Stefnir í spillt uppgjör og mismunun einstaklinga og fyrirtækja

Mér sýnist að það sé ekki nokkur vilji meðal stjórnvalda að láta jafnt yfir alla ganga í sambandi við forsendubrest á lánum.

Ráðamenn vilja fá að handvelja þá sem eiga að fá lausn sinna mála og refsa þeim sem þótt hafa of gráðugir á lánsfé. Það er á vissan hátt skiljanlegt en bara alls ekki réttlátt. Þeir sem tóku of stór lán munu hvort eð er ekki ná sér þrátt fyrir hlutfallslega leiðréttingu þannig að ljóst er að eitthvað af þessu fer óhjákvæmilega í gjaldþrot.

Það er hins vegar algerlega óhæft ef ekki á að standa að endurreisn með fullkomnu gegnsæi og heiðarleika.


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig  núna: http://skraning.heimilin.is/

www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er engin auðveld leið til út úr þessum vanda. Þeir sem vilja 20% lækkun skulda yfir línuna segja að með því sé gætt jafnræðis, en það þýðir að margir, sem vel ráða við skuldirnar, fá til sín peninga annars staðar frá, þar á meðal úr sameiginlegum sjóðum allra landsmanna.

20% skilyrðislaus lækkun skulda getur líka þýtt að margir þeir, sem óvarlega fóru og tóku á sig allt of háar fjárskuldbindingar, fá gríðalega mikið fjármagn fellt niður.

Í bankakerfinu hafa menn alla tíð fengist við hið krefjandi og erfiða verkefni að meta, hvort og hve mikið eigi að afskrifa af skuldum í hverju og einu tilfelli og hverja eigi að láta fara í þrot.

Því miður þarf að taka margfalt fleiri slíkar ákvarðanir nú en nokkru sinni fyrr og hættan á mismunun því margföld, því miður.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 15:18

3 identicon

Þetta er rétt, S og VG virðast ætla láta heimilin borga brúsann. Binda á fjölskyldufólk sem tók venjuleg húsnæðislán í skuldaklafa út lífið. Hinir sem geta ekki borgað verða gerðir gjaldþrota. Þeir fá kannski af góðmennsku bankanna eða ÍLS að leigja húsnæðið sitt til baka þar til þeim verður sparkað út á gaddinn. Þetta virðast því miður vera lausnir S og VG fyrir heimilin. Sama gildir um Sjálfsstæðisflokkinn - þeirra hugmynd er að fólk borgi minna næstu 3 ár en svo meira en nú er - væntanlega næstu 40 árin. Af hverju eiga heimilin að taka á sig glæpaverk bankanna? Af hverju er ekki búið að frysta eigur auðmanna og fyrrum bankaeigenda? Það er hægt að kalla út mörg hundruð manns og samhæfa þegar um er að ræða smygl á fíkniefnum. Grunaðir eru samstundis handteknir og settir bak við lás og slá.

Hinir sem settu þjóðina á hausinn með einbeittum brotavilja fá að ganga lausir og koma því sem eftir er af ránsfengnum endanlega undan. Þeir hafa hinsvegar valdið 1000-falt meiri skaða en 100kg af fíkniefnum gera. Ömurleg forgangröðun og aumingjaháttur stjórnvalda. Svie sé þessum máttlausu og gagnslausu stjórnmálamönnum núverandi flokka sem bera hag auðmanna fyrir brjósti - umfram hag almennings.

 Þetta er ekkert annað en fasismi og niðurbrot fjölskyldna sem þessir ömurlegu flokkar bjóða. Vonandi verður gerð uppreisn á Íslandi.

Babbitt (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ómar það er ekkert flókið við það að skuldarar voru allir teknir hlutfallslega jafnt í görnina og þess vegna er eina réttlætið að vinda ofan af því í sömu hlutföllum. Hvers vegna eru menn að þvæla einfalda hlutann af vandamálunum?

Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 19:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 264891

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband