Mega þakka fyrir að verða ekki fangelsaðir fyrir marga glæpi

Mín skoðun er sú að Davíð Oddsson hafi leitt meiri efnahagsógæfu yfir þessa þjóð en hægt er að ímynda sér. Það er ennfremur með ólíkindum að enn skuli þessi ólánssami maður fá að sitja sem bankastjóri Seðlabankans rúin öllu trausti í rúma 4 mánuði sem er staðreynd sem sýnir hversu erfitt er að koma óhæfu fólki úr mikilvægum stjórnunarstöðum.

Valdníðsla og vanhæfni eru fyrstu orðin. Landráð vegna stórkostlegs gáleysis og heimsku er líka uppi á borðinu. Hafi einhverjum þótt að leiða ætti menn út í handjárnum vegna hins séríslenska hálfvitagangs í fjármálum, þá er þarna fyrsti maðurinn sem ætti að fá slíka meðferð.

Ég er löngu hættur að vorkenna honum fyrir þetta mál. Þúsundir manna fá miklu stærri skell í kreppunni en þurfti vegna afglapa þessa manns og hann er ábyrgur fyrir ótrúlegri niðurlægingu heillar þjóðar.

Það að halda einum manni á stól Seðlabankastjóra með þessum ótrúlega þráa lýsir því hversu ónýtur Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn og meðvirkur í sjúkri foringjadýrkun á manni sem löngu er kominn fram yfir síðasta söludag svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér þarf engu við að bæta. þetta er eins mikill sannleikur, í fáum orðum, eins og hægt er að koma fyrir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 08:10

2 identicon

Davíð Oddsson og Halldór Blöndal eru báðir jafn veruleikafyrrtir og eru núna í bullandi afneitun eins og gamlir alkar.

Stefán (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:37

3 identicon

Þótt ótrúlegt sé þá er þetta sannleikanum líkast... því miður fyrir Davíð og allar fjölskyldurnar sem eru að lenda á götunni í dag.

Rakel Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:30

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það leinist mikil sannleikur i þessum hörðu!!! orðum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.2.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Smjerjarmur

Þetta er mjög djúpt og viturlegt hjá þér.  Spurning hvort þú sért ekki rétti maðurinn til þess að fara með dómsmálin á "Nýja Íslandi"?  Með allt á hreinu og fljótur að afgreiða málin.  Engar tafir í "kerfinu"!

Smjerjarmur, 3.2.2009 kl. 16:23

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður Haukur

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Smjerjarmur, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma er ég tiltölulega umburðarlyndur og tilbúinn að fyrirgefa. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hversu mikla og langvarandi dellu við eigum að þurfa að þola. Sérstaklega þegar afleiðingarnar eru jafn ótrúlegar og raun ber vitni.

Haukur Nikulásson, 3.2.2009 kl. 17:38

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góð greining! Sérstaklega þó lokin.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 03:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband