Sá sem ekkert vissi um óhæfuverk Davíðs og Geirs axlar ábyrgðina þeirra

Ég hef alltaf haft þá skoðun að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið dubbaður upp í starf langt fyrir ofan getu hans og burði. Ég reyndar skil að hann hafi verið upp með sér af þeirri upphefð að hljóta ráðherradóm.

Hann var samt áhrifalaus með öllu og var sniðgenginn í sóðalegustu fjármálaákvörðun Íslandssögunnar þegar Davíð ákvað að sparka í Jón Ásgeir og Glitni ótímabært og fá Geir til að stimpla þann gjörning í gegnum ríkisstjórn og Alþingi.

Afsögn Björgvins og Fjármálaeftirlitsins friðar ekkert í þessu máli. Stærstu afglöpin voru ekki hjá honum.

Björgvin hefur komið mér fyrir sjónir sem vel meinandi maður. Það er bara ekki nóg í þetta starf sem hann var í. Það er hefur aldrei verið vænlegt til virðingar að láta teyma sig skaplaust áfram með þeim hætti sem hann gerði.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat!

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Haukur.   svo þegar seðlabankastjórinn hann Davíð víkur eða að Baugur fer á hausinn þá lækka stýrivextir niður í 5-7 % ;)

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ertu ekki með fullri meðvitund. 

Viltu ekki bara að Jón Ásgeir og Ólafur í Samskip stjórni næstu ríkisstjórn. 

Viðskiptaráðherra og Fjármálaeftirlitið bera langstærstu ábyrgðina í stjórnkerfinu.

Hins vegar eru sökudólgarnir útrásarvíkingarnir.  Þeim verður að koma á bak við lás og slá.

Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Sylvía

eflaust rétt ályktað, en skref í rétta átt. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf að borga þetta er allt hans sull.

Sylvía , 25.1.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sjáum til hvað afleysingar forsætisráðherrann gerir, notar hún tækifærið og lætur stjórn seðlabanka víkja.

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Rólegur Sigurður. Það er í lagi að við séum ósammála um stærstu sökudólgana í stjórnkerfinu.

Það þarf samt að koma ríkisstjórninni frá til að hægt sé að komast að því að rannsaka hina auðmennina. Þeir eru nefnilega flestir undir verndarvængnum hennar, nema Jón Ásgeir (einkaóvinur Davíðs) og hann er alltaf í skoðun eins og þú veist.

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 11:26

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nú ekki mikil fórn að segja af sér ráðherradómi en ekki þingmennsku og það örskömmu áður en ríkisstjórnin annað hvort springur ellegar gengur gegnum verulegar breytingar. Hvort heldur sem verður er nokk öruggt að Björgvin hefði ekki haldið ráðherradóminum.

Verst að mér sýnist sem svo að ég myndi ekki treysta neinum flokki til að stjórna núna. Samfó og Sjallar búnir að skíta á sig, VG vilja kosningar strax, svo ekki náist að henda fram nýju framboði og áður en fólk sér að þeir hafa engar lausnir og Frjálslyndir... æi, er það?

Það er aumt þegar Framsókn er farin að líta ekki svo illa út.

Ingvar Valgeirsson, 25.1.2009 kl. 23:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 264890

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband