Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
28.4.2009 | 21:19
Útstrikanir GuðLAUGs koma ekki á óvart
Það er langt í frá að gruggug fjármál GuðLAUGs og tengsl hans við fyrirtæki vegna prófkjara sinna séu komin upp á yfirborðið.
Hvítþvottur "innri endurskoðunar" Reykjavíkurborga virðist hafa verið á hraðstillingu. Enda má spyrja sig að þeirri sárasaklausu spurningu hvort félagar GuðLAUGs í borgarstjórn hefðu þorað að velta upp öllum steinunum?
Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 20:49
Hefði átt að strika Þráinn út - Laun eru ekki "gjöf"
Maður er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki strikað Þráinn út. Ég hugleiddi það alvarlega.
Þráinn getur ekki haldið því fram að hann eigi að hirða heiðurslaun listamanna og gera ekkert fyrir þau. Þessi mórall meðal listamanna virðist útbreiddur. Það skyldi þó hafa í huga að þetta eru "laun" en ekki "gjöf" og á þessu er verulegur munur.
Hafi einhver haldið að Þráinn hafi farið í framboð hugsjónanna vegna þá er það rangt. Hann tróð sér inn á Borgarahreyfinguna af því að Framsóknarflokkurinn hafnaði honum.
Stefnuleysi Borgarahreyfingarinnar endurspeglast í því að siða ekki karlinn til í þessu máli heldur beita orðhengilshætti við að réttlæta það sem er ekki verjandi með manninn á launum þingmanns.
Hvar er fordæmi jafnaðar, réttlætis og ráðdeildar sem Borgarahreyfingin ætlaði að standa fyrir? Afrekar hún að svíkja loforðin í þá veru áður en þau komast inn fyrir dyr Alþingis?
Ég kaus Borgarahreyfinguna. Ekki láta mig sjá eftir því korteri seinna!
Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook
26.4.2009 | 19:29
Michelle - Paul McCartney (Beatles) flott útgáfa
Það er kannski í lagi að vinda sér úr pólitíska gírnum öðru hvoru. Hér er ein af perlum Bítlanna í flutningi höfundarins Paul McCartney. Hluti lagsins Michelle er á frönsku og lagið komst á toppinn í Frakklandi auk þess sem það vann Grammy verðlaun. Gítarglamrar hafa gaman af því að fást við þetta lag vegna skemmtilegrar hljómasetningar þar sem tengihljómar eru óspart notaðir. Lagið kom út á einni af bestu plötum Bítlanna Rubber Soul árið 1965.
26.4.2009 | 11:17
Baráttan gegn ESB-landráðunum hófst fyrir alvöru í nótt
Ég held að alltof margir íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hversu markvisst er unnið að því að koma Íslandi undir erlend yfirráð. Það gerist ekki með innrás og ofbeldi heldur peningum, fagurgala, loforðum og mútum.
Fólk er blekkt með því að kalla hlutina öðrum orðum en þau beinlínis þýða. Tökum dæmi: "Evrópufræðasetur" sem greidd eru með styrkjum beint eða óbeint frá ESB er áróðursmiðstöðvar. Þeir starfsmenn sem þar vinna hafa það eina hlutverk að koma því á framfæri innan háskólanna að Íslandi sé betur borgið innað ESB.
Styrkir frá ESB eru mútur. Stóru styrkirnir til íslenskra stjórnmálamanna eru af sama toga. Hvers vegna heldur fólk ennþá að peningarnir frá ESB séu ókeypis. Af hverju trúa svona margir íslendingar ennþá á jólasveina?
Rökin fyrir því að ganga í ESB halda ekki. ESB getur ekki með neinu móti lofað lægra matarverði, meiri atvinnu, betri skólum, traustara bankakerfi eða neinu. Hins vegar er hamrað á þessu í sífellu án raka í þeirri von að þetta verði á endanum sannleikur.
Sama má segja um yfirlýsingar um að við séum búin að taka upp 65-70% af regluverki ESB nú þegar og það sé ástæða til að taka þetta allt þar með og afsala sér fullveldi. Það má alveg eins benda á að lög flestra lýðræðisríkja seu með 95% sömu lagasetningarnar þegar grannt er skoðað.
Af hverju á Ísland að einangra sig í samfélagi 28 þjóða þegar hægt er að vera í frjálsu samfélagi 172 annarra þjóða? Af hverju eigum við að taka upp Evru frekar en dollar sem er stærsti gjaldmiðill heims? ESB er eineltisklúbbur þar sem stjórnendur láta sig dreyma um að ESB verði sambærilegt ríki og Bandaríkin. Sagan segir okkur að samþjöppun valds með þessum hætti sé hættuleg heimsfriði. Maðurinn hefur ekki þroskast eða vitkast það mikið að þessi hætta sé ekki alveg jafn raunveruleg og áður. Ísland á að láta sér duga að vera í klúbbi allra þjóða heims á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það er endalaust hægt að búa til litla þjóðaklúbba sem gera ekkert annað en að rýra lifibrauðið okkar vegna útgjalda þeirra vegna.
Í kjölfar þess að leiðtogar Samfylkingarinnar hafa fengið 30% atkvæða er því nú blákalt haldið fram að þjóðin vilji aðild að ESB. Tal um "aðildarviðræður" og "sjá hvað við getum fengið" er hluti af blekkingunni. Ísland er þjóð með því sem henni tilheyrir ekki hóra fyrir hæstbjóðendur í ESB.
Það þarf enginn að efast um löngun ESB til að ná völdum yfir Íslandi og auðlindum þess. Hér eru aðeins 320.000 manns sem þarf að kaffæra. Það má einhver, sem ennþá trúir á jólasveina, reyna að telja mér trú um að ESB sé að sækjast eftir Íslandi af kærleiksástæðum.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook
25.4.2009 | 18:37
Borgarahreyfingin líklega með yfir 10% atkvæða
Ég er kominn á þá skoðun að Borgarahreyfingin nái yfir 10% atkvæða þrátt fyrir almennt stefnuleysi sitt í flestum alvöru málum. 3 atkvæði til þeirra skiluðu sér héðan án nokkurs þrýstings.
Ég lít á það sem kosningasigur ef Borgarahreyfingin nær yfir 10% og íhaldið verði undir 20%.
Kjörsókn áfram góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 11:38
Elskar neikvæða athygli
Ástþór er engum líkur. Allt sem kemur út úr honum af viti núllar hann út með öðru óviti.
Hann er eiginlega þess vegna bæði auður og ógildur.
Ég ætla að fá mér göngutúr og kjósa Borgarahreyfinguna. Góða veðrið ætti alla vega ekki að spilla fyrir!
Ástþór illur út í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 08:44
Atkvæði greitt Samfylkingunni er stuðningur við landráð
Samfylkingin er að gera ESB aðild að kosningamáli á síðustu dögum þessarar kosningabaráttu.
ESB leggur til tugi milljóna á hverju ári í áróðursstarfsemi hér á landi og fjöldi manns tekur þátt í þeim landráðum að koma Íslandi undir stjórn erlends ríkis. ESB er nefnilega orðið ríki en ekki ríkjasamband. Þeir ætla sér alveg hliðastæða stöðu og Bandaríkin.
Því er blákalt logið að lífskjörf verði hér betri. Matarverð lækki, vextir lækki og hvað eina. Það eru samt engin rök færð fyrir þessu annað en að endurtaka sömu lygina í þeirri von að hún verði á endanum sannleikur. Við erum sjálf einfær um að bæta okkar lífskjör og réttlæti. Við gerum það hins vegar ekki með því að gerast útnáranýlenda Evrópu. Það hefur aldrei gagnast nokkurri þjóð að vera nýlenda Evrópuþjóða. Það er alveg óhætt að taka mið af sögunni.
Stór hluti þeirra ESB sinna og Samfylkingarfólks sem ég tala við segja að við íslendingar getum ekki ráðið okkur sjálf og þess vegna eigum við að ganga í ESb. Við þetta fólk segi ég: Farið þið bara til Evrópu og njótið lystisemdanna þar. Leyfið okkur sem ennþá höfum dug og hjarta í að vera sjálfstæð þjóð að vera það áfram.
Atkvæði greitt Samfylkingunni er beinn stuðningur við landráð.
Ykkur að segja þá ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna að þessu sinni.
VG stoppaði ESB-lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 08:34
Stefnir í spillt uppgjör og mismunun einstaklinga og fyrirtækja
Mér sýnist að það sé ekki nokkur vilji meðal stjórnvalda að láta jafnt yfir alla ganga í sambandi við forsendubrest á lánum.
Ráðamenn vilja fá að handvelja þá sem eiga að fá lausn sinna mála og refsa þeim sem þótt hafa of gráðugir á lánsfé. Það er á vissan hátt skiljanlegt en bara alls ekki réttlátt. Þeir sem tóku of stór lán munu hvort eð er ekki ná sér þrátt fyrir hlutfallslega leiðréttingu þannig að ljóst er að eitthvað af þessu fer óhjákvæmilega í gjaldþrot.
Það er hins vegar algerlega óhæft ef ekki á að standa að endurreisn með fullkomnu gegnsæi og heiðarleika.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 17:15
Borgarahreyfingin efst á blaði hjá mér núna
Mér sýnist að þessa daga í kringum kosningarnar séu hvert spillingar- og hneykslismálið á fætur öðru að koma upp á yfirborðið. Við erum rétt búin að fá að sjá örlítið brot af styrkjum og mútum til íhaldsins, fáum smjörþefinn af styrkjum til Samfylkingarinnar en eigum þó eftir að sjá hvað ESB hefur látið þá hafa beint og óbeint fyrir landráðatilraunina. Þeir eru með marga íslendinga á fullum launum í áróðursstarfi eins og t.d. Eirík Bergmann sem hafa það markmið að koma Íslandi undir erlend yfirráð.
VG áttu séns hjá mér þangað til þeir leyfðu sér það að hafa efasemdir um að reyna olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þú getur ekki kosið flokk sem þú efast um að hafir þjóðarhag að leiðarljósi. Öfgafemínisma og umhverfishelgislepju var mögulegt að fyrirgefa en ekki árás á eina af fáum vonum okkar til bættra kjara.
Það liggur fyrir að íhaldið, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn verða að bera sína ábyrgð á hruninu og fá hvíld frá landsstjórninni enda að mestu ráðalaus frammi fyrir okkar stórkostlegu vandamálum.
Ég mun því líklega drattast á morgun til að kjósa Borgarahreyfinguna þó ég hafi í raun megnustu óbeit af því að kjósa fólk á þing sem lítur á sig sem einnota stjórnmálamenn.
Sögulegar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 07:52
Stjórnin ekki búinn að gera fjórðung af því sem þarf
Ég þreytist ekki á að halda því fram að við erum ekki byrjuð að sjá nema brot af þeim erfiðleikum sem hrunið olli. Fólk fær ennþá að borða og býr enn í íbúðum sínum. Þetta breytist eftir kosningarnar. Þá fara bankarnir á fullt að leysa til sín fasteignir fólks á skítlegu uppboðsverði vegna þess að það er enginn kaupgeta. Fólk má hugsa sig um núna, fyrir kosningar, hvað það er að kalla yfir sig.
Í augnablikinu er orðið líklegast að ég kjósi Borgarahreyfinguna og þá ekki síst til að koma fram þeirri skoðun að þeirra ráðaleysi og skoðanaleysi sé a.m.k. heiðarlegra en þeirra sem hafa ekki bara haft áskrift að launum heldur líka verið þátttakendur í spillingunni.
Allir núverandi þingflokkar hafa tekið fé úr sameiginlegum sjóðum til að viðhalda sér. Ég held að það sé kominn tími á að senda sterkari skilaboð strax. Gamla liðið verður líkast til áfram við völd, með sama ráðleysið og áður.
Eftir kosningarnar spái ég því að brátt hefjist ný búsáhaldabylting og hún verður ljótari en sú fyrri.
Bölsýni? - Nei, réttsýni án þunglyndis.
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson