Háir stýrivextir og krónubréfin rústuðu krónunni

Ég er kominn á þá skoðun að hávaxtastefna Seðlabankans hafi valdið hruni krónunnar meira en annað.

Útgáfa erlendra fjármálastofnana á krónubréfum í skjóli hárra stýrivaxta hafi gert krónuna óeðlilega sterka á meðan allt lék í lyndi en valdi hruni þegar almenn tiltrú á efnahagslífið gufar upp. Þjóðnýting Glitnis bætir síðan enn í vegna þess að það fór nákvæmlega engum sögum af erfiðleikum á þeim bæ og það gerir okkur ótrúverðug í framhaldinu með hina bankana og fjármál ríkisins.

Þetta styður enn frekar þá skoðun að Seðlabankinn og stefna hans í stýrivaxtamálum sé hér mjög stór þáttur í gengishruninu. Ef ekki hefðu verið himinháir stýrivextir og þar af leiðandi svona svakaleg eftirspurn eftir krónum í spákaupmennsku útlendinga, hefði gengi krónunnar trúlega verið mun lægra og ekki komið svona þungur og illbær skellur í einu lagi eins og nú er raunin. 


mbl.is Rætt við norræna seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Seðlabankinn gerði það sem honum bar að gera til að stemma sigu við meintri verðbólgu eins og hún er skilgreind með neysluvísitölunni. Sú verðbólgumæling inniheldur m.a. íbúðarverð sem á síðustu misserum var ekki í takt við annað verðlag í landinu. Þannig mældisr verðbólgan mun hærri og eðlileg viðbrögð Seðlabanka því að hækka stýrivexti og/eða auka bindiskyldu viðskiptabankana í seðlabankanum. Þannig lyggur næringarrík rót í pitt vitlausrar vísitölu neysluverð - íbúðir eru ekki neysluvara. Eftirleikurinn er síðan sá sem þú lýsir vel. Góða helgi - ev

Einar Vilhjálmsson, 5.10.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er rétt Einar. Undanfarinn var að sjálfsögðu offramboð á lánum sem umfram allt annað ýttu húsnæðisverðinu upp í tóma vitleysu og komu inn í verðbólgumælinguna eins og þú lýsir. Viðbrögð Seðlabankans voru allan tímann röng.

Haukur Nikulásson, 5.10.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Til hamingju Ísland og muna svo, X-D.

Björn Heiðdal, 5.10.2008 kl. 04:29

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nokkuð til í þessu

Sigurður Þórðarson, 5.10.2008 kl. 09:05

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband