Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Napóleon endurfæddur?

Ekki veit ég hvern Stefán Eiríksson er að reyna að sannfæra. Öll þjóðin sá í sjónvarpi hvað fór fram þarna við Rauðavatn og það var að lögreglan ætlaði sér að efna til óeirða. Þeir mættu með óeirðaátfittið en ekki vörubílstjórarnir. Ekki ætla ég að afsaka vitleysuna í bílstjórunum heldur, þeir höguðu sér eins og börn en það var lögreglan sem missti sig, svo einfalt var það.

Ég held að Stefán sé alveg að tapa sér með því að fara fram á árángurstengd laun. Ef svo væri ætti dómgreind og frammistaða yfirmanna lögreglunnar við Rauðavatn að gera þá launalausa þetta árið. GAS!-GAS!-GAS!


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið á mesta hugsunarlausa fylgið af öllum flokkum - Ég var þar!

það ótrúlega sterkt að vera Sjálfstæðismaður. Ég þekki það og var það í rúm 30 ár. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þessar. Uppalinn af foreldrum, skynsama og ríka fólkið kaus íhaldið. Hinir nöldruðu bara og voru reiðir. En helsta ástæðan var samt alltaf bara að kjósa í hugsunarleysi.

Ég skil ekki hvernig flokknum er endalaust fyrirgefnar syndirnar. Forystan beitti sérstökum brögðum til að koma dæmdum þjófi á þing. Þá var mælirinn fullur hjá mér. Hvers vegna er svo mikil mannfæð að það þurfti að þröngva einum latasta þingmanni sögunnar inn á þing ferskum úr afplánun? Vissi hann eitthvað sem ekki mátti heyrast? Mátti búast við að hann syngi annað en brekkusöngva?

Það sem sá dæmdi gerði er þó hrein smán við hliðina á því þegar Árni Mathiesen seldi bróður sínum og vinum megnið af eignum varnarliðsins á hálfvirði. Ekkert bólar á rannsókn á því máli og því haldið dauðu í þinginu þrátt fyrir að Atli Gíslason hafi reynt að koma þeirri rannsókn áfram. Einnig eru stöðuveitingar í kerfinu svo margar og ógeðfelldar að ég færi í sérstaklega vont skap við að telja það upp núna.

Samfylkingin á ekki jafn hugsunarlaust fylgi, enda reitist það núna af flokknum í réttu hlutfalli við endurteknar þotuferðir utanríkisráðherra til að dúlla sér á NATO-fundum og draumnum um að leysa stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs á meðan Róm brennur hér heima.

Ofangreind mál sýna mér svo ekki verður um villst, að heiðarleiki stjórnmálamanna skiptir þorra kjósenda engu máli! Hvernig getur hinn almenni borgari búist við að fá almennilega, vel vinnandi og heiðarlega ríkisstjórn þegar hann gefur ekki skít í það hvern hann kýs? Er ekki þjóðin bara að fá það sem hún á skilið?


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að innleiða kerfi frá ESB/EES ef það enginn vill vinna skv. því?

Stundum finnst mér að það eigi að reka ofan í okkur allt ESB/EES regluverkið í kokið á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þegar á reynir og launabuddan verður fyrir því er greinilega staðið fyrir föstum fótum eins og hjúkrunarfræðingarnir gerðu nú.

Hvenær hefur það tíðkast að hægt sé að framkalla breytingar á vinnutilhögun og ætlast til að fólk kyngi kjaraskerðingu í leiðinni? Og það meira að segja á tímum sem allir hækka frekar í launum en lækka? Og í ofanálag í 11.8% verðbólgu m.v. 12 mánaða tímabil?

Hjúkrunarfræðingar eru það stór hluti vinnuafls heilbrigðiskerfisins að það þarf ekki að segja mér að Guðlaugur Þór hafi ekki verið meðvitaður um stöðuna fyrir löngu, allt annað væri vítavert kæruleysi í starfi. Maðurinn er nýbúinn að flæma forstjóra Ríkisspítalanna frá störfum.

Guðlaugur Þór þarf að bakka með nákvæmlega ALLT í þessu máli. Dæmi hver sem vill um hæfi hans sem heilbrigðisráðherra með allt þetta upphlaup.


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264949

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband