Jóhanna og Steingrímur þurfa sérfræðiaðstoð

Kosningarnar eru varla fyrr liðnar en að manni verður það strax ljóst að það fylgja því ekki miklir kostir á þjóðhagslega vísu að stjórnmálamenn séu heiðarlegir ef þeir kunna ekkert til verka.

Nýju stjórnendurnir eru ekki vel að sér í fjármálum það er manni strax ljóst. Mér brá mjög fyrir nokkrum vikum þegar þau afsögðu það bæði með öllu að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja vegna stórfellds forsendubrests. Svikamyllan með stýrivexti vegna jökla- og krónubréfa er ekki bara endalaus baggi heldur eiga heimilin að bera allan kostnað að auki við að halda ríkissjóði á floti.

Það dettur greinilega engum í hug að búa til fjárhagsmódel fyrir þau til að þau geti séð hvernig svona skattabreytingar hafa víðtæk áhrif í allar áttir, flestum til aukinna fjárhagslegra byrða.

Eins og ég hef oft sagt áður, þá mun óheiðarleiki ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu við setningu neyðarlaganna s.l. haust elta okkur inn í allt of langa og erfiða framtíð. Það verður mun meiri ófriður heldur en nokkurn tíma var í búsáhaldabyltingunni. Fólk er meðvitað um hvernig svikin og spillingin voru grasserandi og veit líka að það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Það að engin skuli kominn í handjárnin ennþá er gargandi sönnun þess.

Án róttækra breytinga til jöfnuðar í samfélaginu stefnir í algera upplausn þess samfélags sem við höfum þekkt til þessa.


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótagreifinn skilur ekki að hann er með þýfi í höndunum

Sé þetta almennur skilningur kvótaeigenda skil ég vel að þeir séu reiðir því að taka eigi af þeim kvótann. Munurinn er bara sá að þeir líta á þetta sem einkaeign þegar lagabókstafurinn segir að þetta sé þjóðareign.

Meirihluti þjóðarinnar veit að þetta er þjóðareign og vill innkalla þetta jafnvel í heilu lagi. Kvótasala er því ekkert annað en viðskipti með þýfi og þess vegna hljóta þeir að vita fyrirfram að í þessum viðskiptum er mikil taphætta ef ákveðið er að fara að lögum varðandi úthlutun á jafnréttisgrundvelli.

Kvótakerfið er bara eitt af mörgum tímaskekkjum á Íslandi þar sem sumt fólk nýtur forréttinda til fjármögnunar úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins. Það þarf líka að skoða þá áskrift sem felst í landbúnaðarstyrkjum, uppihaldi þjóðkirkjunnar, pólitísku listamannaelítunnar og fleiri sem eru óverðskuldað á jötu almennings í landinu.

Þjóðin hefur ekki efni á að halda úti huglægu bulli þegar þörf er fyrir aðhald og útsjónarsemi í rekstri samfélagsins.


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfælni við rannsókn þáttar auðmannana í hruninu

Það er með ólíkindum að ekki skuli vera löngu búið að ná í auðmennina og taka til alvarlegrar yfirheyrslu og skoðunar á högum þeirra. Þeir eru nefnilega ábyrgir fyrir hruninu á móti þeim spilltu stjórnmálamönnum og embættismönnum sem skópu þennan ótrúlega fjármálavettvang á Íslandi og víðar. Rökstuddur grunur um misferli er til staðar. Eftir hverju er beðið?

Á meðan er ýmist öllu ýtt til hliðar eða tíminn notaður til að bjarga þeim sem núna eru í náðinni hjá þeim sem ráða ferðinni. Hafi einhver haldið að eitthvað hefði breyst með stjórnarskiptunum í átt til ráðdeildar og heiðarleika þá má hinn sami staldra við. Það grasserar nefnilega ennþá stórkostleg spillt hagsmunagæsla sem þarf að uppræta áður en illa fer.

Það sem er ennþá verra er að nýja stjórnin veit ekkert hvernig á að bregðast við vandamálunum og tafsar út í eitt með þau sbr. ofuráherslu á ESB aðild sem einhverja allsherjar lausn. Hvenær í andskotanum verður þessu liði ljóst að það þarf að færa niður uppsvikinn skuldaklafa heimila og fyrirtækja til að koma málunum aftur í gang?

Mér sýnist að nýja stjórnin sé núna orðin svo föst í umræðum um einskis verð smáatriði að þau nota þau hreinlega til að forðast með öllu að takast á við stóra verkefnið.

Þegar hrun er jafn stórkostlegt og raun ber vitni þarf jafn stórkostlegar aðgerðir til að laga stöðuna aftur, smáskammtalækningar eru ekki nothæft sem meðal við svona hamförum.


Samsæriskenningarnar dauðar núna?

Ég hef lengi haft skoðun á samsæriskenningum í sambandi við atkvæðagreiðslur. Nágrannaþjóðir hafa jú gefið hver annarri stig en aldrei hef ég fengið á tilfinninguna að það hafi nokkurn tímann ráðið úrslitum. Núna sýnist mér að við íslendingar getum jarðað þetta kjaftæði. Besta lagið (að mati fjöldans) vinnur alltaf.

Jóhanna stóð sig frábærlega og hún fór mjög vel með annars einfalt og tilþrifalítið lag.

Hún á góðan feril í vændum ef hún passar sig á að endurtaka sig ekki of mikið og leyfir sér tilraunastarfsemi til endurnýjunar.


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er framkvæmdastjóri minnkunarmála hjá ESB?

Líklega er þetta embætti ekki til hjá þeim. En ég gæti haft fullan hug á því starfi auk þess að hafa það aukahlutverk að halda Íslandi fyrir utan þetta batterí.

Hvar gæti maður sótt um þetta djobb?


mbl.is Króatía á undan Íslandi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin kaus ekki um aðild að ESB í síðustu kosningum

Það er alveg á hreinu að þjóðin kaus ekki þessa þingmenn til að sækja um aðild að ESB. Það er gróf túlkun Samfylkingarinnar á því hvað 29% fylgið þeirra þýddi fyrir þjóðina.

Landráð er heitið á þessum verknaði hvað svo sem hver segir. Það er sorglegt að fólk sjái ekki í gegnum þann áróður sem hér er á ferðinni.

Stór hluti fólks vill sjá hvað er í boði. Með öðrum orðum ef nógu hátt verð er í boði þá er Ísland til sölu eins og hver önnur auðlindahóra. Þetta fólk skammast sín ekki fyrir svona vændishugsun.


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðildarumsókn er tilraun til landráðs - Þetta heitir ekkert annað!

Ég þreytist seint á því að mæla gegn aðild að ESB. Hér er í gangi valdagræðgi sem þarf að sporna við.

Af hverju þarf að stofna klíku Evrópuþjóða? Með hverjum? Gegn hverjum? Af hverju eiga sumir að vera inni og aðrir úti? Dettur einhverjum í hug að ESB sé kærleiksbandalag þeirra bestu?

Hvað er að því að vera í bandalagi allra þjóða heims í gegnum sameinuðu þjóðirnar? Hvaða akkur er að því að stofna fullt af litlum þjóðaklúbbum? Er það til þess að stjórnmálamenn hafi næg tilefni til að ferðast um heiminn á kostnað almennings? Hvernig dettur fólki í hug að halda að ESB geti staðið við loforð um að lækka matarverð og vexti? Hversu "vinalegt" var Evrópusambandið þegar það beitti sér sérstaklega af afli til að pína íslendinga til að greiða kröfur sem einkafyrirtæki stofnuðu til? Hversu vinalegir voru Bretarnir, ein af stærri bandalagsþjóðunum, þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög?

Hvernig getur ESB lofað okkur betri og öruggari vinnumarkaði þegar atvinnuleysi er meira þar en hér þrátt fyrir allt? Síðan hvenær hefur eitthvað fengist fyrir ekkert í samskiptum þjóða?

Hvers vegna halda ESB sinnar upp á 17. júní og minningu Jóns Sigurðssonar? Hver trúir þeirri þvælu Eiríks Bergmann að það sé fullveldi að mega afsala sér fullveldi!?

Trúa islendingar almennt ennþá á jólasveininn?


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir selja sjálfstæði landsins fyrir skammtímavöld

Ég skil ekki af hverju verið er að kjósa fólk til þings og í ríkisstjórn sem vill ekki stjórna. Þá á ég við að þetta sama fólk getur ekki beðið eftir því að færa stjórnvald Íslands til Brussel.

Vinstri grænir voru (eru?) andvíg aðild að ESB og þau gæla við það mál af fullkominni léttúð. Þau eiga að vita að ESB notar allt það fjármagn, fortölur og jafnvel efnahagslega kúgun til að koma Íslandi undir hatt Bandaríkja Evrópu. Vinstri græn eru að opna dyrnar með samþykki tillögugerðar um aðildaviðræður eða eigum við að kalla þetta uppgjafarskilmála?

Er einhverjum þetta ennþá óljóst?

Ég er með tillögu að nafni á þessa ríkisstjórn: Minnimáttarstjórnin.


mbl.is Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk starfið og tapar því aftur af sömu ástæðum: Pólitík

Það hefur ekkert með það að gera hvort Tinna hafi gegnt þessu starfi vel eða illa. Hún fékk það vegna pólitískra tengsla og tapar því af nákvæmlega sömu ástæðum.

Ég skal fyrstur játa hissu mína ef þetta fer ekki svona.


mbl.is Tinna sækir um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf aðgerðir núna - ESB umræður gera ekkert nema að tefja

Fólk er að verða bálreitt vegna aðgerðarleysis og gaufs við stjórnarmyndun sem tefst vegna þrefs um ESB málið.

Bankarnir geta núna eftir kosningar farið að handvelja út þá sem þeir setja á hausinn og hverja ekki.

Það ber ekki á því að skilningur sé á því að leiðrétta verði skuldastöðu heimila og fyrirtækja í samræmi við almennt hrun uppskrúfaðra verðmæta.´

Búsáhaldabyltingin er barnaleikur í samanburði við það sem er brátt í uppsiglingu ef sama aðgerðarleysi stjórnvalda heldur áfram.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar nýja stjórnin að byrja í algeru hugleysi?

Mikið rosalega hlýtur að vera gaman að vera hugsjónastjórnmálamaður í VG eða Samfylkingunni þegar svona ákvarðanir eru teknar.

Kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar er pikkfast þrátt fyrir að 90% þjóðarinnar viðurkenni að það sé ranglátt og sértækt í hagsmunagæslu hinna fáu. Sameign þjóðarinnar er ennþá föst í gíslingu kvótagreifanna sem hafa misnotað þetta áratugum saman.

Stjórnin sem nú er í burðarliðnum ætlar að starfa í verstu tegund af blöndu málamiðlanna, hugleysi og það sem er verst: aðgerðarleysi. Ástæðan er sú að engin samstaða næst um að taka STÓRAR ákvarðanir vegna STÓRKOSTLEGS hruns heldur er alltaf valinn minnsti samnefnarinn sem hinir huglausustu þora að samþykkja og þess vegna mun þessi stjórn ekki verða hvorki fugl né fiskur.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lausn hjá Steingrími - Til hvers varstu kosinn?

Það er auðheyrt að Steingrímur hefur ekki skilning á því hvernig leysa á vanda heimila og fyrirtækja. Hann fær ómögulega skilið að færa verði niður skuldir og og ábyrgðir niður í samræmi við annað verðfall í heiminum.

Það hljómar djúpt á jafnaðarmennsku hans að vilja ekki leiðrétta skuldir hlutfallslega vegna þess að þá er greinilega ekki hægt að hefna sína á óráðsíupésunum sem tóku of mikil lán og voru of gráðugir. Steingrimur má samt alveg skilja að allir skuldarar voru við sama borðið og teknir hlutfallslega jafnt í görnina af vanhæfri peningastefnu og sukki. Það skiptir hér engu hvort sumir skuldarar eigi skilið að fá leiðréttingu eða ekki, hér þarf réttláta meðferð fyrir alla.

Það er rétt að sumum verður ekki bjargað en þeir eiga samt sama réttinn á leiðréttingu. Því fyrr sem Steingrímur og Jóhanna skilja þetta einfalda mál því fyrr geta þau snúið sér að því að leysa málin í stað þess að dansa utan um þau þrefandi um ESB aðild eða ekki sem bjargar engum þessa stundina og er bara dómadags tímasóun.

Komið ykkur að alvöru verki!


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði Jóhanna að gera eitthvað "á sínum tíma" eða ekki?

Það er ekkert í gangi af viti hjá stjórnarflokkunum. Á meðan Róm brennur er spilað á fiðlu. Fiðlan heitir "ESB".

Þetta er það sama og að þrefa um siglingaljósin á skipinu á sama tíma og það sekkur í stað þess að ausa.

Spurningin er því þessi: Var það endalegt markmið hjá Jóhönnu að verða forsætisráðherra eða að verða forsætisráðherra sem kæmi einhverju vitlegu í verk?


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útstrikanir GuðLAUGs koma ekki á óvart

Það er langt í frá að gruggug fjármál GuðLAUGs og tengsl hans við fyrirtæki vegna prófkjara sinna séu komin upp á yfirborðið.

Hvítþvottur "innri endurskoðunar" Reykjavíkurborga virðist hafa verið á hraðstillingu. Enda má spyrja sig að þeirri sárasaklausu spurningu hvort félagar GuðLAUGs í borgarstjórn hefðu þorað að velta upp öllum steinunum? 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði átt að strika Þráinn út - Laun eru ekki "gjöf"

Maður er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki strikað Þráinn út. Ég hugleiddi það alvarlega.

Þráinn getur ekki haldið því fram að hann eigi að hirða heiðurslaun listamanna og gera ekkert fyrir þau. Þessi mórall meðal listamanna virðist útbreiddur. Það skyldi þó hafa í huga að þetta eru "laun" en ekki "gjöf" og á þessu er verulegur munur.

Hafi einhver haldið að Þráinn hafi farið í framboð hugsjónanna vegna þá er það rangt. Hann tróð sér inn á Borgarahreyfinguna af því að Framsóknarflokkurinn hafnaði honum.

Stefnuleysi Borgarahreyfingarinnar endurspeglast í því að siða ekki karlinn til í þessu máli heldur beita orðhengilshætti við að réttlæta það sem er ekki verjandi með manninn á launum þingmanns.

Hvar er fordæmi jafnaðar, réttlætis og ráðdeildar sem Borgarahreyfingin ætlaði að standa fyrir? Afrekar hún að svíkja loforðin í þá veru áður en þau komast inn fyrir dyr Alþingis?

Ég kaus Borgarahreyfinguna. Ekki láta mig sjá eftir því korteri seinna!


mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband