Baráttan gegn ESB-landráðunum hófst fyrir alvöru í nótt

Ég held að alltof margir íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hversu markvisst er unnið að því að koma Íslandi undir erlend yfirráð. Það gerist ekki með innrás og ofbeldi heldur peningum, fagurgala, loforðum og mútum.

Fólk er blekkt með því að kalla hlutina öðrum orðum en þau beinlínis þýða. Tökum dæmi: "Evrópufræðasetur" sem greidd eru með styrkjum beint eða óbeint frá ESB er áróðursmiðstöðvar. Þeir starfsmenn sem þar vinna hafa það eina hlutverk að koma því á framfæri innan háskólanna að Íslandi sé betur borgið innað ESB.

Styrkir frá ESB eru mútur. Stóru styrkirnir til íslenskra stjórnmálamanna eru af sama toga. Hvers vegna heldur fólk ennþá að peningarnir frá ESB séu ókeypis. Af hverju trúa svona margir íslendingar ennþá á jólasveina? 

Rökin fyrir því að ganga í ESB halda ekki. ESB getur ekki með neinu móti lofað lægra matarverði, meiri atvinnu, betri skólum, traustara bankakerfi eða neinu. Hins vegar er hamrað á þessu í sífellu án raka í þeirri von að þetta verði á endanum sannleikur.

Sama má segja um yfirlýsingar um að við séum búin að taka upp 65-70% af regluverki ESB nú þegar og það sé ástæða til að taka þetta allt þar með og afsala sér fullveldi. Það má alveg eins benda á að lög flestra lýðræðisríkja seu með 95% sömu lagasetningarnar þegar grannt er skoðað.

Af hverju á Ísland að einangra sig í samfélagi 28 þjóða þegar hægt er að vera í frjálsu samfélagi 172 annarra þjóða? Af hverju eigum við að taka upp Evru frekar en dollar sem er stærsti gjaldmiðill heims? ESB er eineltisklúbbur þar sem stjórnendur láta sig dreyma um að ESB verði sambærilegt ríki og Bandaríkin. Sagan segir okkur að samþjöppun valds með þessum hætti sé hættuleg heimsfriði. Maðurinn hefur ekki þroskast eða vitkast það mikið að þessi hætta sé ekki alveg jafn raunveruleg og áður. Ísland á að láta sér duga að vera í klúbbi allra þjóða heims á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það er endalaust hægt að búa til litla þjóðaklúbba sem gera ekkert annað en að rýra lifibrauðið okkar vegna útgjalda þeirra vegna.

Í kjölfar þess að leiðtogar Samfylkingarinnar hafa fengið 30% atkvæða er því nú blákalt haldið fram að þjóðin vilji aðild að ESB. Tal um "aðildarviðræður" og "sjá hvað við getum fengið" er hluti af blekkingunni. Ísland er þjóð með því sem henni tilheyrir ekki hóra fyrir hæstbjóðendur í ESB.

Það þarf enginn að efast um löngun ESB til að ná völdum yfir Íslandi og auðlindum þess. Hér eru aðeins 320.000 manns sem þarf að kaffæra. Það má einhver, sem ennþá trúir á jólasveina, reyna að telja mér trú um að ESB sé að sækjast eftir Íslandi af kærleiksástæðum.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Haukur.

Já baráttan fyrir því að halda sjálfstæði og fullveldi Íslensku þjóðarinnar er hafinn.

Það er við ofurefli að etja. Þessi fjandans ESB rétttrúnaður er með heljartak á öllu þjóðfélaginu.

En við getum samt sem áður sigrað þetta ofurefli liðs. Það gerðu Norðmenn tvisvar sinnum.

Við skulum gera það sama hér og gera ESB sinnana að nátttröllum í landslagi Íslands.

Stöndum saman !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú talar um ESB eins og það sé einn líkami.. þetta er hagsmunabandalag frjálsra þjóða karlinn minn og löndin eins ólík og þau eru mörg innan ESB..

Óskar Þorkelsson, 26.4.2009 kl. 12:18

3 identicon

Óttalegt bull er þetta. Þvílíkur hræðsluáróður. Enn á ný er hér flaggað viðvörunarmerkinu um fullveldisafsal. Hverjum dettur í hug að þjóðir eins og Ítalía, Frakkland, Þýskaland og svo allar hinar telji sig ófullvalda ríki? Eða hvar í veröldinni finnst ríki sem telur að þjóðir ESB séu ófullvalda? Bullið í þess sést best á því að Írland eitt og sér kom í veg fyrir samþykkt Lissabon samningsins. Halda menn að það hefði getað átt sér stað ef Írar hefðu ekki verið fullvalda þjóð?

Svo er það þetta með einangrunina. Hvers vegna kallar þú það einangrun að ganga í frjáls samtök? Nei, aldeilis ekki. Það er hins vegar einangrunarstefna að neita með öllu að athuga möguleika sem í aðild kynnu að felast. ESB er ekki síður frjáls samtök þjóða en Sameinuðu þjóðirnar, sem þú vilt láta nægja.

 Að síðustu: Ég trúi ekki á jólasveina. Þess vegna mun mér líkast til mistakast að sannfæra þig. En ef þú heldur að ESB sé eitthvað að sækjast eftir Íslandi, þá veður þú reyk eins og í öllu öðru sem þú hefur sagt hér.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Sigurjón

Það er reyndar ekki langt að bíða að Írar ,,fái" að kjósa aftur um sáttmálann þar til ,,rétt Evrópuniðurstaða" fæst.

Ef ESB væri eins og það var lagt upp með, þ.e. tolla- og viðskiptabandalag, þá væri þetta fínt.  Hins vegar er stjórnsýzlubatteríið orðið þvílíkt að þjóðir ESB geta ekki talist lengur fullkomlega sjálfstæðar.  Ég kalla það ekki sjálfstæðar þjóðir sem taka upp lagasetningar annarra löggjafarsamkundna og því erum við í raun ekki fullkomlega sjálfstæð, þar sem við erum neydd til að taka upp allskyns fáránleg lög frá Brüssel.

Sigurjón, 26.4.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir frábæran pistil!

Þarna kom einmitt orðið sem mig vantaði! ALLIR sem aðhyllast ESB eru hórur og landráðapakk!

Ég er búin að blogga svo mikið og skrifa um þessa andskotans vitleysu um "umræður um aðild" kjaftavaðalainn, að ég bara nenni því ekki meira.

Óskar Arnórsson, 26.4.2009 kl. 16:13

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það verður fróðlegt Óskar að fylgjast með kærunni þinni. Mér er til efs að nokkuð verði að gert vegna þess að það vanti beina ofbeldið í landráðin. Þau eru nefnilega framkvæmd með þolinmæði og hægð þeirra sem hafa næga peninga og tíma til að gera þetta.

Haukur Nikulásson, 26.4.2009 kl. 19:00

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú er að sjá hvort VG eru menn orða sinna eða hvort þeir selja sig...

Ingvar Valgeirsson, 26.4.2009 kl. 19:24

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur þarna erum við sko sammála/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.4.2009 kl. 22:35

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það var ekki ég sem lagði fram þessa kæru Haukur! Það er Gunnar Kristinn Þórðarson. Enn hér er kæran nákvæmlega eins og hún var lögð fram:

Klukkan 13:00 í dag kærði ég Samfylkinguna til lögreglunar fyrir landráð. Kæran sem lögð var fyrir var á þessa leið.

23.04.2009 Reykjavík

Ég undirritaður kæri hér með forssvarsmenn Samfylkingarinnar fyrir landráð og brot á 86.gr. og 87.gr. almennra hegningarlaga um landráð.

Vegna fregna um að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi með órétti látið undan kröfu Breta um ábyrgðir Íslendinga á Icesave skuldum Landsbanka Íslands sem voru talin að mati sérfræðinga langt umfram það sem lög gera ráð fyrir, geri ég kröfu að leyst verði úr þessu máli fyrir dómstólum.

Í kæru þessari felst sú ásökun að ráðherrar Samfylkingar hafi með svikum við íslenska þjóð samið um að taka á sig skuldir sem eru langt umfram greiðslugetu þjóðarinnar gegn því að fá meðbyr Breta í Evrópusambandið.

Ég vísa til ummæla Indefence hópsins í þessu sambandi auk fregna í Fréttablaðinu þann 23. apríl 2009.

Ég lít á vitnisburð Ólafs Elíassonar málssvara Indefence hópsins í fjölmiðlum um samskipti hans við breska ráðamenn sem sönnunargagn.

En þeir buðust til að greiða fyrir inngöngu Íslendinga inn í ESB ef þeir gengju að kröfum Breta skv. fréttum.

Í þessari kæru felst einnig sú ásökun að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi gert samband við yfirvöld í Bretlandi í því augnarmiði að skerða sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar með að neyða á þjóðina skuldbindingar sem hún á ekki að bera sakvæmt þjóðarrétti til að fá pólitískan meðbyr í ESB aðild, þrátt fyrir að slíkt hafi ekki verið á stefnuskrá og sáttmála ríkisstjórnarinnar.

Samfylkingin hefur því gerst sek um landráð í þessum tveimur liðum X. kafli. Landráð. 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt. 87. gr.

Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt.

Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

Ég geri mér grein fyrir að dómsmálaráðherra verður að samþykkja kæru þessa til þess að hún fái meðferð fyrir dómstólum, en bendi á að dómsmálaráðherra er með öllu óhæfur í þessu máli eðli málsins samkvæmt.

Ég mæli með að umboðsmaður Alþingis skeri úr um gildi kærunnar.

Virðingarfyllst,

Gunnar Kristinn Þórðarson (Tekið úr bloggi Vísis)

Óskar Arnórsson, 26.4.2009 kl. 23:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband