Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bækurnar um Harry Potter og Biblían eru eins: Skáldskapur

Það er best að biðja hina trúuða bara strax afsökunar á þessari skoðun minni, svo heilagur er þeirra átrúnaður sem byggist samt ekki á neinu nema innrætingarbullinu sem gengið hefur mann fram af manni.

Ríkisstyrktur átrúnaður af þessum toga er tímaskekkja í íslensku samfélagi. Ekki er lengur réttlætanlegt að styðja við dekur- og dellumál með fjáraustri úr sjóðum samfélagsins og rétt að ítreka að stuðning við Þjóðkirkjuna á að leggja niður með öllu.

Það er eðlilegt að gera þá kröfu að allir trúarsöfnuðir og áhangendur þeirra reki sjálfbæra starfsemi.


mbl.is Vatíkanið viðurkennir Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar að sækja um aðild að stækkandi stríðsbatteríi

Þeir sem stjórna því að sækja um aðild að ESB vita ekkert hvað þeir eru að gera. ESB er nefnilega á fleygiferð að þróast í átt að eineltisbandalagi sem ætlar að vinna að því að þvinga aðrar þjóðir til hlýðni við sín mál líkt og hefur gerst í Afganistan og Írak.

Stríðshaukurinn Tony Blair verður yfirforseti Íslands! - Hvað skyldi Ólafur Ragnar segja við því?

Ég held að það sé tímabært að vakna upp úr þessu ESB rugli, ég trúi því ekki að óreyndu að þjóðin sé að sækjast eftir þessu í framhaldi af öllum þvingunaraðgerðunum í kringum Icesave. Kærleik ESB hefur ekki beinlínis verið úðað yfir okkur síðustu misseri eða hvað?


mbl.is Blair forseti ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við borgum ekki það sem við tókum ekki að láni!

Það er með ólíkindum hvernig margir lærðir menn reyna að telja þjóðinni trú um það að hún eigi að borga það sem hún fékk bara alls ekki að láni.

Hvað svo sem líður lagatæknilegum málum stendur eftir að ENGIN SANNGIRNI liggur í því að takast á við þennan risavaxna skuldaklafa. Reynslan hefur líka kennt manni að ef hlutirnir líta illa út í upphafi þá lagast þeir sjaldnast með tímanum heldur versna. 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var að maður gat orðið sammála Davíð!

Heimurinn er ekki svart hvítur og það sýnir sig líka í því að geta verið sammála Davíð nánast í gegnum heilt viðtal þó maður telji hann aðalarkitektinn að efnahagshruninu á Íslandi.

Ég held að Davíð hafi skorað betur nú í þessu viðtali betur en nokkru sinni, laus við taugaveiklunina og grátklökkvann sem oft hefur einkennt viðtölin við hann eftir hrunið.

Ég skal fyrstur viðurkenna að hann stóð sig vel í þessu viðtali þó ég sé langt í frá sáttur við fortíð hans í hrunadansinum.

Steingrímur og Árni Páll gátu ekki selt okkur að Icesave samningurinn væri besta lausnin því Bæði Bjarni og Sigmundur jörðuðu þá og uppgjafartalið þeirra tiltölulega létt.

Ég er að vona svo innilega að tillagan um ríkisábyrgðina á Icesave samninginn verði felld í þinginu. Ef sjónvarpsviðtöl hafa einhver áhrif þá vona ég að þetta hafi fengið mikið áhorf.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna eru skoðanalausir þingmenn eiginlega kosnir?

Ég hef lengi staðið í þeirri trú að fólk væri kosið á Alþingi vegna þess að það hefði skoðanir á þjóðmálum. Ég skil þess vegna alls ekki hvernig það er mögulegt að nú skuli sitja á þingi fólks sem ekki hefur afdráttarlausa skoðun á því hvort við eigum að vara í aðildarviðræður og helst að það hefði þegar gert sér grein fyrir því hvort það vill aðild eða ekki.

Aðildarviðræður munu nefnilega ekki leiða neitt nýtt í ljós. Fólkið sem býður eftir því "að sjá hvað okkur býðst" fær ekkert nýtt eftir aðildarviðræður. Mér er t.d. það alveg ljóst að ESB á eftir að lofa meiru en þeir munu standa við vegna þess að þeir ætla sér að innlima Ísland. Það er því ekkert flókið við þetta dæmi og verður ekki í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn halda ekki orð sín.

Hver er ennþá í vafa um að ESB ætli sér að verða ríki með svipuð eða meiri áhrif en Bandaríkin? Áhrifin sem sóst er eftir eru til að þvinga aðrar þjóðir frekar en að styðja hvern annan innan bandalagsins.

Það er engin kærleikur fólginn í því að mynda bandalög gegn hinum fátækari þjóðum í heiminum. Það er þessi grundvallarhugsun sem gerir mig andsnúinn aðild að ESB. Evrópusambandið er þess vegna bara til þess fallið að tefja fyrir löngu tímabærri heimsvæðingu þar sem öll ríki hafa jafna stöðu.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignir Landsbankans upp í Icesave reikninginn að hverfa

Það er ljóst af þessari síðustu þróun mála að það er alveg með öllu óljóst hversu langt eignir Landsbankans munu duga upp í að borga Icesave reikninginn.

Það er ekki annað hægt en að lýsa því hreinlega yfir að það sé hrein illmennska hjá Steingrími og Jóhönnu að ætla demba 600-1200 milljarða skuldaklafa á þjóðina svo Jóhanna geti smyglað okkur inn í ESB og Steingrímur komist í frí. Ég satt að segja skil ekki dómgreind þeirra að horfa upp á eignir bankans brenna og ætla samt að trúa því að þær dugi. Það er að verða djöfull stutt í brjálið í manni við svona vinnu æðstu valdamanna.

Það er alveg sama hvernig horft er á hin lagalegu rök fyrir því hvað eigi að borga að þá stendur það eftir að þjóðin tók ekki þessi innlán og á því ekki borga þau. Það eru réttlætisrök sem ekki verður hnikað með neinu bulli.

Erlendir dómstólar, eins og þessi spænski. búa til falsrök til að gera okkur málin eins erfið og mögulegt er.

ESB er EKKI kærleiksbandalag, hafi einhver haldið það. Það hefur aldrei gagnast nokkurri þjóð að vera nýlenda og það er beinlínis óhugnanlegt að hér sé fólk við völd sem vill ekki stjórna og getur alls ekki beðið eftir því að selja okkur með landráðasamningi undir Evrópusambandið.


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nægileg vitneskja til að samþykkja Icesave

Svona játningar segja mér að ekki sé stætt á því að afgreiða Icesave.

Aukinheldur hlýtur að fara um venjulegt fólk ef þingmönnum liggur svo á að komast í frí að þeir "rusli" af smámálum eins og það að samþykkja Icesave ríkisábyrgðina og þar með allt að 1200 milljarða króna skuldaklafa á þjóðina og bæta svo við lítilræði við eins og fullveldisafsali með ósk um aðild að ESB.

Mikilvægi þessara mála eru bæði stærri en svo að þingmenn geti kastað til höndum og farið í frí.

Þeim, sem sóttust eftir kosningu á Alþingi, mátti vera ljóst að erfið mál væru framundan en ekki bara mjög þokkaleg laun og 7 mánaða frí eins og verið hefur.


mbl.is Svarar ekki fræðilegum spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin verður auðvitað "nýtt" kúlulán

Enn eru tengingar með þeim hætti að ekki virðist vera hart sótt að þeim bankaeigendum sem eru ábyrgir fyrir hruninu. Enda eru þeir allir vel tengdir í pólitíkina ennþá.

Lausnin blasir við okkur: Þetta verður þaggað niður og þeim verður veitt nýtt kúlulán til 95 ára.


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt andskotans kennitöluflakkið á vegum ríkisins

Þeim sem stjórna fjármálakerfi landsins, bæði fjármálamönnum og stjórnmálamönnum, er algerlega fyrirmunað að fara að lögum í sambandi við gjaldþrot og slit á félögum.

Með því að fara með allan rekstur Sjóvá í nýja kennitölu er enn einn þjófnaðurinn framinn með kennitöluflakki og það eru réttindi sem einstaklingum bjóðast ekki.

Ósvífnin sem í þessu felst er sú að nýju kennitölur bankanna eru, í umboði ríkisins, að eignast allar eigur skuldugs fólks og fyrirtækja án þess að hafa til þess unnið eða að það sé réttlátt á nokkurn hátt.

Það hlýtur að verða gerð uppreisn fljótlega. Hvernig er hægt að ætlast til að borgararnir séu löghlýðnir og þægir þegar ríkið hagar sér eins og stærsti og ljótasti þjófurinn af öllum?

Ég trúi því varla að fólk ætli að taka þessu rugli þegjandi mikið lengur. Eru íslendingar upp til hópa hugsunarlausir fávitar sem hægt er að taka í rassgatið á endalaust?

Ég mæli með því að fólk sleppi því að lesa þennan pistil, svo orðljótur er hann og ætti eiginlega að vera bannaður innan 16 ára.

Og við eigum heldur ekki að borga IceSave í þeirri mynd sem ætlast er til.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan mun fara vel með Gorbachev

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að Gorbi væri alvöru sómamaður, vandaður og góðgjarn. Slíkir menn sitja oft ekki lengi í valdastóli. Hliðstæða hans í Ameríku er t.d. Jimmy Carter, sem var líka eiginlega alltof góður til að vera forseti Bandaríkjanna.

Reagan fær trúlega líka mjög góðan dóm í sögunni. Hann var hins vegar svolítð seinn og treysti undirmönnum sínum um of og þar með full áhrifagjarn til að ná toppárangri sem forseti.

Alltof margir leiðtogar fara í ruslatunnu sögunnar sökum valdagræðgi, ofsóknaræðis, mannvonsku og auragræðgi. Meira að segja íslenskir valdamenn, þar með taldir sumir sem hafa tjáð sig nýlega, fara á botn þessarar stórmerku tunnu ásamt sumum liðónýtum skjólstæðingum sinum sem erfðu hann... að nafninu til.


mbl.is Gorbachev talar enn fyrir eyðingu kjarnorkuvopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband