Færsluflokkur: Tónlist
22.9.2009 | 20:19
Still going strong!
Við félagarnir nutum þess heiðurs að spila á eftir þessum höfðingja í afmælisveislu fyrir nokkrum vikum. Nafntogaðra upphitunarnúmer fæst ekki á Íslandi.
Hálft í hvoru átti ég von á að aldurinn væri farinn að segja til sín hjá honum í söngnum. En það var sko öðru nær. Einn á píanóinu stóð hann sig afburða vel, hélt tóninum óaðfinnanlega og fór með sitt prógram þannig að allir hrifust með. Þetta var svo sannarlega maðurinn sem kunni til verka, fékk fólkið með sér og átti salinn. Það fylgdi því viss beygur að þurfa síðan að spila á eftir honum.
Indjánahöfðinginn "Hangandi hönd" hefur fylgt manni frá því maður byrjaði fyrst að hlusta á tónlist í sunnudagsþáttum Svavars Gests upp úr 1960 og var þar samtíða Ómari Ragnarssyni sem var þar líka með sínar óborganlegu gamanvísur. Þeir voru stjörnurnar þá... og eru enn!
Bestu óskir með daginn!
Raggi Bjarna með veislu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 16:27
Flott skemmtun
Ég hafði gaman af þeirri fjölbreytni sem boðið var upp á. Stuðmenn kunna þetta allt frá gamalli tíð, nýja söngkonan er ekki bara efnileg heldur góð og síðan verður ekki hjá því komist að Stefán Karl lífgi upp á hvaða samkomu sem er.
Takk fyrir þetta!
Stuð í húsdýragarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 13:01
Upptaka frá 1959 - Jólasveinar einn og átta
Pabbi keypti flottan Telefunken radíófón líkast til 1958 eða 1959 hjá Georg Ámundasyni. Í þessu tæki var útvarp, segulband, plötuspilari og margir góðir hátalarar. Ég átti margar góðar stundir fyrir framan þessa stórkostlegu græju.
Eins og önnur börn lærði ég eitthvað af lögum og þá gjarnan af vinylplötum. Ein þeirra var skemmd og ég lærði lagið á henni með skemmdinni. Hún fór að spila sama hringinn í sífellu...
Samkvæmt þessu á ég núna 50 ára hljóðupptökuafmæli sem "tónlistarmaður".
Upptakan er efst í spilaranum hér til vinstri.
13.6.2009 | 09:08
Uriah Heep - Stealin'
Kannski er þetta lag Uriah Heep að einhverju leyti táknrænt fyrir þá tíma sem við lifum núna.
Lagið Stealin' var gefið út 1973 og átti heima í flotta Sony Auto-Reverse kassettutækinu í gamla '59 Voffanum mínum sem þá var nýuppgerður og flottur. Ásamt öðru Heep-stöffi var þetta alveg spilað til blóðs!
16.5.2009 | 22:32
Samsæriskenningarnar dauðar núna?
Ég hef lengi haft skoðun á samsæriskenningum í sambandi við atkvæðagreiðslur. Nágrannaþjóðir hafa jú gefið hver annarri stig en aldrei hef ég fengið á tilfinninguna að það hafi nokkurn tímann ráðið úrslitum. Núna sýnist mér að við íslendingar getum jarðað þetta kjaftæði. Besta lagið (að mati fjöldans) vinnur alltaf.
Jóhanna stóð sig frábærlega og hún fór mjög vel með annars einfalt og tilþrifalítið lag.
Hún á góðan feril í vændum ef hún passar sig á að endurtaka sig ekki of mikið og leyfir sér tilraunastarfsemi til endurnýjunar.
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 19:29
Michelle - Paul McCartney (Beatles) flott útgáfa
Það er kannski í lagi að vinda sér úr pólitíska gírnum öðru hvoru. Hér er ein af perlum Bítlanna í flutningi höfundarins Paul McCartney. Hluti lagsins Michelle er á frönsku og lagið komst á toppinn í Frakklandi auk þess sem það vann Grammy verðlaun. Gítarglamrar hafa gaman af því að fást við þetta lag vegna skemmtilegrar hljómasetningar þar sem tengihljómar eru óspart notaðir. Lagið kom út á einni af bestu plötum Bítlanna Rubber Soul árið 1965.
12.4.2009 | 21:33
Fleetwood Mac - Little lies
Gott ef það er ekki hið fullkomna tilefni núna fyrir þetta lag. Hver er að ljúga? Þetta flotta lag með Fleetwood Mac var gefið út árið 1987.
14.3.2009 | 09:33
Tommy Emmanuel - Day Tripper, Lady Madonna, Saturday, Classical Gas
Ég mátti til með að koma þessu á framfæri.
Hér er Tommy Emmanuel að spila lög Bítlanna, Day Tripper og Lady Madonna á sinn einstaka hátt.
9.3.2009 | 00:00
Black Night - Deep Purple
Árið er 1970 ég verð bráðum 15 ára. Staðurinn er Tónabær í Skaftahlíð (v/Miklubraut). Þetta lag átti svæðið á þessum tíma. 1972 var þetta lagið sem dó í rafmagnsleysi hallarinnar þegar Deep Purple spiluðu þar. Við fengum aldrei að heyra það á þeim tónleikum. Samt höfðu tónleikarnir verið svo magnaðir að það gerði eiginlega ekkert til, við vorum fyrir löngu búin að fá fyrir peningana okkar. Hér spila þeir félagar Black Night árið 1990 í fínu formi.
22.2.2009 | 01:52
America - Sister Golden Hair (live)
Ein af mínum uppáhalds hljómsveitum í den, America með Sister Golden Hair sem var mjög vinsælt árið 1975. Best of platan þeirra var spiluð í gegn hjá mér á sínum tíma. Tónlist þeirra rann áreynslulaust inn í mann. Fallegur raddaður söngur og sumpart sérkennilegar lagasmíðar voru aðalsmerki þeirra.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson