Færsluflokkur: Íþróttir
9.9.2007 | 23:46
Þetta eiginlega ekki mannlegt!
Tiger Woods kláraði enn eitt PGA meistaramótið með sigri í dag og skorið var 22 undir pari.
Hann heldur því blákalt fram að hann æfi meira en aðrir og því uppskeri hann samkvæmt því. Ég sé ekki ástæðu til að efast um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar hans.
Sjáið hvernig honum tókst til á 16 holu á Masters mótinu 2005:
9.9.2007 | 11:06
Ekki furða að við vinnum ekki...
![]() |
Hermann: Áhorfendur voru stórkostlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2007 | 01:54
Spánverjar ákváðu að Eiður væri áfram meiddur!
Hér er mál í uppsiglingu sem ekki verður séð fyrir endan á strax.
Hér virðast Spánverjar vera að draga tennurnar úr íslenska landsliðinu með aðstoð forráðamanna spánska félagsins Barcelona. Þetta hlýtur að draga dilk á eftir sér þar sem búið var að lýsa því yfir að hann væri orðinn leikfær þó ekki hefði hann úthald í fullan leik.
Ég á jafnvel von á því að keppinautar Spánar um efstu sæti riðilsins láti fara fram rannsókn á þvi með hvaða hætti þetta ber að og þá reynir á það hvort stjórn KSÍ hefur manndóm í sér til að segja satt í þessu máli.
Það er auk þess ámælisvert að stjórn KSÍ noti nafn Eiðs Smára fram á allra síðustu stundu til að selja miða á leikinn. Er engin sómatilfinning lengur í þessu málum?
![]() |
Barcelona óskaði eftir því að Eiður spilaði ekki í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2007 | 15:24
Höfum við Þróttarar áhuga á einkavæðingu?
Athyglisverð er athugasemd Pálma um Þrótt.
Spurningin er hvort almennir félagsmenn Þróttar séu tilbúnir að einkavæða félagið? Er Pálmi tilbúinn að setja pening í félagið? Sumir hafa þar látið sig dreyma um meistaradeildarsæti og þá er eins gott að það komi einhver að málum með nægilega feitt veski til að gera það mögulegt.
![]() |
Pálmi Haraldsson: Ég er ekki að kaupa Newcastle" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2007 | 08:06
Golf er stundum eyðilegging á góðum göngutúr
Ég er hættur í fótbolta og farinn að spila golf. Eftir því við hvern þú talar þá er þetta ýmist elli- eða þroskamerki. Sannast sagna fannst mér að ég væri orðinn of gamall og vitur til að nenna lengur að eiga í fótboltameiðslum stundum mánuðum saman og það væri bara kominn tími á þetta enda þá kominn um fimmtugt.
Golfið er á köflum ágæt blanda af góðum göngutúr, góðu veðri, góðum félagsskap og gó... nei köflóttu spili. Golfhringurinn á nesinu með Arnari og KR-ingunum var einn sá skrautlegasti á ferlinum. Ég ætla ekki að lýsa öllum hörmungunum en ein holan var leikin svona:
Við erum á 7. teig og það er meðvindur. Boltinn var kominn á tíið. Síðan fór í gang aftursveifla og svo átti að taka á því í framsveiflunni. Þegar dræverinn átti eftir u.þ.b. 20cm í boltann lak hann fram af tíinu, kylfan rétt fleytti skallann á honum og hann ýttist út af teignum og lá í kverkinni fyrir neðan, illsláanlegur. Upphafshöggið náði ekki nema einum metra. Það brast á hlátur hjá meðspilurunum, enda ekki furða. Boltinn hafði eins og viljandi laumað sér burt af tíinu.
í erfiðri stöðu fór boltinn næst 5 metra og ég ekki kominn fram yfir kvennateig, þriðja högg fer inn á braut og stoppar rétt við brautarglompu, heppinn! Í næsta höggi tekst mér að setja kylfuhælinn í boltann og hann skondrast því beint í glompuna sem ég hafði verið svo "heppinn" að sleppa við. Ég komst upp úr glompunni í næsta höggi og klára holuna á 9 höggum.
Þessi golfhringur var með þeim lakari á sumrinu og þá reynir á að félagsskapurinn, veðrið, göngutúrinn og aðrar aðstæður séu í góðu lagi. Annars myndi maður bara hreinlega tapa sér!
13.8.2007 | 08:42
Er metnaðurinn að vera hæstlaunaði varamaðurinn?
Manni virðist af umræðunni að peningarnir séu orðnir svo mikið aðalatriði að það skipti hreint ekki máli hvort hann fái að spila eða ekki. Ég held að flestir séu meðvitaðir um að launaseðillinn skipti máli bara einn dag í mánuði. Alla aðra daga sé spurning hvort þú sért hamingjusamur í því sem þú fæst við.
Ég held að flestum okkar verði morgunljóst til hvers hugur Eiðs Smára stendur varðandi þetta eftir þennan vetur. Ætlar hann að láta peningana alfarið ráða ferðinni?
Ég vona sannarlega að þessi geðþekki maður taki rétta ákvörðun.
![]() |
Segir launakröfur Eiðs Smára háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2007 | 12:29
Svona samkeppni getur verið jákvæð á endanum
![]() |
Hamilton-Alonso ástandið verra en rimmur Senna og Prost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 10:44
West Ham örugglega ekki "westi" staðurinn fyrir Eið Smára
Ég hef ekki trú á að Eiður eigi framtíð hjá Barcelona og hafði það einhvern vegin ekki þegar hann fór þangað. Það var viðbúið, sem og reyndist, að honum væri ætlað hlutverk varamanns.
Eið skortir hvorki hæfileika til að leika knattspyrnu né líkamlegt atgervi til að endast í þessari íþrótt. Hann virðist helst skorta eldmóðinn og ákveðnina. Því miður tel ég hans helsta veikleika vera skort á þeim hroka sem gjarnan einkennir íþrótta- og listamenn í fremstu röð. Þessi hroki (sem sumir kalla bara sjálfstraust) hjálpar fólki að ná hæstu hæðum í sinni grein. Þeir bestu einfaldlega trúa alltaf að það sem þeir eru að gera hverju sinni gangi upp.
Ég hef fulla trú á að þessi skipti til West Ham gæti orðið Eið til góðs. Hann fengi loksins það leiðtogahlutverk sem hann þarf til að ná á þann topp sem býr í honum. Hann þarf hins vegar að virkja andlega hlutann til fulls.
![]() |
Viðræður West Ham og Barcelona um kaup á Eiði sagðar hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 07:09
Trúðu KR-ingar myndunum um Kf. NÖRD?
Maður veltir því fyrir sér hvort sjónvarpsþættirnir um kf. NÖRD hafi verið svo sannfærandi fyrir KR-ingana að þeir hafi trúað því að Logi gæti gert stórlið úr antisportistum? Það hljómar allavega betur en að gera nördalið úr stórstjörnum.
Kannski er upplagt að Sýn búi til raunveruleikaþátt þar sem Logi stýrir liði í botnbaráttu. Úr því sem komið er næsta víst að KR-ingar muni búa við dramatísk lok á þessu knattspyrnusumri.
![]() |
Oft staðið til að ég tæki við KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2007 | 00:02
Framtíðarkylfingur með gott hugarfar
![]() |
Íslandsmeistarinn á 15 höggum undir pari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson