Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Tímabært að afmá þessa smán Bandaríkjamanna

Ég hef alltaf haft skömm á þessu viðskiptabanni Bandaríkjamanna sem og því að beita svona aðferðum í samskiptum þjóða yfirleitt.

Oftast er verið að refsa heilli þjóð vegna vondra aðgerða stjórnvalda og þarf ekki að minna íslendinga á að nú fáum við að taka út sambærilega refsingu í lífskjaraskerðingu vegna dómgreindarleysis stjórnvalda, blindu eftirlitsaðila og óhóflegri græðgi auðmanna. Þessa eitraða blanda bitnar á þeim sem ekkert hafa til saka unnið.

Barack Obama virðist óneitanlega vera að gefa nýja von um betra stjórnarfar í Bandaríkjunum ekki veitir okkur af eftir stjórn eins versta forseta sem Bandaríkin hafa valið sér í allri sinni sögu.
mbl.is Castro vill ræða við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannlegur breyskleiki ekki tekinn með í reikninginn

Það er að renna upp fyrir manni smám saman að fyrirsögnin hér að ofan er orsökin fyrir því að pólitískar stefnur hafa ekki gengið upp. Ennþá.

Það er ljóst að hinn eilífi vandræðagangur við að koma upp hinni einu sönnu stefnu við rekstur samfélags steitir á skerjum þeirra mannlegu galla sem við berum öll í mismiklum mæli.

Valdafíkn, peningagræðgi, stjórnuarárátta, fullkomnunarárátta, hefnigirni, einelti, kynþáttafordómar, skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir greindarskorti annarra og fleiri flóknir mannlegir þættir hafa í gegnum tíðina spillt fyrir annars fullkomlega skipulögðum stjórnmálastefnum, kommúnisma, kapítalisma, félagshyggju eða hverju sem þetta kallast allt saman.

Það ætti því að vera næsta verkefni okkar að fara að viðurkenna mannlega galla, ekki bara sem hluta af tilverunni, heldur sem mikilvægum þætti í að koma upp stjórnkerfi sem tekur tillit til þeirra atriða sem hafa hingað til spillt möguleikum okkar til að þróa gott og réttlátt samfélag.


Rikisfjölmiðillinn má alveg vera óhlutdrægari en þetta

Ég tel að mjög margir hlýði á ræður forsætisráðherra á gamlaárskvöldi og forsetans á nýársdag. Það er yfirleitt ekki mikið í þessum ræðum annað en að tala hlýlega og uppörvandi til þjóðarinnar og guma af afrekum liðins árs.

Hefðbundið hefur Morgunblaðið verið litað Sjálfstæðisflokknum eiginlega allar götur frá stofnun og fólk oftast sætt sig við það. En nú er hægt að gera aðrar kröfur til þessa miðils því hann er í raun orðinn ríkisfjölmiðill vegna þess að honum er beinlínis haldið á floti af ríkisbankanum nýja Glitni.

Með þetta í huga er athyglisvert að sjá hvernig Mogginn fjallar annars vegar um ræðu forsætisráðherrans í Sjálfstæðisflokknum og forsetans úr gamla Alþýðuandalaginu.

Geir Haarde fær 1046 orða grein um ræðu sína og tilvitnun í hana á meðan forsetinn fær 101 orð. Pólitískt er hægt að rífast endalaust um það hvor ræðan er betri eða bitastæðari en Morgunblaðið fær falleinkunn fyrir það hversu mjög hann litast af því að stjórnast af ónýtum pótintátum Sjálfstæðisflokksins. Mogganum er beinlínis í mun að láta sjá að hann fyrirlítur forsetann eins og aðrir Sjálfstæðismenn.

Stór hluti ræðu Geirs í gærkvöldi fór í að stilla sér upp við hlið Guðs, látna biskupsins og silfurliðsins úr handboltanum. Sorrý Geir, þetta er bara sorglegt PR múv! (Kristján, þetta er vond fjölmiðlaráðgjöf hjá þér!).

Ég hef aldrei kosið forsetann, ég hef hins vegar oft kosið Geir þó það sé eftirsjá í því núna. 


mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beatles - Get back

Ég stenst ekki mátið. Get back frá árinu 1969 er tekið upp beint á þaki plötufyrirtækis þeirra Bítlanna, Apple. Lögreglan stoppaði giggið snarlega enda fyrirtækið í virðulegu viðskiptahverfi.  Það þarf varla að taka fram að þetta lag fór í fyrsta sæti vinsældalista flestra landa heims þ.á.m. Bandaríkjanna og Bretlands.


Gleðilegt nýtt ár - Happy new year - ABBA

Þetta lag ABBA frá 1980 endaði ágætis áramótaskaup þessa árs með íslenskum texta.

Ég óska öllum gleðilegs árs!

 


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband