Færsluflokkur: Íþróttir
5.7.2007 | 21:10
Voru allir Skagamennirnir úti á þekju samtímis?
Ég er hvorki áhangandi Skagamanna né Keflvíkinga svo það sé á hreinu.
Bjarni Guðjónsson átti að mínu mati sjálfur að taka af skarið og fara með boltann í eigið mark og ganga frá þessu máli strax. Hann er fyrirliði liðsins og átti að hafa næga reynslu til að gera það, en kaus að láta óánægju Keflvíkinga og föður sinn þjálfarann, koma í veg fyrir það og þess vegna gerðist hann sekur um stórfelldan dómgreindarbrest. Hann á svo sem ekki langt að sækja dómgreindarbrest, hann er sonur pabba síns, sem sjálfur forherðist í sömu vitleysunni á hliðarlínunni. Í útvarpsviðtali sem ég heyrði í dag birtist Guðjón manni sem óþverrakarakter af verstu sort. Synd að svona góðir knattspyrnumenn (og þjálfari) skuli hafa svona skelfilega óþverralegt innihald og sýna ekki nokkra iðrun í þessu máli sem hefur opinberað þá frammi fyrir alþjóð.
Þetta mál er subbulegur blettur á knattspyrnuna. Sem betur fer eru svona menn í minnihluta meðal knattspyrnuiðkenda. Við huggum okkur við það!
Mér þætti ekki óviðeigandi að KSÍ tæki málið fyrir. Það eru til fordæmi þess að sambandið taki upp mál er varðar svona óíþróttamannslega framkomu.
![]() |
Yfirlýsing frá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 10:56
Dýrt að reka Teit?
Það sem hér fylgir eru bara getgátur og þær skuli lesnar sem slíkar.
Það læðist að manni sá grunur að stjórnamenn KR hafi samið af sér við ráðningu Teits Þórðarsonar. Þeir réðu hann til 3 eða 5 ára og ef þeir reki hann þurfi að greiða honum laun út ráðningartímann.
Teitur talar eins og maður sem ætlar að láta reka sig. Hann er maðurinn með sterku samningsstöðuna og það virðist eins og það hafi gleymst að setja í samninginn að hann þurfi að vinna, það hafi bara ekki verið gert ráð fyrir því að hann tapaði alltaf. Mér sýnist að Teitur sé nægilega ósvífinn til að láta KR blæða, þeir hafi jú narrað hann til að taka þetta skítadjobb að sér hér á skerinu.
Það að Teitur sé ekki hættur er ábending á að það sé einhver samningslegur vandræðagangur þarna. Sér Teitur ekki sóma sinn í að fara án krafna um stórkostlegar greiðslur samhliða þeim starfslokum?
![]() |
Teitur: Mín staða óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2007 | 15:12
Erfiður dagur á golfvellinum
Friðrik kom frekar seint á sunnudagseftirmiðdegi og virtist úrvinda af þreytu.
"Var þetta slæmur dagur á golfvellinum elskan?" spurði hún umhyggjusöm.
"Þetta gekk fínt til að byrja með. En svo fékk Halli hjartaáfall og dó á tíunda teig." svaraði Friðrik.
"En HRÆÐILEGT!" stundi frúi upp yfir sig.
"Það geturðu bölvað þér upp á!" sagði Friðrik "Þá fyrst gerðist þetta erfitt. Dræva á tíunda teig. Draga Halla. Slá á tíundu braut. Draga Halla. Vippa inn á tíunda grín. Draga Halla...."
18.6.2007 | 07:10
Ótrúlega hraður leikur og tæpur sigur þegar á reyndi
Þessi leikur gekk hratt fyrir sig. Sóknirnar voru stuttar, af því að varnirnar og markvarslan voru eins og gatasigti a.m.k. í fyrri hálfleik. Það segir sína sögu að skoruð eru 82 mörk í leiknum.
Serbarnir byrjuðu leikinn það vel að ég hélt um tíma að við værum að fá blauta tusku í andlitið á sjálfan þjóðhátíðardaginn, fyrir fullu húsi í brjálaðri stemmingu og með þvílíkt fánahaf að annað eins hefur ekki sést. Fánarnir trúlega í boði HSÍ vegna dagsins.
Það sem bjargaði íslenska liðinu í dag var að sóknin gekk þokkalega vel og þeir héldu haus til loka, en ekki mátti miklu muna.
Til hamingju með þennan sigur, við öll!
![]() |
Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 10:07
KR þarf aukinn eldmóð - ekki meiri peninga!
Það er sorglegt að fylgjast með raunum KR-inga þessa dagana í fótboltanum. Ríkasta félag á Íslandi, með bestu pappírsleikmennina, reyndan þjálfara og fjölmarga og trausta stuðningsmenn, situr á botninum í deildinni og virðist varla eiga nokkra möguleika gegn nokkrum andstæðinga sinna. Hvað er að?
Heildin er skemmd. Skemmd af vannæringu. Næringin sem þeir þurfa heitir eldmóður. Samheiti yfir það þegar leikmenn ná í alla sína getu á réttum tíma. Þessi andlega næring verður að koma frá þjálfaranum og komi hún ekki er sjálfgert að hann fari. Það er engin spurning að þó að leikmennirnir beri blak af þjálfara sínum, sem oftar en ekki eru hinir geðþekkustu og vandaðir menn, verða þeir að víkja. Þetta er bara viðurkennd staðreynd í boltanum. Það er frekar fátítt að þjálfarar geti verið lengur en 3-5 ár með sama liðið. Eftir það kemur þetta andleysi oft upp og þá þarf að breyta til. Sami þjálfari nær sér þó oftast á skrið annars staðar ef hann hefur góðan persónuleika.
Það er hins vegar sjaldnar að andleysið sé jafn algert frá byrjun og nú virðist málið hjá Teiti Þórðarsyni. Og það má alveg taka fram að árangur og árangursleysi í fótbolta er stundum ekki í takt við þá vinnu sem menn leggja á sig. Menn hafa áður mátt sætta sig við að vinna mikið en vinna samt ekki neitt!
8.6.2007 | 12:12
Ísland í efsta sæti á Youtube - Þvílík ánægja!
Íslenska knattspyrnulandsliðið var í 37. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir nokkrum árum. Nú erum við að nálgast 100. sætið með falli um nærri 60. sæti. Ástæðan er meðal annars frammistaða á borð við þessa sem er mest sótta myndbandið í heiminum á Youtube í dag.
Samt telur KSÍ að allt sé í himnalagi. Verið sé að byggja upp nýtt landslið! Það er gott að geta stungið höfðinu niður eins og strútarnir. Við hin sem höfum höfuðið uppúr þurfum að þola að allur heimurinn hlæi að okkur.
8.6.2007 | 11:08
Gott golfveður loksins komið!
Fyrsti golfhringurinn minn í þokkalegu veðri var í gærkvöldi og kominn 7. júní. Rok, rigning og blandan sem kölluð er slagveður hefur verið einkennandi síðustu daga. Sanngirnin er sú að allir keppa við sjálfa sig og aðra við sömu aðstæður.
Mitt í öllu þessu verður manni hugsað til þess hversu heppinn maður er að geta nöldrað yfir smámunum eins og íslensku sumarveðri. Maður hefur í rauninni allt með sér: Lifandi, við þokkalega heilsu, ágætlega gangfær og í góðum félagsskap. Hvað er hægt að óska sér meira?
7.6.2007 | 00:22
Eyjólf vantar sjálfstraust - þess vegna á hann að hætta
Í öllum íþróttum þarf trúin að vera til staðar. Ekki guðstrú heldur trúin að þér takist það sem þú ætlar þér. Við sem höfum tekið þátt í íþróttum vitum að þegar við trúum að við getum hlutina þá takast þeir ótrúlega oft.
Eyjólfur hefur í hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur öðru talað um hversu "erfitt" þetta lið og hitt liðið séu. Þetta er ávísun á tap og niðurlægingu. Ef verkefnið er fyrirfram svona erfitt vinnst það aldrei. Svona vælugangur frá þjálfaranum gagnvart fjölmiðlum getur ekki virkað öðruvísi en letjandi á leikmennina.
Eyjólfur er geðugur maður sem náði ágætum árangri sem leikmaður. Hann er hins vegar ekki að gera sig sem þjálfari vegna skorts á sjálfstrausti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í einhverri undarlegri sjálfsafneitun við hlið hans og mætti þess vegna sjálfur hugsa sinn gang ef þetta er ásættanlegur árangur hjá landsliðinu. Ég gef ekki skít fyrir mismun á fólksfjölda í löndunum sem við keppum við, það eru jafnmargir leikmenn á vellinum. Allt atvinnumenn sem hvorki tekst að blása í eldmóði né sigurvilja.
Eyjólfur, er ekki komið nóg?
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2007 | 18:07
Heppnir að tapa ekki - Fengu Liechtenstein í höfuðið
Ég hef aldrei séð jafn lélegt íslenskt landslið og í dag. Það gekk ekkert upp nema markvarsla Árna Gauts og fyrri hálfleikurinn hjá Matthíasi.
Þeir hreyfðu sig ekki án boltans og voru ótrúlega latir að dekka andstæðingana sem voru miklu viljugri en okkar menn. Sendingar voru oftast arfaslakar og menn ótrúlega hikandi. Sem dæmi um aulagang horfði maður upp á sókn okkar manna daga upp vegna einfætts leikmanns sem lék honum til baka vegna þess að hann lagði ekki í að nota hægri fótinn, og þetta eru atvinnumenn!
Þrátt fyrir að tala um að vanmeta ekki andstæðinginn gerðu okkar menn það bara samt! Andstæðingarnir fengu fleiri og betri færi en við og miðað við allt þegar upp er staðið vorum við heppnir með jafntefli, það er jákvætt. Það vantar eldmóð í íslenska liðið til að ná árangri.
Í dag fékk Ísland Liechteinstein í höfuðið!
![]() |
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265627
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson