Engin lausn hjá Steingrími - Til hvers varstu kosinn?

Það er auðheyrt að Steingrímur hefur ekki skilning á því hvernig leysa á vanda heimila og fyrirtækja. Hann fær ómögulega skilið að færa verði niður skuldir og og ábyrgðir niður í samræmi við annað verðfall í heiminum.

Það hljómar djúpt á jafnaðarmennsku hans að vilja ekki leiðrétta skuldir hlutfallslega vegna þess að þá er greinilega ekki hægt að hefna sína á óráðsíupésunum sem tóku of mikil lán og voru of gráðugir. Steingrimur má samt alveg skilja að allir skuldarar voru við sama borðið og teknir hlutfallslega jafnt í görnina af vanhæfri peningastefnu og sukki. Það skiptir hér engu hvort sumir skuldarar eigi skilið að fá leiðréttingu eða ekki, hér þarf réttláta meðferð fyrir alla.

Það er rétt að sumum verður ekki bjargað en þeir eiga samt sama réttinn á leiðréttingu. Því fyrr sem Steingrímur og Jóhanna skilja þetta einfalda mál því fyrr geta þau snúið sér að því að leysa málin í stað þess að dansa utan um þau þrefandi um ESB aðild eða ekki sem bjargar engum þessa stundina og er bara dómadags tímasóun.

Komið ykkur að alvöru verki!


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Amen!

Sigurjón, 6.5.2009 kl. 18:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband