Geir lét þá vita af væntanlegri sameiningu Landsbankans og Glitnis

Það er ekki glæta í atburðum undanfarinna daga nema tilgangurinn hjá Davíð hafi verið að koma Glitni á skrapverði inn í Landsbankann. Til þess er notað lausafjárkvef Glitnis.

Til þess að þessir verknaðir allir fái einhvern frið þarf að upplýsa helstu leikendur á þann hátt að þeir maldi ekki of mikið í móinn eftir á. Þá á ég við stjórnarandstöðuna og helstu keppinautana á fjármálamarkaðinum.

Landsbankinn og Björgólfur Thor hafa safnað undanfarið. Landsbankinn selur Straumi erlendu starfsemi sína og Björgólfur Thor hefur að undanförnu gert sig "liquid" til að mæta því sem hann kallaði sjálfur "brunaútsölu".

Allt þetta brölt á eftir að ganga mjög nærri Sjálfstæðisflokknum. Eignatilfærslan frá hluthöfum Glitnis yfir á (væntanlega) hluthafa Landsbankans eru svik sem stór hópur Sjálfstæðismanna mun ekki fyrirgefa Davíð og Geir.

Það verða því miður vondar afleiðingar af þessum síðustu fjörbrotum Davíðs. Vantraust fólks á stjórnmálamönnum og stjórnendum fjármálastofnana mun taka langan tíma að jafna sig. Ég er auk þess sannfærður um að fólk eigi eftir að verða mjög hissa á því í framtíðinni að einn maður skuli yfirhöfuð hafa haft slíkt vald til að setja efnhagslíf heillar þjóðar í jafn mikinn vanda og raun ber vitni í jafn annarlegum tilgangi.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Þetta er hárrétt. 

Þessi einleikur Davíðs og Geirs mun rústa okkar efnahagslífi, skaða okkur öll og gera fjölmarga eignalausa.

Sé enga aðra lausn en að snúa ofan af þessum gerningi með því aðGlitnir sameinist erlendum eða Íslenskum banka og Seðlabanki eða ríki komi þar hvergi nærri

Kjósandi, 2.10.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammál þessu Haukur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.10.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður Haukur

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 10:45

4 identicon

Sælir,

  Það getur ekki verið að Davíð Oddsson sé að þessu eingöngu til að koma höggi á einhverja aðila. Þetta er skemmtileg samsæriskenning, og kannski ágætt innlegg í "stjórnmálaumræðuna", en aftur á móti afar hæpið. Glitnir var einfaldlega kominn í þrot, hann skuldaði gríðarlega mikið í skammtímalánum og lánaði síðan út í langtímalánum. Menn eru ekkert að leika sér að fara í Seðlabankann. Auðvitað eru þúsundir manns svekktir, en þeir vissu þetta alveg eða máttu vita að svona gæti farið. Nóg er að líta í kringum sig.

   T.d. varðandi umræðuna um að menn hafi talið allt í himna lagi, sbr. forsætisráðherra, þá hefur hann ekki sérstaka innsýn inn í stöðu banka á hverjum tíma. Einnig að ef hann hefði talað um að ástandið væri slæmt, þá væru sömu aðilar að álasa honum fyrir að hafa átt þátt í falli þeirra!!

    Menn tala svo út og suður um svona mikilvæg málefni og eru illilega litaðir. Það þjónar engum tilgangi.

  Hins vegar hefur "stefna" ríkisins í efnhagsmálum, einkavæðingu o.fl. verið stórslys, og er þetta ástand í dag bein afleiðing af henni, en það er aftur á móti stærra mál, og þar eiga allir flokkar sök!!!! 

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband