Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kynlíf hjá 92 ára karlmanni

Virðulegur 92 ára karlmaður hefur sest í skriftastólinn og byrjar játningu sína:

Sá gamli: Ég er 92 ára gamall og á yndislega konu sem ég hef verið kvæntur í 70 ár. Ég á mörg börn, glás af barnabörnum og heilan helling af barnabarnabörnum. - Í gær tók ég upp puttaferðalanga, tvær menntaskólastúlkur. Við fórum á mótel og ég tók þær báðar þrisvar sinnum.

Presturinn: Iðrastu synda þinna?

Sá gamli: Hvað er "synd"?

Presturinn: Hvers konar kaþólikki ertu eiginlega?

Sá gamli: Ég er gyðingur!

Presturinn: Af hverju er að segja mér þetta?!

Sá gamli: Ég er 92 ára. Ég segi ÖLLUM þetta!


Veruleikafirring á hæsta stigi

Sá sem hér kvartar sáran undan pólitískum hreinsunum og ofsóknum bókstaflega grét yfir því að vera kallaður óráðsíumaður af manninum sem er ábyrgur fyrir verstu efnahagsmistökum Íslandssögunnar.

Sumir eru bara hreint út sagt stórkostlega bilaðir og veruleikafirrtir og ég segi ekki hverjir. Það get ég því miður ekki upplýst vegna bankaleyndar. 


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega þakka fyrir að verða ekki fangelsaðir fyrir marga glæpi

Mín skoðun er sú að Davíð Oddsson hafi leitt meiri efnahagsógæfu yfir þessa þjóð en hægt er að ímynda sér. Það er ennfremur með ólíkindum að enn skuli þessi ólánssami maður fá að sitja sem bankastjóri Seðlabankans rúin öllu trausti í rúma 4 mánuði sem er staðreynd sem sýnir hversu erfitt er að koma óhæfu fólki úr mikilvægum stjórnunarstöðum.

Valdníðsla og vanhæfni eru fyrstu orðin. Landráð vegna stórkostlegs gáleysis og heimsku er líka uppi á borðinu. Hafi einhverjum þótt að leiða ætti menn út í handjárnum vegna hins séríslenska hálfvitagangs í fjármálum, þá er þarna fyrsti maðurinn sem ætti að fá slíka meðferð.

Ég er löngu hættur að vorkenna honum fyrir þetta mál. Þúsundir manna fá miklu stærri skell í kreppunni en þurfti vegna afglapa þessa manns og hann er ábyrgur fyrir ótrúlegri niðurlægingu heillar þjóðar.

Það að halda einum manni á stól Seðlabankastjóra með þessum ótrúlega þráa lýsir því hversu ónýtur Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn og meðvirkur í sjúkri foringjadýrkun á manni sem löngu er kominn fram yfir síðasta söludag svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja mikilvægust nú

Stundum þarf hugrekki til að gera rétta hluti. Stundum þarf líka að vera vondur til að vera góður. Slíkar aðstæður er einmitt núna.

Til að eitthvað fari að ganga upp þarf að fara í skipulega niðurfærslu skulda í þessu samfélagi. Það er ekkert eðlilegt við það að launin lækki, fasteignir lækki en skuldir rjúki upp stjórnlaust. Hækkun skulda er að stærstum hluta vegna óstjórnar í peningamálum og spákaupmennsku með sviknum verðbreytingum og vísitölum og það þarf því að leiðrétta upphæðir skuldanna.

Hér er um allar skuldir að ræða, mynkörfulán og verðtryggð lán. Það gerist ekkert hjá þessari nýju ríkisstjórn nema hún taki á þessu máli fyrst. Það er ekki hægt að slá hausnum við steininn lengur með þetta mál.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband