Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja mikilvægust nú

Stundum þarf hugrekki til að gera rétta hluti. Stundum þarf líka að vera vondur til að vera góður. Slíkar aðstæður er einmitt núna.

Til að eitthvað fari að ganga upp þarf að fara í skipulega niðurfærslu skulda í þessu samfélagi. Það er ekkert eðlilegt við það að launin lækki, fasteignir lækki en skuldir rjúki upp stjórnlaust. Hækkun skulda er að stærstum hluta vegna óstjórnar í peningamálum og spákaupmennsku með sviknum verðbreytingum og vísitölum og það þarf því að leiðrétta upphæðir skuldanna.

Hér er um allar skuldir að ræða, mynkörfulán og verðtryggð lán. Það gerist ekkert hjá þessari nýju ríkisstjórn nema hún taki á þessu máli fyrst. Það er ekki hægt að slá hausnum við steininn lengur með þetta mál.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Bíddu, er ekki hækkun skulda fyrst og fremst því um að kenna að fólk tók lán?

Hver á að borga fyrir niðurfærslu skuldanna? Sparifjáreigendur sem ekki skuldsettu sig? Eða kannski almenningur í gegnum hærri skatta?

Ég veit hvað þú hugsar, samt... þér finnst að láta eigi kröfuhafa gömlu bankanna borga fyrir niðurfærsluna. Láta einhverja útlendinga sitja uppi með reikninginn fyrir óráðsíu íslenskra heimila - nokkuð sem þeir fjárfestu aldrei í þegar þegar þeir lánuðu bönkunum fé. Í fyrsta lagi myndi það stangast á við óteljandi alþjóðlega samninga sem við erum aðilar að og í öðru lagi myndu kröfuhafarnir einfaldlega ekki samþykkja það (og þeir hafa heilmikið um það að segja hvernig greitt verður úr gömlu banka flækjunni).

Þetta lýðskrum sem þú aðhyllist er fullkomlega óraunhæft og til þess eins fallið að vekja "von" hjá atvinnuskuldurum sem vilja komast undan því að greiða sínar skuldir.

Liberal, 1.2.2009 kl. 09:47

2 identicon

Fáránlega tillögur!

Vissulega má gera ýmislegt til að koma til móts við skuldara og fyrirtæki og auðvelda þeim að takast á við stöðuna en rétt eins og Liberal kemur inná. Einhver þarf að borga ef niðurfelling á sér stað. Svo einfalt er það.

Kannski ég sem aldrei tók þátt í neyslufylleríinu!?
Nei takk!

Lýðskrum eins og Liberal orðar það.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Líbó og Eggert. Hér er ekkert lýðskrum á ferðinni, heldur raunsæi. Það er líka ljóst að þið tveir munið ekkert borga í þessu.

Þið eruð greinilega ekki meðvitaðir um að ríkið stal bönkunum og skuldakröfum á almenning þar með. Þeir standa engin skil á þessu til útlanda og eru þar af leiðandi með þýfi í höndunum. Það er ekki eins og verið sé að taka þessa skuldaniðurfærslu af einhverjum her heima og það stendur að verðbætur og stjórn peningamála voru stórfelld svik. Þið komist líka að þessari niðurstöðu þegar þið nennið yfirhöfuð að velta ykkur upp úr málinu í stað þess að kalla þetta bara lýðskrum.

Nöldurtónninn í ykkur er ættaður frá íhaldinu og sjáið ekki þá brjálæðislegu eyðileggingu íslensks efnahagslífs sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þið eruð með vondan málstað og lítil eða engin rök í ykkar máli bara upphrópanir.

Haukur Nikulásson, 1.2.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Íhald eða ekki íhald - mér finnst ekki réttlátt að ég, sem tók ekki lánað nema vera nokkuð viss um að geta borgað það, eigi að borga fyrir þá, sem tóku þátt í myntkörfuæsingnum - sem var jú aldrei neitt nema happdrætti. Lágir vextir, en veðjað á að krónan héldist sterk - sem klikkaði.

Þegar maður tekur svoleiðis séns veit maður að illa getur farið. Líkt og með skuldir bankanna, þá er blóðugt að þurfa að borga annarra manna skuldir.

Ingvar Valgeirsson, 1.2.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, hvernig færðu það út úr þessum pistli að þú eigir að borga fyrir einhvern?

Þeir sem eru að kommenta hér núna virðast ekki skilja um hvað málið snýst, því nú andskotans verr!

Hvað er það sem er óljóst í þessu máli? 

Haukur Nikulásson, 1.2.2009 kl. 22:51

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvernig ætlarðu að lækka skuldir nema þá að ríkið - þ.e.a.s. við - tökum þátt í að greiða þær með skuldurunum?

Reyndar er genginu svindlað verulega upp á við núna m.a. til þess að þeir sem skulda í erlendri mynt geti mögulega greitt. Þar er risastórt skref stigið til að koma til móts við þann hóp, auk þess sem hægt er að frysta myntkörfulán tímabundið og fleira í þeim dúr.

Ingvar Valgeirsson, 2.2.2009 kl. 17:57

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég tók engin lán, ég skulda engum neitt Haukur, en ég þarf sennilega að borga HÆRRI skatta ásamt þjóðinni allri, til að ríkið (við) getum borgað niður þessi lán sem ríkið er að taka til að standa skil á óreiðunni sem þessir hringrásarvíkingar skildu eftir sig. Mér finnst það ekki réttlátt, ef ég hefði tekið lán í myntkörfu og þannig tekið þátt í ákveðnu lottói þá horfði málið öðruvísi, ef þú gamblar þá geturðu bæði grætt og tapað en hvorugt ef þú gamblar ekki, svo einfalt er það.

Sverrir Einarsson, 2.2.2009 kl. 19:09

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar og Sverrir: Mér finnst þið ekki horfa til tveggja mikilvægra þátta í þessu.

Í fyrsta lagi átti ríkið ekki skuldakröfurnar. Gömlu bankarnir áttu þær, en ríkið stal þeim með yfirtöku bankanna í gegnum neyðarlögin. Ríkið ætlar ekki að greiða þá sem lánuðu íslensku bönkunum þessa peninga erlendis frá. Ríkið er þannig að sölsa til sín stóran hluta af fasteignum almennings sem þeir áttu ekkert í. Hvaða réttlæti felst í því?

Í öðru lagi hljótið þið að sjá að meðferð lánveitinga geta líka verið vörusvik. Það eru skipulögð vörusvik að stýrivextir séu hafðir háir til að falsa upp gengi krónunnar og fá útlendinga til að gefa út krónubréf (eða Jöklabréf) til að græða á vaxtamun t.d. hér og í Japan.  Það er verk Seðlabankans. Stjórnendur Seðlabankans vissu allan tímann að þeir voru að falsa upp gengi krónunnar ekkert síður en að bankarnir fölsuðu upp hlutabréfaverðið með stórfelldum kaupum og sölum á eigin bréfum í gegnum skúffufyrirtæki á Cayman eyjum og öðrum skattaskjólum. Það eru líka skipulögð vörusvik að ljúga upp verðbætur og verðbólgumælingar til að hleypa þessu upp. Auk þess eru innheimtugjöld, innheimtukostnaður og alls kyns seðil- og greiðslugjöld til að bæta enn við okrið. Ykkur má alveg vera ljóst að það er hægt að stela af þeim sem skulda.

Það hefur skipulega verið svindlað á íslenskum skuldurum og meira að segja ykkur sem þykist ekkert skulda. Hvað haldið þið að þið hafið borgað mikið af seðilgjöld (af rafrænum innheimtum líka!), innheimtukostnaði og vanskilagjöldum sem lögð eru á ykkur með litlum og engum fyrirvörum bara til að naga þetta af ykkur? Við höfum flestöll verið algerlega sinnulaus gagnvart öllum þeim 250 köllum, 400 köllum og þúsund köllum sem eru týndir utan af okkur hér og þar af alls kyns innheimtulýð. 

Öll þessi litlu fjárdráttardæmi fjármálafyrirtækja og jafnvel ríkisstofnana á eftir að rannsaka líka. Það er lítið sem ekkert upplýst ennþá af öllum þessum skipulögðu smáþjófnuðum sem enda í milljarðatali þegar öll kurl koma til grafar. Ykkur er alveg óhætt að spá í það af hverju mótmælin voru. Ríkisstjórnin er kannski farin og FME. Seðlabankann og bankana á eftir að rannsaka mun betur. Eins og Össur sagði forðum (og Bachmann Turner Overdrive): You ain't seen nothing yet!

Þess vegna segi ég við ykkur: Það er hreinn ruddaskapur, einfeldni og ósvífni að segja við þetta fólk: Þér var nær að taka þessi lán.

Haukur Nikulásson, 2.2.2009 kl. 21:42

9 identicon

Ekki misskilja mig Haukur. Eða ætti ég kannski að segja við mig: Ekki misskilja Hauk.

Ekki gott að segja!

Mér finnst þú hafa mikið til þíns máls og er sammála þér í mörgu sem þú kemur inná varðandi þjófnað gagnvart þeim sem skulda í vaxtaokri, seðiligjöldum og allskonar aukagjöldum og álögum.
Auðvitað þarf að taka á þeim málum enda er það líka almenn krafa í samfélaginu að þessu rugli með 18% stýrivexti verði snarlega hætt.

Eins finnst mér líka eðlilegt að það verði komið til móts við skuldara á ýmsan máta til að gera þeim kleift að losna úr skuldaklafanum sem fyrst og gera þeim lífið bærilegra.

Ég er kannski ekki alveg inná því hvað þú ert að fara með blessuðu bankana þegar þú segir að ríkið hafi stolið gömlu þrotabúunum. Erum við ekki í skuldasúpu upp fyrir haus út af þessum bönkum. Ég sé ekki að ríkið eða við séum að hagnast á þessari svokölluðu ólögmætu(þjófnaður) yfirtöku heldur séum við í bullandi mínus.

Er þá ekki eðlilegt að þær eignir eða peningar sem þarna finnist fari í það að borga skuldir þjóðarinnar niður gagnvart erlendum kröfuhöfum etc. fremur en fella niður skuldir einstakra skuldara hérna heima við. Þá hlýtur skuldabyrðin að verða meiri á hina eftir sem áður ekki satt ef sú leið er farin eða hvað?

En satt segirðu hvað varðar glæpastarfsemina að You ain't seen nothing yet!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:55

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eggert, eins og staðan er nú blasir ekki við að ríkið muni greiða skuldir gömlu bankanna. Hér verðum við þó að gera greinarmun á skuldum sem eru innlán (eins og IceSave) sem verið er að pína ríkið til að ábyrgjast og skuldum bankanna við s.k. heildsölubanka sem lánuðu bönkunum til að lána áfram í íslenska starfsemi sem og kaup auðmanna á hlutabréfum og áhættufjárfestingum. Það eu sem sagt erlendu heildsölubankarnir sem verða hlunnfarnir, enda banna neyðarlögin okkar það að þeir verði lögsóttir næstu tvö árin (frá 7.10.08). Þar liggur þýifið sem ég er að tala um.

Ég skal játa að ég gerði ráð fyrir að þið hefðu þennan part á hreinu í umræðunni og ég hefði því kannski mátt gera betur grein fyrir þessum mun á skuldbindingunum við útlendingana. 

Haukur Nikulásson, 4.2.2009 kl. 18:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband