Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 17:14
Davíð ER þekktur af hatri og einelti
Allir sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár þekkja mikið til starfa Davíðs og persónu hans. Hann hefur sjálfur ekkert dregið undan með eiginleika persónu sinnar.
Nánir samstarfsmenn andmæla honum aldrei og Geir líklega heldur ekki því hann setur slíkt fólk miskunnarlaust á ísinn. Talar jafnvel aldrei við viðkomandi aftur og lætur sem það sé ekki til.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft að fórna öllu vegna Davíðs er með ólíkindum hjá einum stjórnmálaflokki. Davíð veit of mikið um spillingu og ósóma til að hægt sé að reka hann. Þetta veit alþjóð og Geir þarf ekkert að reyna að fela þessa staðreynd. Úr því Davíð fór ekki af sjálfsdáðum lýsir óhemju valdhroka og síngirni. Geir vissi að hann fengi engu breytt í þessu efni.
Það að Geir reyni þennan málflutning ber því vitni að hann heldur þjóðina vera í einfaldari kantinum.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 17:16
Fjárhagsleg björgun er ekki möguleg með 18% stýrivöxtum áfram
Þessi ákvörðun IMF er algjör fábjánaháttur gagnvart íslenskri þjóð.
Hverja er verið að vernda með 18% stýrivöxtum? Skuldara þessa lands sem hafa til margra ára greitt spákaupmennsku útlendra krónubréfaeigenda og hafa fyrir löngu verið píndir meira en hægt er. Það er ekki meira til i þeirra vösum.
Þessi hálfvitapeningastjórn er beinlínis að segja fólki að það hafi eiginlega engan tilgang að borga skuldir lengur því það stendur enginn undir þessu.
Það er skýlaus krafa að það verði farið í skipulagða niðurfærslu skulda, hvort sem er myntkörfulána og verðtryggðra lána. Hvað þarf marga til að koma stjórnvöldum í skilning að engin önnur leið er fær ef þessi þjóð á að geta lifað?
Það skiptir ekki máli hvort skipt er um ríkisstjórn ef það þýðir ekki að til komi nýjar og raunhæfari björgunaraðgerðir. Ef IMF er ósátt við alvöru aðgerðir þá á bara að skila IMF allri aðstoðinni og hefja sjálfsþurftarbúskap undir hugsuninni að það sé betra að vera fátækur á núlli en skuldugur upp á annan tug milljóna hvert mannsbarn.
Það gengur ekki að halda lántökuvitleysu áfram ef það er bara viðbót á heildarskuldir og áframhaldandi botnlaust vaxtaokur á skuldaranna.
IMF: Munu ræða mögulega vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 08:05
Fyrir alla muni geymið IceSave fráganginn
Groddaleg staða kallar á groddaleg viðbrögð. Það ætti flestum að vera ljóst núna. Af þeim sökum mæli ég sérstaklega með því að ekki verði farið í neinar skuldbindingar varðandi IceSave með neinu hraði. Það liggur ekkert á því.
Þetta mál þarf að skoða út frá því sjónarmiði að hér sé um hamfarir að ræða út frá bankahruni í kjölfar hryðjuverkalaga og meðfylgjandi bótakröfu á Breta. Við þurfum að skoða vandlega hvort við ætlum að hafa þennan fjárhagsklafa í 10 ár eða meira og hafandi enga hugmynd um endanlega fjárhæð á hverju einasta mannsbarni þessa lands, 5, 10 eða jafnvel 15 milljónir.
Flýtum okkur hægt í IceSave málinu. Hafi ég einhvern tíma viljað draga lappirnar þá er það nákvæmlega hér.
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 18:32
Siðlaus ákvörðun um leið og labbað er út úr ráðuneytinu
Ég tek afstöðu með því að við eigum að veiða hvali ef okkur sýnist svo.
Ég er hins vegar alveg á móti því að Einar K. Guðfinnsson taki svona stóra ákvörðun "í dyrinni". þetta er dæmigerð hagsmunagæsla fyrir Jón Loftsson, siðlaus síðustu forvöð að gera manninum pólitískan einkavinargreiða.
Næsti sjávarútvegsráðherra á ekki að fá svona teiknibólu í stólinn frá honum.
Það var ekki eftir neinu að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 23:06
Mogganum alls ekki sjálfrátt með dálæti sitt á Birni
Það er alveg sama hvað út úr Birni kemur, allt skal þetta vera fréttatilefni hjá Morgunblaðinu eins og um stórfréttir sé að ræða. Maður fær á tilfinninguna að alla hugdettur hans séu efni í frétt hjá mbl.is
Ég held að það sé orðið tímabært að minna blaðamenn og ritstjóra á það að þetta er orðinn ríkisfjölmiðill og í aðdraganda kosninga beri þessum miðli að gæta einhvers meðalhófs.
