Er milljarðamæringurinn að splæsa í súpu fyrir fátæklingana?

Ég skil ekki ennþá hvernig Framsóknarmönnum datt í hug að velja Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem formann flokksins.

Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að milljarðamæringur sé besti og trúverðugasti kosturinn fyrir þjóð þar sem fátækt og atvinnuleysi fer vaxandi?

Ég held stundum að fólki sé ekki sjálfrátt þegar stjórnmálaflokkar eru annars vegar. Samlíkingin við einhvers konar öfgatrúfélög kemur óhjákvæmilega upp í hugann þegar hin blinda tryggð við flokkana er skoðuð.


mbl.is Kosningakjötsúpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega er mikið ruglið í fólki eins og þér Haukur Nikulásson þú bara bullar eitthvað án þess að vita nokkuð hvað þú ert að segja. Sigmundur er enginn milljarðamæringur heldur maður sem er nýkominn frá námi og á lítið eins og fram kom á yfirliti sem hann hefur birt yfir eignir sínar. Mér finnst miður að kosningabarátta sé reki með dylgjum og ósannsögli eins og þú gerir Haukur. Þú ert einn af þessum ómerkilegu bloggurum sem eru fyrst og fremst ómálefnalegir sefberar.

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Heiða, bar yfirlitið hans með sér stöðu hans sem sonar og eiginmanns?

Haukur Nikulásson, 19.4.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Haukur, hefur þú tekið fjárnám í eigum foreldra þinna? Þú í það minnsta virðist telja meintar eigur föður Sigmundar sem hans eigin.

Hvernig væri að sýna málefnunum áhuga í stað þessarar endalausu vænisýki. Legg til að þú kíkir aðeins út fyrir hússins dyr og andir að þér ferska loftinu því að lífið er gott, það þarf ekki að vera svona mikið svartnætti eins og þú hefur augljóslega skapað í höfðinu á þér.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 19.4.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það þarf ekki að anda lengi til að vera viss um að Framsóknarflokkurinn með helmingaskiptum við íhaldið í botnlausri spillingu undanfarinna ára á sannarlega líka að vera í fríi frá landsstjórninni.

Það er með ólíkindum hvað "ríkir" frambjóðendur eru pólitískt sexý hjá sumum. Ég get fullvissað þá sömu að ekkert af þeirra peningum færist yfir á þá. Því miður.

Þar sem ég er fyllilega sammála Frömmurum í því að leiðrétta skuldirnar, þá er það eyðilagt í mínum huga með nýja formanninum sem er með sambærilega silfurskeið og nýi formaður íhaldsins. Báðir eru þeir bara erindrekar pabba sinna. Maður er ekki fæddur í gær. Það hlýtur að koma að því að fólk sjái í gegnum það hvernig hlutirnir erfast í báðum þessum flokkum.

Haukur Nikulásson, 19.4.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu Halldór, ég gleymdi að nefna að vænisýkin í þessum tilvikum hefði gjarnan mátt vera meiri. Kannski hefði hún forðað okkur frá okkar séríslensku efnahagsvandamálum sem íhaldið og frammararnir skópu með útdeilingu ríkiseigna til einavina og afnámi velsæmis í viðskiptum og eftirliti.

Haukur Nikulásson, 19.4.2009 kl. 21:33

6 Smámynd: Eggert Karlsson

Á Nikulásar soninn sorinn  leitar

sannleikurinn á þar ekkert val

þursinn honum  þráfalltlega neitar

því  skítkastið er það sem koma skal 

Eggert Karlsson, 19.4.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Birta kveðskap klárir menn

og kátir geta spaugað.

Með fúla fortíð er bundið enn

fyrir blinda augað.

Haukur Nikulásson, 19.4.2009 kl. 21:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 264915

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband