Færsluflokkur: Íþróttir
24.10.2007 | 11:24
Guðjón Þórðarson sem landsliðsþjálfara!
Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að hugsa þessa fyrirsögn. Mér geðjast nefnilega hreint ekkert að persónu Guðjóns Þórðarsonar. Mér finnst Eyjólfur Sverrisson hins vegar mun geðþekkari, hann bara ónýtur þjálfari hjá landsliðinu.
Heimurinn er bara ekki svartur eða hvítur. Guðjón hefur náð árangri sem þjálfari þrátt fyrir augljósa persónugalla. Þessir gallar virðast jafnvel hjálpa honum í þessu starfi.
KSÍ þarf að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna að líklega er enginn hentugri en Guðjón í þetta starf og þeir eigi bara að kyngja því að erfitt geti verið að vinna með honum. Hver segir svo sem að framkvæmdastjórn KSÍ eigi að vera í "náðugu" djobbi? Þetta er leikur fyrir harða karla og það er kominn tími til að velja þann harðasta til að ná árangri.
Það er engin ástæða til að kvelja Eyjólf á þessu starfi lengur, látið Guðjón strax taka við fyrir leikina gegn Danmörku og Svíþjóð.
Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 20:54
Skysports dæmdi Eið Smára einn slakasta manninn í liði Barcelona?
Ég tek strax fram að ég sá ekki leikinn. Skysports gefur leikmönnum Rangers 87 í heildareinkunn á byrjunarliðinu og Barcelona 79 þrátt fyrir að síðarnefnda liðið hafi stjórnað leiknum. Eitthvað eru þessar einkunnagjafir bretanna skrýtnar (hlutdrægar?!).
Eiður Smári fékk lægstu einkunn leikmanna Barcelona eða 6 ásamt þremur öðrum.
Þótti mönnum Eiður Smári vera góður?
Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 22:22
Eyjólfur, þetta er orðið gott í bili ekki satt?
Eyjólfur átti að vera búinn að segja þessu starfi upp fyrir löngu.
Það er hlutverk þjálfara að velja liðið og gangsetja það upp fyrir leiki. Orðið "þjálfari" er rangnefni á þessu starfi, því þetta er eiginlega bara liðstjóri og "yfirupppeppari".
Ég lýsi yfir samúð minni með Eyjólfi en þetta er bara orðið gott hjá honum í bili. Hann ræður ekki við djobbið.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 11:23
Jafnvel fólk með engilsásjónur lýgur, stelur, svindlar og ...
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að maður er alltaf tortrygginn gagnvart afreksíþróttum.
Stundum finnst manni mest allt snúast um að komast upp með svindlið og ósómann.
Hvers vegna hefur t.d. ekki verið fjallað um meinta lyfjamisnotkun nýjasta heimsmeistara íslendinga í kraftlyftingum. Á að þegja skömmina af því máli í hel?
Marion Jones baðst grátandi fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 20:15
Kærkomin endurkoma í úrvalsdeild
Ég get nú ekki neitað því að sem gamall Þróttari var ég eiginlega með lífið í lúkunum vegna þessarar síðustu umferðar.
Þróttur hefur upplifað margar spennustundirnar á vellinum undanfarin ár og ekki síst í síðustu umferð og jafnvel á síðustu mínútum móta. Leikirnir fara ekki alltaf eins og búist er við og það er hluti leiksins. Í dag er það hlutskipti Þróttara að kætast verulega.
Ég óska félögum mínum í Þrótti til hamingju með úrvalsdeildarsætið og vonast til að hanga þar sem lengst! - Lifi Þróttur!
Þróttur í Landsbankadeildina - Reynir féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2007 | 11:09
Eiga fréttir að vera skemmtiefni? Samanber: Beckham fær hjartaáfall
Mér finnst Vísir ganga of langt í því að snúa út úr í fréttum. Faðir David Beckhams heitir David Edward "Ted" Beckham og hann fékk hjartaáfall, ekki fótboltamaðurinn frægi. Þeim hjá íþróttadeild Vísis (væntanlega undir ritstjórn ofurbloggarans Henrys Birgis) finnst það sniðugt að hrella aðdáendur David Beckhams með fyrirsögn og útúrsnúningi af þessu tagi.
Kallið mig gamaldags, en vinsamlegast haldið fréttum eins sönnum og hægt er og forðist að snúa út úr orðum með fyrirsögnum af þessu tagi.
21.9.2007 | 08:04
...og svo tekur hann við United!
Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju ég fæ ekki feitan starfslokasamning. Er það ekki toppurinn á hamingjunni? Geti verið einhversstaðar að leika sér á fullum launum!
Nei, maður hefur gengið svo langt í þessari hugsun að hún gangi ekki upp fyrr en þú ert orðinn nógu gamall. Það er ekkert gaman að rífa endalausa sunnudaga af dagatalinu. Fyrr en varir er engin breytileiki milli daga og allt rennur saman í eina flatneskju.
Líklega er best að puða bara áfram á meðan starfsorkan er til. Þess vegna er ekkert ósennilegt að Mourinho fari til Manchester United og taki við af Ferguson. Þessi heimur er alveg nógu klikkaður til þess.
Chelsea gerir starfslokasamning við Mourinho | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2007 | 10:09
Robin Williams talar um golf
Þetta er líklega skemmtilegasti maður í heimi. Hér talar hann um golf...
17.9.2007 | 11:27
Menn eiga að hafa metnað... og þora að tjá sig!
Þetta er í mínum anda. Veigar Páll á að láta þjálfarann heyra að hann vilji sitt tækifæri og eigi það fyllilega skilið.
Veigar Páll er í 8. sæti á lista VG eftir daginn í dag yfir jafnbestu leikmenn norsku deildarinnar og í efsta sæti sama miðils yfir þá sem eiga samtals flest mörk og stoðsendingar.
Þjálfarar eiga að nota "heita" leikmenn á meðan þeir eru það en ekki þegar þeir eru orðnir kaldir aftur. Það er hlutverk þjálfarans að finna út hvenær rétti tíminn er á hverjum leikmanni og ekki síður að peppa þá upp í rétt stuð fyrir leiki.
Veigar er nógu heitur til að eiga rétt á að fá sitt tækifæri. Ef ekki núna, þá hvenær?
"Ég fæ ekki tækifæri með landsliðinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2007 | 09:36
Vinnist leikurinn ekki má Eyjólfur hætta!
Það gildir einu hvort Eiður spilar þessa leiki eða ekki. Það er nefnilega tvíeggjað að vera með stjörnur í liði. Hópsálfræðin í liðinu getur nefnilega versnað með mönnum eins og honum ef hann er í óstuði, þar sem allt snýst um að koma boltanum til hans. Vonandi þyrstir Eið í árangur og er í stuði þegar og ef hann kemur inn á.
Ég velti fyrir mér hvort ég sé einn um þá skoðun að þykja jafntefli gegn Spáni með 10 manna lið ekki neinn sérstakur árangur. Við erum jú með fullt lið atvinnumanna.
Ef landsliðið vinnur ekki er ljóst að Eyjólfur á að hætta. Hann hlýtur að þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Mér finnst löngu ljóst að Eyjólfur hafi ekki sálræna þátt þjálfarastarfsins á sínu valdi. Það hafði t.d. maður eins og Tony Knapp. Það er of lengi búið að ráða skaplausa og þæga menn sem hafa unnið sér það til frægðar að vera góðir knattspyrnumenn. Þeir eru bara ekki leiðtogar. Mér finnst eiginlega hálf skítt að hafa þessa skoðun þar sem Eyjólfur er hinn geðugasti maður, hann er bara ekki á réttum stað.
Eiður byrjar ekki inná gegn Norður-Írum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson