Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
6.10.2008 | 09:29
Ráðalausir, hugmyndalausir og vonlausir
Mér finnst eins og að fundahöld helgarinnar endurspegli ofangreinda fyrirsögn. Það er nefnilega að verða morgunljóst að enginn hefur hugmynd um það hvernig á að bregðast við svona ástandi.
Það hljóp styggð í fuglagerið og það veit enginn í hvaða átt hópurinn flýgur og því siður hvar og hvenær hann sest aftur. Hagfræði er þess vegna í svona ástandi bara ágiskunarvísindi eins og svo mörg önnur fræði.
Þokukennd yfirlýsing um að ná samkomulagi um HUGMYNDIR um hvernig bankarnir gætu unnið saman að því að tryggja stöðugleika í fjármálalífinu í samvinnu við ríkisstjórn og Seðlabanka hlýtur að segja okkur allt um algert ráðleysi. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið setið lengur við að búa til loðna orðalagið í feitletruðu setningunni en að velta upp einhverjum raunverulegum góðum ráðum.
Milljarðar sem hafa verið settir í alls kyns bruðl og tímaskekkjur væru betur komnar í varasjóðum núna. Það er orðið tímabært að færa þetta samfélag til nútímans og fleygja út óþarfa huglægu rugli sem þjóðin getur verið án.
Sameiginleg aðkoma að Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook
5.10.2008 | 00:51
Háir stýrivextir og krónubréfin rústuðu krónunni
Ég er kominn á þá skoðun að hávaxtastefna Seðlabankans hafi valdið hruni krónunnar meira en annað.
Útgáfa erlendra fjármálastofnana á krónubréfum í skjóli hárra stýrivaxta hafi gert krónuna óeðlilega sterka á meðan allt lék í lyndi en valdi hruni þegar almenn tiltrú á efnahagslífið gufar upp. Þjóðnýting Glitnis bætir síðan enn í vegna þess að það fór nákvæmlega engum sögum af erfiðleikum á þeim bæ og það gerir okkur ótrúverðug í framhaldinu með hina bankana og fjármál ríkisins.
Þetta styður enn frekar þá skoðun að Seðlabankinn og stefna hans í stýrivaxtamálum sé hér mjög stór þáttur í gengishruninu. Ef ekki hefðu verið himinháir stýrivextir og þar af leiðandi svona svakaleg eftirspurn eftir krónum í spákaupmennsku útlendinga, hefði gengi krónunnar trúlega verið mun lægra og ekki komið svona þungur og illbær skellur í einu lagi eins og nú er raunin.
Rætt við norræna seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 09:16
Geir lét þá vita af væntanlegri sameiningu Landsbankans og Glitnis
Það er ekki glæta í atburðum undanfarinna daga nema tilgangurinn hjá Davíð hafi verið að koma Glitni á skrapverði inn í Landsbankann. Til þess er notað lausafjárkvef Glitnis.
Til þess að þessir verknaðir allir fái einhvern frið þarf að upplýsa helstu leikendur á þann hátt að þeir maldi ekki of mikið í móinn eftir á. Þá á ég við stjórnarandstöðuna og helstu keppinautana á fjármálamarkaðinum.
Landsbankinn og Björgólfur Thor hafa safnað undanfarið. Landsbankinn selur Straumi erlendu starfsemi sína og Björgólfur Thor hefur að undanförnu gert sig "liquid" til að mæta því sem hann kallaði sjálfur "brunaútsölu".
Allt þetta brölt á eftir að ganga mjög nærri Sjálfstæðisflokknum. Eignatilfærslan frá hluthöfum Glitnis yfir á (væntanlega) hluthafa Landsbankans eru svik sem stór hópur Sjálfstæðismanna mun ekki fyrirgefa Davíð og Geir.
Það verða því miður vondar afleiðingar af þessum síðustu fjörbrotum Davíðs. Vantraust fólks á stjórnmálamönnum og stjórnendum fjármálastofnana mun taka langan tíma að jafna sig. Ég er auk þess sannfærður um að fólk eigi eftir að verða mjög hissa á því í framtíðinni að einn maður skuli yfirhöfuð hafa haft slíkt vald til að setja efnhagslíf heillar þjóðar í jafn mikinn vanda og raun ber vitni í jafn annarlegum tilgangi.
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2008 kl. 23:25 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson