Enn eitt andskotans kennitöluflakkið á vegum ríkisins

Þeim sem stjórna fjármálakerfi landsins, bæði fjármálamönnum og stjórnmálamönnum, er algerlega fyrirmunað að fara að lögum í sambandi við gjaldþrot og slit á félögum.

Með því að fara með allan rekstur Sjóvá í nýja kennitölu er enn einn þjófnaðurinn framinn með kennitöluflakki og það eru réttindi sem einstaklingum bjóðast ekki.

Ósvífnin sem í þessu felst er sú að nýju kennitölur bankanna eru, í umboði ríkisins, að eignast allar eigur skuldugs fólks og fyrirtækja án þess að hafa til þess unnið eða að það sé réttlátt á nokkurn hátt.

Það hlýtur að verða gerð uppreisn fljótlega. Hvernig er hægt að ætlast til að borgararnir séu löghlýðnir og þægir þegar ríkið hagar sér eins og stærsti og ljótasti þjófurinn af öllum?

Ég trúi því varla að fólk ætli að taka þessu rugli þegjandi mikið lengur. Eru íslendingar upp til hópa hugsunarlausir fávitar sem hægt er að taka í rassgatið á endalaust?

Ég mæli með því að fólk sleppi því að lesa þennan pistil, svo orðljótur er hann og ætti eiginlega að vera bannaður innan 16 ára.

Og við eigum heldur ekki að borga IceSave í þeirri mynd sem ætlast er til.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki einn snillingurinn kosinn á þing? Hann er nú á launum hjá okkur og finnst BB það allt í hinu fína (enda var þetta jú allt löglegt, þótt það hafi kannski verið dultið siðlaust).

Pétur (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eru íslendingar upp til hópa hugsunarlausir fávitar sem hægt er að taka í rassgatið á endalaust?

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Eru íslendingar upp til hópa hugsunarlausir fávitar sem hægt er að taka í rassgatið endalaust? já.  Menn bíða líka núna eftir þessum eða þeim sem fær kast og fer með fullan poka af skotfærum niður í bæ og "hreinsar" dálítið til. Já og enginn stjórnmálaflokkur á landinu hefur hingað til þorað að gangast í lið við fólkið til að losna undan þessu oki. Það eru svona orð sem ekki áður hafa heyrst í landinu okkar friðsamlega.    

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 8.7.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Sigurjón

Ég fæ ekki skilið hvers vegna Sjóvá mátti ekki barasta fara á hausinn, úr því sem komið var.  Hvaða leyfi hafa stjórnvöld til að bjarga einu fyrirtæki, en ekki öðru?

Byltingu strax!

Sigurjón, 9.7.2009 kl. 02:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband