Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mannlegur breyskleiki ekki tekinn með í reikninginn

Það er að renna upp fyrir manni smám saman að fyrirsögnin hér að ofan er orsökin fyrir því að pólitískar stefnur hafa ekki gengið upp. Ennþá.

Það er ljóst að hinn eilífi vandræðagangur við að koma upp hinni einu sönnu stefnu við rekstur samfélags steitir á skerjum þeirra mannlegu galla sem við berum öll í mismiklum mæli.

Valdafíkn, peningagræðgi, stjórnuarárátta, fullkomnunarárátta, hefnigirni, einelti, kynþáttafordómar, skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir greindarskorti annarra og fleiri flóknir mannlegir þættir hafa í gegnum tíðina spillt fyrir annars fullkomlega skipulögðum stjórnmálastefnum, kommúnisma, kapítalisma, félagshyggju eða hverju sem þetta kallast allt saman.

Það ætti því að vera næsta verkefni okkar að fara að viðurkenna mannlega galla, ekki bara sem hluta af tilverunni, heldur sem mikilvægum þætti í að koma upp stjórnkerfi sem tekur tillit til þeirra atriða sem hafa hingað til spillt möguleikum okkar til að þróa gott og réttlátt samfélag.


Rikisfjölmiðillinn má alveg vera óhlutdrægari en þetta

Ég tel að mjög margir hlýði á ræður forsætisráðherra á gamlaárskvöldi og forsetans á nýársdag. Það er yfirleitt ekki mikið í þessum ræðum annað en að tala hlýlega og uppörvandi til þjóðarinnar og guma af afrekum liðins árs.

Hefðbundið hefur Morgunblaðið verið litað Sjálfstæðisflokknum eiginlega allar götur frá stofnun og fólk oftast sætt sig við það. En nú er hægt að gera aðrar kröfur til þessa miðils því hann er í raun orðinn ríkisfjölmiðill vegna þess að honum er beinlínis haldið á floti af ríkisbankanum nýja Glitni.

Með þetta í huga er athyglisvert að sjá hvernig Mogginn fjallar annars vegar um ræðu forsætisráðherrans í Sjálfstæðisflokknum og forsetans úr gamla Alþýðuandalaginu.

Geir Haarde fær 1046 orða grein um ræðu sína og tilvitnun í hana á meðan forsetinn fær 101 orð. Pólitískt er hægt að rífast endalaust um það hvor ræðan er betri eða bitastæðari en Morgunblaðið fær falleinkunn fyrir það hversu mjög hann litast af því að stjórnast af ónýtum pótintátum Sjálfstæðisflokksins. Mogganum er beinlínis í mun að láta sjá að hann fyrirlítur forsetann eins og aðrir Sjálfstæðismenn.

Stór hluti ræðu Geirs í gærkvöldi fór í að stilla sér upp við hlið Guðs, látna biskupsins og silfurliðsins úr handboltanum. Sorrý Geir, þetta er bara sorglegt PR múv! (Kristján, þetta er vond fjölmiðlaráðgjöf hjá þér!).

Ég hef aldrei kosið forsetann, ég hef hins vegar oft kosið Geir þó það sé eftirsjá í því núna. 


mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdníðslan er hjá ríkisstjórninni ekki mótmælendum

Það er enginn efi í mínum huga að þessi ríkisstjórn fær engan vinnufrið hér eftir. Ég hitti engan lengur sem vill þessa stjórn áfram við völd. Ef hún hættir ekki með góðu, verður það gert með mótmælum þangað til þau duga. Ríkisstjórnin er löngu búin að missa allt traust og situr gegn betri vitund um umboð sitt. Það er bara valdarán.

Því fyrr sem hún boðar til nýrra kosninga verður hægt að byrja raunverulegt uppbyggingarstarf á þessu landi. Staðan er núna sú að Davíð Oddsson deilir út láninu frá IMF til einkavinanna til að moka yfir og fela götin eftir græðgisvæðingu undanfarinna ára.

Eiginlega ættum við frekar að vera hissa á því að ekki sé löngu soðið upp úr öllum pottum hér á landi.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt dæmi um stórmennskubrjálæðið

Það er af og frá að haldið verði áfram með þetta á kostnað almennings. Þetta hlýtur að vera fyrsta framkvæmdin sem víkur. Sem áhugamaður um tónlist fannst mér þessi hugmynd arfavitlaus og óhóflega dýr frá upphafi. Bruðl með rúma 14 milljarða sem enginn átti.

Sumum finnst að þetta megi vera opinn drullupyttur í miðborginni okkur til áminningar um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að haga sér með almannafé.

Það er líklega fljótlegast að setja upp ógagnsæja girðingu þarna og mála á það hús eða auglýsingar og fara síðan í hugmyndavinnu með hvaða hætti þetta dæmalausa bruðlhús verði saltað eða selt.


mbl.is Húsið bíður óklárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvað getum við selt Ísland?

Það verður erfitt verk fyrir okkur sem viljum áfram sjálfstætt Ísland að verja það.

Það er deginum ljósara þegar stjórnmálaflokkur sem sérstaklega var stofnaður til þess, árið 1929 og ég studdi lengst af, telur það í lagi að gæla við sjálfstæðisafsal. Raunar tel ég það einkennandi fyrir þann lurðuhátt sem einkennir núverandi forsætisráðherra sem aðgerðar- og sinnulaus og spilltur hefur fylgst með sínum meðreiðarsveinum og einkavinum maka krókinn í ógeðslegustu spillingu síðustu ára. Nafnið Sjálfstæðisflokkurinn stefnir með þessu í að verða hlægilegt öfugmæli og lítilsvirðing við þá sem unnu að þessum markmiðum.

ESB aðild mun ekki færa þessari þjóð neina hamingju. Hún mun í mesta lagi færa okkur það að þurfa að hefja aftur sjálfstæðisbaráttu sem tók ekki nema 682 ár síðast að vinna!

ESB er ekki ríkjasamband frjálsra ríkja. Það er stöðugt í breytingum og þróun í átt að því að verða bandaríki Evrópu þar sem úrsögn yrði bara svarað með borgarastríði. Það er líka komið á daginn að ESB tekur ekki NEI sem gott og gilt svar. Svo skal haldið áfram að kjósa aftur og aftur þar til sambandið fær rétt svar. Þetta er margreynt í allri Evrópu. ESB notar óhikað alla fjármuni og meðöl sem þarf til að fá sínu fram. Þess vegna verður vörn sjálfstæðis Íslands mjög erfið.

ESB er eineltisklúbbur 27 ríkja sem ekki hafa það að markmiði að bæta heiminn, bara Evrópu. Þeir loka á frjáls viðskipti við þriðja heiminn og sjá til þess að halda þeim áfram í fátækt. Íslendingar eiga að sýna öllum heiminum vinsemd í því að bæta líf allra íbúa hans með því að taka þátt í störfum SÞ og nota þann vettvang til framfara á jörðinni. ESB getur aldrei orðið annað en leiðinlegt lokað og óþarfa millistig í þeirri viðleitni. Hér á að vera meiri framsýni.

Þegar öllu verðu á botninn hvolft verður kosið um áframhaldandi sjálfstæði annars vegar og hins vegar um það fyrir hversu hátt verð Ísland er falt kommissörum í Brussel.


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétta leiðin til að þæfa og kæfa málin.

Þessi nefnd mun aldrei komast að því hversu gerræðislega Davíð Oddsson leiddi fall bankanna með dæmalausu hatri sínu og einelti gagnvart Jóni Ásgeiri. Á rúmri viku kom hann öllu á hvolf með samþykki Geirs H. Haarde sem stimplaði vitleysuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, enda vanur að hlýða Davíð í einu og öllu.

Það þarf enga rannsóknarnefnd til að skilja ofangreint. Þess vegna segir maður óhikað að nefndarskipan þessi er lélegt yfirklór til að þæfa málið til ónýtis og tryggja að þeir verði aldrei dregnir til ábyrgðar. Nefndin fær heilt ár til að rannsaka það sem Davíð og Geir framkvæmdu í hugsunarleysi á 4 dögum. Eftir þann tíma verður málinu frestað um óákveðna alla nánustu framtíð.


mbl.is Rannsóknarnefndin fullskipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemst hún inn bakdyramegin vegna spillingar?

Það er engin efi í mínum huga að Caroline Kennedy á ekkert erindi sem öldungardeildarþingmaður.

Hún á ekkert tilkall til þess í krafti hæfileika eða dugs til verka, því hún hefur aldrei unnið neitt utan heimilis. Þetta er einföld húsmóðir, reynslulaus með öllu í því sem viðkemur stjórnmálum.

Verði hún öldungardeildarþingmaður í stað Hillary Clinton verður það eingöngu byggt á ættartengslum í líkingu við gamalt kóngaveldi.

Ég trúi því reyndar ekki að óreyndu að hún fái þetta embætti, ríkisstjóri New York gæti aldrei þvegið þá vitleysu af sér.


mbl.is Caroline Kennedy gagnrýnd fyrir viðtöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafðist kosningar út á trausta efnahagsstjórn - en hvað nú?

Hann býr við það einstaka ólán að vera uppalin undirlægja mesta efnahagsskaðvalds og einræðisfrekjudalls sem þessi þjóð hefur alið.

Þessi brjóstumkennanlegi forsætisráðherra krafðist þess að vera kosinn út á trausta efnahagsstjórn. Þessi sami maður sér ekki núna rök þorra almennings fyrir því að hætta þegar hreinlega allt er komið á hausinn.

Mín tilfinning er sú að hann fær ekki að hætta. Honum er uppálagt að bjarga einkavinunum áður en nokkur völd eru gefin eftir. Lánið frá IMF er notað til þess í umsjá gamla einræðisherrans. 

Hvenær, ef ekki núna, eiga þessir menn að hætta?
mbl.is Kviknakinn Geir og gullspilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Jóns Ásgeirs er bæði hófstillt og trúverðug

Ég hef ekki ennþá fundið hjá mér sérstaka þörf til að telja Jón Ásgeir óheiðarlegan í viðskiptum, hann segist sjálfur vera harðdrægur, en það er í sjálfu sér ekki lögbrot. Ég ætla heldur ekki að veita honum sérstakan heiðarleikastimpil sem ég veit bara ekkert um.

Ríkinu hefur heldur ekki tekist að gera hann að neinum sérstökum glæpamanni eftir 6 ára eltingarleik. Miðað við umfang rannsóknarinnar og kostnað er ríkið að stórtapa á þessu ofsóknum og hefur ekkert upp úr þessu dæmalausa einelti. Miðað við umfang viðskipta hans er uppskeran algjör tittlingaskítur. Misskiljið mig ekki, ég er samt viss um að aðrir auðmenn en hann verði uppvísir að ljótari glæpum þegar upp verður staðið.

Óvildin í garð þessa eina manns af hendi seðlabankastjórans, ríkjandi yfirformanns Sjálfstæðisflokksins, er megin orsök hins séríslenska bankahruns. Þótt efnahagslífið og bankarnir hafi verið veikir var óþarfi að hrinda öllu um koll með því dæmalausa offorsi sem Davíð Oddsson gerði á 4 dögum. Hann, upp á sitt eindæmi, er stærsta einstaka meinið í þessu öllu saman. Það þarf enga rannsóknarnefnd þingsins til að þetta sé flestum ljóst sem fylgjast með.

Það sem kemur mér mest á óvart við lestur greinar Jóns Ásgeirs, er hvað hann er hófstilltur í garð Davíðs Oddssonar, hreint með ólíkindum.

Reiði fólks er skiljanleg, en hún er að mínu mati oft í röngum farvegi. Hún á fyrst að beinast gegn ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Þegar búið er að skipta þessu liði út er fyrst hægt að skoða útrásarvíkingana með eðlilegum hætti og draga þá til ábyrgðar sem þar hafa brotið af sér.

Núverandi stjórn stendur nefnilega vörð um alla nema boðflennuna í einkavinavæðingarpartýi Davíðs.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin vill helst ekki finna neitt!

Það ætti flestum að vera ljóst fyrir löngu að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í því að koma réttlætinu yfir einn eða neinn. Þeir sem fengu bankana voru nefnilega þóknanlegir einkavinir og ef eitthvað finnst misjafnt hjá þeim, þá er eins líklegt að þeir fari að syngja um ráðamennina á móti.

Þetta er að sjálfsögðu stóra ástæðan fyrir því að stjórnin situr öll ennþá þrátt fyrir allt hrunið og bankamennirnir gera það meira og minna líka.

Það á ekki að skoða neitt of vandlega - Það gagnast nefnilega ekkert þeim sem ráða ríkjum. 


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265878

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband