við þig hér, það er miklu skemmtilegra að fara hittast og þá kannski ef við erum í stuði, ræða þessi mál. Fyrir ykkur hin sem hingað sækja þá er Haukur toppmaður sem gaman og gott er að tala við. Hann er einn af fáum sem hægt er að vera gargandi ósammála en lætur ekki sérlundaða skoðun þína bitna á þér og þinni persónu ef honum á annað borð líkar við þig.
Góðar stundir
Nonni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:48
Nonni minn það er alls ekki satt! Ég hef algjört óþol fyrir fólki sem er mér ósammála. Hins vegar er ég með sjálfspíningarhvöt sem nærist að hluta á andstæðum skoðunum. Takk fyrir að viðhalda henni!
Sé þig í kaffi fljótlega!
Haukur Nikulásson, 24.4.2008 kl. 23:26
Hér er flott samantekt af þessu máli.
http://bjartmarinn.blog.is/blog/bjartmarinn/entry/518922/
Kiddi (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:52
Það var nú orðið nokkuð greinilegt að bílstjórarnir stefndu að þessu. Uppþot og læti var það sem þeir vildu. Þeir sýndur það þegar þeir óku í strollu upp að Bessastöðum meðan forsetinn var þar á fundi með, af öllu mönnum forsætisráðherra Palestínu. Urðu svo brjálaðir af því að löggan tók myndir! Þeir hafa nú skýlausar heimildir tal að ganga lengra en það undir þessum kringumstæðum.
Skil reyndar Geir líka. Það er ekki gott að senda þau skilaboð að menn geti þvingað stjórnvöld til að ganga að kröfum sínum.
Svo skilst mér að löggan verði að garga aðvörun áður en þeir spritsa piparúða á fólk. Ofur eðlilegt svosem, en kemur frekar illa út í mynd. :)
Sturla kemur samt verst út, sérstaklega eftir að hann er staðinn að lygum. Gaddemitt, getur hver sem er fengið meirapróf?
Ingvar Valgeirsson, 25.4.2008 kl. 12:08