Þær eru orðnar hreint og klárt pirrandi þessar endalausu tilvitnanir í Björn. Mogginn á ekkert eftir nema að biðja Björn um að blogga um draumana sína svo ómerkileg eru þessi fréttatilefni.
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 18:01
Gátu ekki komið sér saman með neinu móti
Það er ljóst af viðtölum við Ólaf að foringjar flokkanna eru bara sammála um að vera ósammála um allt. Annars væri forsetinn ekki að tala við alla foringjana bæði í kvöld og hugsanlega á morgun.
Við gætum því séð aðra stjórn en við erum vön t.d. utanþingsstjórn úr því foringjarnir gátu ekki komið sér saman um að leggja strax fyrir forsetann hugmynd um t.d. þjóðstjórn eða aðra meirihlutastjórn.
Nú verður spennandi sjá framvindu mála.
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 08:08
Verður Solla að fá að vera AÐAL áður en hún hættir?
Það er að koma betur og betur í ljós að völd, vegtyllur og peningar ráða för hjá ráðamönnum þessarar þjóðar ekkert síður en auðmönnunum. Þetta er líka ástæðan fyrir því að engin alvöru rannsókn á afglöpum mun fara fram þegar á reynir. Þetta fólk tengist of illilega.
Það kemur fram að ákörðunum hefur verið slegið á frest vegna veikinda Sollu og það getur heil þjóð ekki sætt sig við. Við sættum okkur enn síður að veikindi Sollu nú þýði að hún eigi í einhverju ímynduðu virðingarskyni að fá að vera forsætisráðherra í einhverjar vikur áður en hún hættir í pólitík. Það er einsýnt að svo verður því miður.
Vegtyllan er sýnilega aðalatriðið, fólkið og þjóðarhagur aukaatriðið.
Vilja taka að sér verkstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 12:16
Hvílið ykkur - Það hafa fleiri bílpróf
Það er að verða átakanlegt að fylgjast með dauðastríði þessarar ríkisstjórnar. Álagið á Sollu og Geir er að ræna þau heilsunni og ónæmiskerfi þeirra er greinilega að láta undan. Veikindin taka völdin á alla lund og spillir áreiðanlega dómgreindinni líka.
Það er löngu tímabært að þau taki sér hvíld. Það er fullt af fólki reiðubúið að taka við og það verður ekkert meira stjórnleysi en nú er. Annað er afneitun, ímyndun, sjúk valdagræðgi eða bara blanda af þessu öllu.
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 11:07
Sá sem ekkert vissi um óhæfuverk Davíðs og Geirs axlar ábyrgðina þeirra
Ég hef alltaf haft þá skoðun að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið dubbaður upp í starf langt fyrir ofan getu hans og burði. Ég reyndar skil að hann hafi verið upp með sér af þeirri upphefð að hljóta ráðherradóm.
Hann var samt áhrifalaus með öllu og var sniðgenginn í sóðalegustu fjármálaákvörðun Íslandssögunnar þegar Davíð ákvað að sparka í Jón Ásgeir og Glitni ótímabært og fá Geir til að stimpla þann gjörning í gegnum ríkisstjórn og Alþingi.
Afsögn Björgvins og Fjármálaeftirlitsins friðar ekkert í þessu máli. Stærstu afglöpin voru ekki hjá honum.
Björgvin hefur komið mér fyrir sjónir sem vel meinandi maður. Það er bara ekki nóg í þetta starf sem hann var í. Það er hefur aldrei verið vænlegt til virðingar að láta teyma sig skaplaust áfram með þeim hætti sem hann gerði.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook
25.1.2009 | 01:22
Lorrie Morgan og Beach Boys með Don't Worry Baby
Don't worry baby (1964) er gamalt og væmið Beach Boys lag. Mér finnst laglínan og hljómagangurinn sérlega hrífandi og nú fékk ég alvöru gæsahúð af því að hlusta á söngkonu sem ég hef aldrei séð eða heyrt fyrr: Lorrie Morgan. Þetta er flott og sjarmerandi kona með þessa íðilfögru kántrýrödd og alveg eðal raddbeitingu. Þetta er besta útgáfa sem til er af þessu lagi og það er söngkonan sem skilar því og hefur einhverja frægustu raddsveit sögunnar á bak við sig. Þetta er tekið upp 1996.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson