VG og Borgarahreyfingin eina leiðin til að senda íhaldinu skýr skilaboð

Sem landlaus maður í pólitík er ég kominn á þá skoðun að þeir sem vilja senda Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð í næstu kosningum geti bara kosið Vinstri græna eða Borgarahreyfinguna.  En hvers vegna er það?

Sem ævilangur Sjálfstæðismaður til haustsins 2006 ákvað ég að refsa íhaldinu með því að kjósa Samfylkinguna út á loforð þeirra um að vera andstæður póll við þá. Mér til mikillar armæðu og kaldhæðni við atkvæði mitt fór Samfylkingin í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta þýddi einfaldlega að mér fannst Samfylkingin gera grín að atkvæði mínu og saurga með þessu. Mér fannst mér þess vegna pólitískt nauðgað með þessu framferði þeirra

Eini flokkurinn sem lofar því að fara ekki í stjórn með íhaldinu eru vinstri grænir. Þrátt fyrir óþolandi femínisma og umhverfishelgislepju ætla ég að horfa framhjá þeim ókostum að þessu sinni í skiptum fyrir meiri pólitískan heiðarleika á öðrum sviðum. Mér hugnast nefnilega almennt störfin þeirra Steingríms Joð og Katrínar Júlíusdóttur. Staðan er því þannig í dag að líklegast er gamli hægri- og einkaframtakskratinn úr íhaldinu að ganga alveg yfir götuna að þessu sinni og kjósi VG. Dauðasök íhaldsins er nú eins og vorið 2007: Spilling, einkavinavæðing, mútuþægni, yfirhylming, lygi og upphafning á þjófum til starfa.

Borgarahreyfinguna kynnti ég mér sérstaklega. Þar er skammtíma hugsjónamennska á ferð en engin alvöru stjórnmál. Það er nokkurn veginn útilokað að ég muni kjósa stefnulausa og einnota stjórnmálamenn sem einnota kjósandi að þessu sinni. Borgarahreyfingin er bara pappírsþurrka þegar þörf er á tusku hið minnsta. Stjórnlagabreytingar sem eru eina málið þeirra var nefnilega drepið í lok síðasta þings.

Lýðræðishreyfing Ástþórs er hreinræktað grín fyrir þá sem vilja fíflast með atkvæði sitt.

Sjálfstæðismenn sem ekki þola vinstri græna ættu því óhikað að kjósa Borgarahreyfinguna fremur en að skila auðu eða gera ógilt. Þú sendir engin skilaboð með dauðu atkvæði, mundu það!


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Ég ætla að gefa Borgarahreyfingunni tækifæri og ljá þeim mitt atkvæði.  Ég nefnilega get ekki verið sammála of mörgu hjá VG...

Sigurjón, 19.4.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þá er Borgarahreyfingin mun skárri kostur en VG. Hinsvegar þekki ég nokkra fyrrum Samfylkingarmenn sem ætla að kjósa Sjallana til að senda sínum gamla flokki skýr skilaboð.

Ég ætlaði að kjósa Bjarna Harðar. Djövullins.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 00:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband