20.4.2009 | 07:40
Hvernig ætlast menn til siðbótar í viðskiptum ef ríkið er óheiðarlegt?
Frá fyrsta degi vissi ég að neyðarlögin sem Alþingi setti voru óheiðarleg. Þau voru upphafið að kennitöluflakki bankanna undir stjórn ríkisins. Með neyðarlögunum var öllum góðum viðskiptasiðvenjum kippt úr sambandi og meira að segja var bannað með lögum að lögsækja bankana næstu tvo árin. Það er með ólíkindum en stjórnarandstaðan var þvinguð til að samþykkja lagasetninguna og þess vegna hefur ekki heyrst styggðaryrði frá núverandi stjórnarflokkum um þennan dæmalausa gjörning.
Það má því segja að ríkið hafi innleitt nýja viðskiptahætti. Það sem áður var bara subbulegt kennitöluflakk veitingahúsa hér áður fyrr er nú staðlaður viðskiptamáti hjá ríkinu í gegnum bankakerfið sem þeir stálu með húð og því hári sem þeir vildu. Annað skildu þeir eftir í höndum skilanefndarmanna sem hver um sig hefur 3 milljónir á mánuði fyrir að skúra yfir óhæfuverk ríkisins. Ég held að fólki sé smám saman að verða ljóst hvernig þeir haga þessum málum.
Forstjori Pennans kemur út úr þessari frétt gersamlega siðlaus. Það á að moka einhverri dúsu ofan í þá sem eru álitlegir birgjar og láta hina éta það sem úti frýs. Hér er klár mismunun á ferð. Forstjóri Pennans er þarna að brjóta lög og mismuna kröfuhöfum og það er með ólíkindum að hann beinlínis játi þetta í blaðaviðtali. Þvílík heimska!
Kröfuhafar Pennans segja farir sínar ekki sléttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook
19.4.2009 | 18:50
VG og Borgarahreyfingin eina leiðin til að senda íhaldinu skýr skilaboð
Sem landlaus maður í pólitík er ég kominn á þá skoðun að þeir sem vilja senda Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð í næstu kosningum geti bara kosið Vinstri græna eða Borgarahreyfinguna. En hvers vegna er það?
Sem ævilangur Sjálfstæðismaður til haustsins 2006 ákvað ég að refsa íhaldinu með því að kjósa Samfylkinguna út á loforð þeirra um að vera andstæður póll við þá. Mér til mikillar armæðu og kaldhæðni við atkvæði mitt fór Samfylkingin í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta þýddi einfaldlega að mér fannst Samfylkingin gera grín að atkvæði mínu og saurga með þessu. Mér fannst mér þess vegna pólitískt nauðgað með þessu framferði þeirra
Eini flokkurinn sem lofar því að fara ekki í stjórn með íhaldinu eru vinstri grænir. Þrátt fyrir óþolandi femínisma og umhverfishelgislepju ætla ég að horfa framhjá þeim ókostum að þessu sinni í skiptum fyrir meiri pólitískan heiðarleika á öðrum sviðum. Mér hugnast nefnilega almennt störfin þeirra Steingríms Joð og Katrínar Júlíusdóttur. Staðan er því þannig í dag að líklegast er gamli hægri- og einkaframtakskratinn úr íhaldinu að ganga alveg yfir götuna að þessu sinni og kjósi VG. Dauðasök íhaldsins er nú eins og vorið 2007: Spilling, einkavinavæðing, mútuþægni, yfirhylming, lygi og upphafning á þjófum til starfa.
Borgarahreyfinguna kynnti ég mér sérstaklega. Þar er skammtíma hugsjónamennska á ferð en engin alvöru stjórnmál. Það er nokkurn veginn útilokað að ég muni kjósa stefnulausa og einnota stjórnmálamenn sem einnota kjósandi að þessu sinni. Borgarahreyfingin er bara pappírsþurrka þegar þörf er á tusku hið minnsta. Stjórnlagabreytingar sem eru eina málið þeirra var nefnilega drepið í lok síðasta þings.
Lýðræðishreyfing Ástþórs er hreinræktað grín fyrir þá sem vilja fíflast með atkvæði sitt.
Sjálfstæðismenn sem ekki þola vinstri græna ættu því óhikað að kjósa Borgarahreyfinguna fremur en að skila auðu eða gera ógilt. Þú sendir engin skilaboð með dauðu atkvæði, mundu það!
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 18:32
Er milljarðamæringurinn að splæsa í súpu fyrir fátæklingana?
Ég skil ekki ennþá hvernig Framsóknarmönnum datt í hug að velja Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem formann flokksins.
Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að milljarðamæringur sé besti og trúverðugasti kosturinn fyrir þjóð þar sem fátækt og atvinnuleysi fer vaxandi?
Ég held stundum að fólki sé ekki sjálfrátt þegar stjórnmálaflokkar eru annars vegar. Samlíkingin við einhvers konar öfgatrúfélög kemur óhjákvæmilega upp í hugann þegar hin blinda tryggð við flokkana er skoðuð.
Kosningakjötsúpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er þetta Bjarni? Er ekki í lagi að Guðlaugur Þór opinberi fjármál sín í kringum prófkjör og kosningar? Hann er í framboði til opinbers embættis og ætti því að þola skoðun.
Sem EKKI-frambjóðandi vil ég gjarnan vita hvort Guðlaugi Þór sé treystandi sem heiðarlegum stjórnmálamanni vegna þess að mér finnast nægar vísbendingar í þá veru að ekki sé allt sem þoli dagsljósið hjá honum.
Það eru því fleiri en mótframbjóðendur sem viilja sjá afkastamestu auglýsendurna meðal frambjóðenda opinbera það hvernig þeir hafa fjármagnað það sem kosta ætti milljónatugi í kosningabaráttu í prófkjörum.
Enn ósamið um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 18:09
Brjóstumkennanleg vörn hjá Þorgerði Katrínu "nýja forystumanninum"
Þorgerður Katrín er brjóstumkennanleg í þessari vörn. Tafsar út og suður með smjörklípum og ásökunum á aðra og notar síðan pólitískt útúrsnúningakjaftæði til að losna frá beinu umræðunni um óheilindin.
Að snúa því upp á Svandísi að hún sé nánast í rógburði þegar óskað er eftir vitneskju um fjármögnun Guðlaugs Þórs og fleiri á fokdýrri kosningabaráttu þeirra er of gegnsætt hjá henni til að sannfæra nokkurn mann. Það eru miklu fleiri en Svandís forvitin um það hvernig Guðlaugur Þór fjármagnaði auglýsingarnar og einnig hvernig hann og frúinn fengu og fjármögnuðu besta bitann í nýbyggingu ÍAV við Glæsibæ.
Hér hafa engar ásakanir verið bornar fram. Það er einfaldlega óskað eftir því að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum vegna rökstudds gruns um að þeir hafi haft rangt við og misnotað sér aðstöðu sína. Allar varnirnar hingað til eru ótrúverðugar svo vægt sé til orða tekið.
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 08:00
Hér talar maður sem upphafði dæmda þjófinn inn á þing
Það er með ólíkindum að lesa Björn Bjarnason. Maðurinn sem talar um heiður og virðingu beitti sér séstaklega fyrir því með talsverðum brögðum og misnotkun á handhafavaldi forseta Íslands til að koma dæmdum þjófi á aftur þing. Það sem Björn kallar heiður og virðing er eitthvað sem þeir Sjálfstæðismenn ástunda stundum en ekki alltaf!
Sem uppalinn Sjálfstæðismaður gekk ég út af þessum spillta söfnuði haustið 2006. Ég get því alveg skilið gremju og óánægju þeirra alvöru heiðvirðu Sjálfstæðismanna sem horfa nú upp á ljóta sannleikann um forystu flokksins.
Það er ekki létt verk að gera upp við sig að stjórnmálaskoðun þín og sannfæring sé troðin í skítinn af spilltu skítapakki sem hefur olnbogað sér á toppinn með bellibrögðum, spilltum tengslum og erfðum. Það er mjög erfitt að sætta sig við að tryggð og ævilangur stuðningur hafi verið svívirtur með þessum hætti
Venjulegt fólk á enga samleið með þessu óheiðarlega og lygna pakki og þess vegna er réttast í stöðunni að urða þennan stjórnmálaflokk eins og hvert annað útrunnið rusl.
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook
12.4.2009 | 21:33
Fleetwood Mac - Little lies
Gott ef það er ekki hið fullkomna tilefni núna fyrir þetta lag. Hver er að ljúga? Þetta flotta lag með Fleetwood Mac var gefið út árið 1987.
12.4.2009 | 21:26
Bjarni Benediktsson fallinn á fyrsta prófinu
Það er eins og þessi drengir hjá íhaldinu viti alls ekki hvenær þeir eigi eiginlega að hætta að ljúga hver um annan þverann.
Annar eins farsi hefur ekki sést í pólitíkinni lengi. Þetta hlýtur að vera orðinn einn risastór bjánahrollur fyrir þá Sjálfstæðismenn sem ennþá telja sig til félaga í þessum FL-okki.
Farið nú að hlífa okkur hinum við þessari endalausu lygaþvælu og gera sjálfum ykkur þann greiða að þegja þangað til þið getið sagt eitthvað sem hægt er að leggja trúnað á.
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook
12.4.2009 | 17:53
Alltaf heita glæpirnir "Mistök"!
Þetta fara nú að verða fjandi þreyttar mótbárur. "Mistök" er orðið sem siðblindu glæpamennirnir nota þegar þeir eru gómaðir. Horfa BLÁeygir framan í þig og trúa jafnvel bullinu úr sér með allt niðrum sig og skítinn upp á bak.
Það verður gaman að sjá hversu margir munu fylgja þessu handónýta flokkskrifli í kjörklefunum í næstu kosningum. Þá fáum við ágætis mælingu á það hversu margir umbera svona siðblindu og pólitíska glæpi.
Augljós mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 22:00
Telur Mogginn þá að þessu máli sé þar með lokið?
Aldrei hefur það farið á milli mála að Morgunblaðið gengur erinda Sjálfstæðisflokksins af mikilli trúmennsku. Nýjasta dæmið er náttúrulega að milljarða skuldir voru skúraðar af fyrirtækinu og það selt nýjum eigendum, og jú, mikið rétt: gegnheilum skósveinum og fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins.
Mér finnst fyrirsögn þessarar fréttar eigi að segja okkur meðalvitleysingunum að nú sé þetta mál bara búið og FL-okkurinn geti nú snúið sér að alvöru kosningamálum, eins og maðurinn með "laug" í nafninu sínu sagði í öðru fréttaviðtali sem ég heyrði í dag.
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 20:46
Örvæntingarfull uppáskrift eða...
Það er varla til sá maður sem ég myndi gefa svona afdráttarlaust heilbrigðisvottorð. Jafnvel ekki þótt um sé að ræða fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Samt virðist hann eiga eitthvað inni hjá þessum "formönnum" að geta innkallað svona "greiða".
Mér sýnist að Guðlaugur Þór sé á útleið úr pólitík... kicking and screaming!
Lýsa stuðningi við Guðlaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 20:29
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geri grein fyrir sínum fjármálum
Eftir ævilangan stuðning við Sjálfstæðisflokkinn til 35 ára sagði ég mig úr flokknum haustið 2006. Fékk ógeð á spillingu, einkavinavæðingu og síðast en ekki síst því óbragði sem fylgdi því að forysta flokksins beitti sérstökum brögðum til að gera dæmdum þjófi kleift að bjóða sig fram fyrr en hann á rétt til skv. lögum. Hann var bara hvítþveginn af handhöfum forsetavalds.
Oft hefur manni blöskrað mikil fjárráð sumra frambjóðenda íhaldsins og er maður í sumum tilvikum sannfærður um að auglýsinga- og kynningakostnaður sumra slagi mjög hátt í launin fyrir embættið.
Sérstaklega hefur mér þótt Guðlaugur Þór stórtækur og þá rifjast upp fyrir mér að ÍAV (Íslenskir aðalverktakar - fyrirtæki sem var selt ólöglega úr rikiseigu) fengu að byggja á lóð við Glæsibæ og fengu Guðlaugur Þór og frú besta bitann úr því húsnæði. Samt er ÍAV ekki á lista yfir stærstu styrktaraðila FL-okksins. Nú langar mig að spyrja beint út: Fékk Guðlaugur Þór styrk eða ívilnun vegna húsnæðisins í Glæsibæ? Eiginlega má gera þá sjálfsögðu kröfu á Guðlaug Þór að hann opinberi fjármál sín, enda er hann jú í opinberri þjónustu. Hann á að þola slíka skoðun.
Aðrir frambjóðendur FL-okksins mega líka gera grein fyrir sínum málum og einkanlega "nýi" formaðurinn Bjarni Benediktsson (með olíusamráðið óuppgert í vasanum) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er hluti af margnefndri "nýrri forystu" Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt má kalla nýtt nú til dags!
Svona nú sjallar, upp með bókhaldið! Vekið á ykkur "nýtt" traust fyrir kosningarnar!
Þingflokkurinn á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook
10.4.2009 | 00:15
Bankið bara strax upp á á Litla-Hrauni
Margrét Frímannsdóttir hefði líklega ekkert á móti því að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins í geymslu á Litla-Hrauni. Hver lygin rekur nú aðra í þessu batteríi. Bjarni Benediktsson virðist líka halda að honum takist að blaðra sig út úr þessu erki klúðri.
Hafi Geir tekið við 55 milljónum má öllum vera ljóst að öll forysta flokksins tók þátt í að eyða þessu og eru þar með samsekir í þessu dæmalausa spillingarmáli sem er reyndar bara létt viðbót við önnur óþverramál, einkavinavæðingu og þá græðgi sem einkennt hefur allt starf Sjálfstæðisflokksins síðustu árin.
Ennþá aumkunarverðara er að fylgjast með þessu fólki reyna að klóra yfir þetta með alls kyns yfirlýsingum og smjörklipum. Það er bara einföld lausn á þessu máli: Leggið Sjálfstæðisflokkinn niður, hann er gegnrotinn, ónýtur, súr, myglaður og kominn langt fram yfir síðasta neysludag.
Ólyktin hverfur ekki fyrr en búið er að sturta honum í klósettið.
Ekki kjörnir fulltrúar flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 08:30
Flokkurinn á enga sjóði til að borga þetta út - Hvern á að slá núna?
Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar þessa lands fái hundruð milljóna úr vösum almennings til að viðhalda völdum sínum þá eru þeir allir á hausnum. Sjálfstæðisflokkurinn á engar 55 milljónir í sjóði nema að það sé ríkisframlagið.
Finnst fólki eðlilegt að það haldi áfram að borga flokknum úr sameiginlegum og mjög ört rýrnandi sjóði landsmanna til að halda lífinu í flokki sem er ónýtur á alla lund og ber mesta ábyrgð séríslenska efnahagshruninu?
Það væri löngu búið að draga fram handjárnin í þessu landi ef ekki væri sú grátlega staða að íhaldið hefur ráðið öllu með stöðuveitingar í öllu dómskerfinu, frá götulöggum og upp í hæstaréttardómara. Það verður ekki blakað við neinum frekar enn fyrri daginn. Hversu langt skyldi vera í það að stjórnendur íhaldsins fara að upplýsa þjóðina um það hver þeirra sé spilltastur? Það trúir því enginn, að Geir Haarde hafi einn vitað um þessi óþverramál flokksins.
Búsáhaldabyltingin verður metin sem létt æfing fyrir þann gríðarlega óróa sem nú stefnir í næstu mánuði. Vandræði þessarar þjóðar eru varla byrjuð, trúið mér!
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook
8.4.2009 | 23:13
Spillingin hefur enginn áhrif á hörðustu stuðningsmennina
Það er alveg sama hvað topparnir hjá þessum flokki gera. Hörðustu stuðningsmennirnir kjósa þetta eins og trúflokk og öll skítamálin eru bara einhverjum öðrum að kenna.
Nýi formaðurinn kemur ferskur inn með olíusamráðið óuppgert í farteskinu.
Miðað við skítinn sem þessi flokkur hefur nú sullað langt upp á bak verður afar fróðlegt, AFAR FRÓÐLEGT, að sjá hversu margir munu í uppsöfnuðu hugsunarleysi kjósa þennan dæmalausa söfnuð.
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson