Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 08:17
Af hverju fær ríkið meira en brotaþolinn?
Mér finnst sérkennilegt að dómurinn dæmi konuna í 180.000 króna sekt í ríkissjóð en leigubílstjórinn fái bara 100.000 krónur.
Þetta finnst mér sérkennileg afgreiðsla. Verður dómstólum landsins brátt uppálagt að afla sértekna til að fjármagna eigin rekstur með hærri sektum?
Réðst á leigubílstjóra sem neitaði að lækka í útvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 16:22
Munu Vinstri-græn blaðra niður spáfylgið?
Yfirleitt er það svo að þegar flokkar eru að ljúka landsfundum sínum þá mælast þeir vel í skoðanakönnunum vegna mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum.
Oft hefur flokkum tekist að búa til nokkuð jákvæða ásýnd í kringum landsfundi sína en ég má hundur heita ef VG tekst ekki núna að hafa endaskipti á hlutunum.
Vanhugsað blaður formannsins um "netlöggu" til að vinna gegn klámi á netinu, ályktun flokksins og hamagangur á sama sviði á landsfundinum sem og kjör uppivöðslusamra og öfgafullra femínista eiga eftir að fæla venjulega fólkið frá því að styðja þennan flokk.
Það sem er reyndar heppilegasta staðreyndin fyrir samkeppnisflokkana þeirra (og væntanlega samkeppnisflokka!) er að því meira sem bent er á þessar öfgar, þeim mun forhertari verður forystan þeirra í að halda fram vitleysunum.
25.2.2007 | 09:37
Kemst hófsemi í tísku aftur?
Mér finnst svolítið raunalegt að horfa upp á hversu miklar öfgar eru komnar í íslenskt samfélag. Við sjáum þetta eiginlega á öllum sviðum.
Einkavinavæðing núverandi stjórnarflokka hefur gert allmarga einstaklinga svo ríka að þeir vita ekki lengur hvernig á að sólunda því fé sem þeim hefur verið hálfgefið. Innflutningur á heimsfrægum skemmtikröftum til landsins í afmælisveislur ber þessu glöggt vitni. Venjulegt fólk verður eiginlega forviða á því hversu ámátleg svona sýndarmennska getur orðið.
Vinstri grænir héldu ársfund sinn og merktu sig rækilega sem öfgafullan femínistaflokk. Þann sama sem fór á límíngunum yfir litlum hópi perra frá útlöndum sem vildu koma hingað í skemmtiferð. Þrátt fyrir að lög hafi verið brotin og almennri kurteisi og háttvísi kastað fyrir róða sér þessi öfgahópur ekkert athugavert við það, tilgangurinn helgi meðalið. Vinstri græn stilltu sér upp þannig að þau munu ekki ná til hófsamari hluta kjósenda.
Smám saman er einkavæðing fjármálafyrirtækjanna að sýna sitt rétta andlit. Stjórnendur margra þessara fyrirtækja eru í augljósu samráði sem sést best á því að hér eru þeir að taka tvöfalt hærri raunvexti hér á landi en þeir gera sjálfir í útlöndum. Þetta virðumst við hafa upp úr því þegar stjórnmálamenn afhenda einkavinum ríkiseignir, þeir hafa ekki sýnilegan áhuga á samkeppni sín á milli. Svo á að bæta um betur og koma veitukerfi landsmanna í sömu hendur sem og þjóðareigninni sem er fiskurinn í sjónum. Ekki lækkar raforkuverðið eða soðningin væntanlega við það?
Frjálslyndir eru fyrir slysni orðnir að rasistaflokki. Þeir fela sig á bak við tiltölulega hófsama umræðu foringjanna sem samt sem áður nær best eyrum þeirra sem er illa við útlendinga. Þetta virtist um tíma gefa þeim fylgisaukningu sem samt eitthvað hefur dregið úr. Einnig virðist það ætla að vera ólán rasistaflokksins að velja í forystu svolítð einlitt lið harðra karla til að leiða lista. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki hófsama ásýnd.
Samfylkingin er orðið eins og titrandi smáblómið í þjóðsöngnum. Villuráfandi og óákveðin stefna virðist þar vera ráðandi í flestum málum. Forystan virðist þreifa fyrir sér með biðlun í allar áttir til þess að reyna finna út hvernig þeir geta kjaftað upp fylgi með einhverju móti. Örvæntingin er eitthvað svo augljós og glötuð að maður eiginlega hálf vorkennir þeim. Samfylkingin er ekki einn af þessum flokkum sem kann að eiga við mismunandi skoðanir meðal flokksmanna sinna. Á endanum sker frúin úr ágreiningsmálum um stefnuna með tilskipunum að hætti Davíðs Oddsonar.
Við erum margir jafnaðarmenn, sem tilheyrðum Sjálfstæðisflokknum áður, að vonast til þess að fram komi nýtt framboð þar sem venjulegt fólk getur hugsað sér að kjósa. Helst flokk sem hvetur til þess að samfélagið sameinist um að bæta tilveruna án þess að detta út í græðgi, óhóf og öfgar. Það vantar flokk hinna venjulegu hófsömu vinnandi manna og kvenna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook
24.2.2007 | 19:27
Vondur flokkur með góða einstaklinga
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins (já nöfn eru endurnýtt). Nafn íhaldsflokksins þótti ekki nógu aðlaðandi að mati ungra manna.
Samfylkingin var sett á stofn með samruna Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og samtaka um kvennalista og er því ekki gamalt fyrirbrigði. Samt virkar hann þreyttur enda mistókst að sameina alla flokksfélaga aðildarflokkanna og megnið af gamla Alþýðubandalaginu varð að VG (vinstri grænum).
Framsóknarflokkurinn er elstur flokka á Íslandi og hann ber þess glögg merki. Þeir fáu sem þar eru eftir þrífast í ótrúlegu spillingarfeni. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki langt að baki en þar eru hins vegar mikið meira af óbreyttum flokksmönnum sem kosið hafa flokkinn meira af gömlum vana en hugsjón. Líkt og ég gerði sjálfur í 30 ár.
Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt mér að fólkið þarf að vinna fyrir hann. Hann vinnur ekki fyrir nema brot flokksmanna. Forystumenn flokksins vinna nánast bara fyrir auðmenn, útvegsmenn og einkavini. Mestur hluti flokksmanna, sem eru jafnaðarmenn eins og ég, eru ekki að fá neitt út úr þessum flokki en eiga bara eftir að uppgötva að þeir eru landlausir og áhrifslausir gagnvart spillingunni. Þeir eiga eftir að fá ráðrúm til að hugsa fyrir næstu kosningar og ég mun eftir megni reyna að opna augu þeirra.
Ég fer ekki ofan af því að ég á marga góða vini og kunningja í Sjálfstæðisflokknum. Flestir eiga það sammerkt að vera vandaðar og vel meinandi manneskjur sem því miður nenna ekki mikið að pæla í pólitík. Þeir hafa flestir hálfgert (þó ekki djúpt) óbeit á hinum flokkunum og líta svo á að það sé ekkert betra að hafa annars staðar.
Þessu þarf og verður að breyta. Um leið og fram kemur framboð sem getur tekið meira en 10-15% fylgi er möguleiki að þeir hreyfi sig og ef möguleikinn er allt að 25% þá munu þeir hreyfa sig svo um munar. Þá verður vakning því flestir eru þeir vanir að kjósa flokk sem GETUR það sem hann vill en er ekki smábrot örfárra kverúlanta og sérvitringa.
Vonandi sjá góðir menn og konur til þess að nýtt framboð verði að veruleika á B R E I Ð U M grundvelli og hafi vit á að laða til sín ÖLL þau atkvæði sem þarf til að hafa alvöru áhrif. Látum ekki breidd í skoðunum trufla okkur heldur vinnum á því eins og fólk.
Flokkar eiga ekki fólk. Það verður fleirum en mér ljóst í næstu kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook
23.2.2007 | 16:31
Sjálfstæðismenn - Styðjið þið ennþá Íraksstríðið?
Það virðist alveg sama hversu mikið er hamrað á Sjálfstæðismönnum með að bakka út úr stuðningnum við stríðið í Írak það er engu viti komandi fyrir Geir H. Haarde. Blóðbaðið og ógeðið þar er þyngra en tárum taki og á sama tíma sér forsætisráðherran sóma sinn frekar í að fordæma með látum lítinn perrahóp en getur alls ekki séð hvar hann getur í alvöru látið til sín taka. Þetta kallar maður að kunna sannarlega að skilja aukaatriði frá aðalatriðum!
Þessi stuðningur við Íraksstríðið er eitt af mörgum atriðum sem gerir Sjálfstæðisflokkinn ótrúverðugan sem stjórnmálaafl. Þess vegna hætti ég í honum eftir 30 ára dyggan stuðning.
Nú langar mig að spyrja Sjálfstæðismenn sem þetta sjá: Styðjið þið ennþá Íraksstríðið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook
23.2.2007 | 12:34
Heppinn - Já svo sannarlega!
Ég datt inn á bloggsíðu Sigurlínar Magrétar Sigurðardóttur, bloggvinkonu minnar, sem nú situr sem varaþingmaður á Alþingi. Sigurlín var að lýsa reynslu sinni af menningarviðburði sem hún fylgdist með en fór meira og minna ofangarðs og neðan hjá henni vegna heyrnarleysis.
Við þennan lestur uppgötvaði ég hversu heppinn ég væri. Ég hefði heyrn, meira að segja nokkuð góða og gæti notað hana mér til mikillar ánægju við iðkun eins mesta áhugamáls míns sem er tónlist. Þvílík heppni!
Ég áttaði mig líka á því að í vikunni er ég búinn að vera bæði í badminton og dansi sem ég hef mikla ánægju af. Badmintonið hef ég iðkað í rúm 30 ár og er í afburða skemmtilegum félagsskap. Dansinn byrjaði í fyrravetur og er mér líka til mikillar ánægju. Þar kynnist maður einnig mörgu skemmtilegu fólki. Samt er það ekki sjálfgefið að þú getir iðkað þessi áhugamál. Auk heyrnar þarftu sjón, andlegt atgervi og hreyfigetu við hæfi.
En það búa ekki allir við þessi lífsgæði og það þarf að setja sig í spor þess fólks og skilja að það þarf líka að geta iðkað hreyfingu og áhugamál á við aðra. Samfélag jafnaðarmennsku gerir kröfu til þess að við bætum þeirra lífsgæði í þessa átt.
Ég held að okkur sé öllum hollt og staldra aðeins við þegar manni finnast hlutirnir vera á einhvern hátt á móti sér og gleðjast yfir öllu því sem maður þó hefur og eru ekki á allra færi.
7-9-13. - Bank bank (undir borðið!)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook
22.2.2007 | 14:43
Tvískinnungur hótelsins - selja sjálfir klámefni
Hvaða álit menn svo sem hafa á þessari klámráðstefnu (hvort sem hún kemur eða ekki) þá verður því ekki neitað að hótelin eru ekki beinlínis heppilegustu aðilarnir til að vera með tepruskap hérna.
Hótelin eru flest ef ekki öll með í því að selja klámefni í smásölu á lokuðu sjónvarpsrásunum sínum. Það að hafna þessum "birgjum" virkar því kjánalega á mann. Hótelin eru ekki trúverðug í vandlætingu sinni.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2007 | 08:31
Er þjófnaður nú orðinn "ágreiningur"
Enn einn ótrúlegur málflutningur til að fegra trjáþjófnaðinn í Heiðmörkinni. Borgarstjórinn í Reykjavík þarf núna að verja samflokksmann sínn Kópavogi og bjarga honum úr skítnum.
Þetta bætist við málflutning Gunnars Birgissonar að verktakinn hafi fært trén í "geymslu" svo þeim yrði ekki stolið (Yeah right!). Samt getur engin gert grein fyrir því hvað varð af stærstu trjánum. Gunnar hefur hingað til ekki vikið sérstaklega úr vegi til að þjóna hagsmunum Reykvíkinga, sérstaklega á meðan R-listinn var við völd. Af þeirri ástæðu er ekki trúverðugur málflutningur hans.
Gunnar ætlar að beita þeirri taktík að verða "réttlátlega reiður" þessari ásökun og kallar móðursýki. Hann reyndar veit sem er að eftir smá tíma er þetta liðið og gleymt og hann getur óáreittur haldið áfram að hræra í sínum kötlum að vild.
Borgarstjórinn í Reykjavík beitir hér siðlaust áhrifum sínum til að kúga stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur til að hætta við að kæra tiltölulega einfalt þjófnaðarmál. Eru stjórnarmennirnir lyddur eða hvað?
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2007 | 08:45
Öfgafullu femínistarnir auglýsa upp "Klámráðstefnuna miklu á Íslandi"
Ég get ekki lengur orða bundist yfir vandlætingunni sem fylgir einhverri skemmtiferð sem framleiðendur blás myndefnis ætla að bregða sér í hingað til lands.
Það keppist hver um annan þveran um að hafa hærra en næsta manneskja um vanþóknun sína á þessu athæfi fólksins sem veldur því að auglýsingin sem þessi viðburður fær er að verða með ólíkindum. Mér er nær að halda að öll þessi athygli sem tepruliðið beinir að þessu fólki geri ekkert annað en að selja fyrir það meira af vörunni sinni.
Það getur líklega enginn svarað því hver sé munurinn á erótík og klámi, enda bæði loðið og teygjanlegt.
Sjálfur tel ég margt af því sem teprurnar kalla klám ekki annað en saklausan lystauka fyrir venjulegt fólk með heilbrigða kynlöngun. Finnst mér stundum að teprurnar hefðu mátt frekar beita sér gegn einhverju af því ofbeldisfulla myndefni sem tröllríður öllum sjónvarpsrásum og kveikir upp ofbeldishneigð hjá veikgeðja börnum og unglingum.
Mér finnst það skot yfir markið að ætla fólki sem framleiðir erótískt efni fyrir venjulegt fólk séu eitthvað líklegri en aðrir til að vera barnaníðingar og þrælasalar. Svona hagar maður sér ekki og svona segir maður ekki. Þetta er álíka og að halda því fram að maður sem á samfarir með konunni sinni hljóti að misnota börnin sín líka! Come on!
Undarlegt þykir mér að fylgjast með áhrifagirni nýja borgarstjórans sem er farinn að tala eins og öfgafullur femínisti. Þarna er á ferðinni skrýtin fíkn í að þóknast einhverri pólitískri rétthugsun.
Skemmtiferð útlendinganna, sem hefði getað farið fram í kyrrþey, er að verða að stórkostlegum fjölmiðlasirkus í boði teprufullra öfga femínista sem eru svo viti sínu fjær að þær auglýsa atburðinn upp með látum og óhemjugangi í stað þess að beita þögninni sem vopni.
Ég ætla mér ekki að verja neitt sem heitir þrælasala, mansal eða barnaníð. Það eru ógeðfelld mál sem stöðugt þarf að berjast við. En það eru takmörk fyrir því hverja við sökum um slíkan verknað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook
20.2.2007 | 14:47
Takið þessu eins og menn!
Guðmundur Marteinsson er óheppinn í orðavali. Fréttin fór nefnilega ekkert framhjá neinum þ.e. að matvöruverðið í Bónus sé bara almennt mjög gott ef kjötvaran er undanskilin.
Það er hins vegar "Bónus" á fréttina að fá mýsnar þarna inn í mynd. Það væri gargandi snilld ef starfsmönnum fyrirtækisins hefði tekist að rúlla tveimur kartöflum með þessu snilldarhandbragði að þær litu út eins og mýs. Þeir æfa þetta kannski þegar lítið er að gera?
Guðmundur hefði átt að njóta aðstoðar "kynningarfulltrúa" áður en hann tjáði sig. Sá hefði getað ráðlagt honum að segja að mýsnar væru bara þarna í starfskynningu og yrðu farnar fljótlega.
Okkur hinum dettur kannski í hug að þetta sé tilfallandi óheppni hjá fyrirtækinu í merkingunni "Shit happens" og taka því bara eins og menn og uppræta vandann!
EFTIRMÁLI: Það er mér bæði ljúft og skylt að játa að við skoðun á betri upptökum en á vefnum kom í ljós að þetta voru í raun kartöflur að rúlla, þvílík snilld! Það er gott að játa að maður geti haft rangt fyrir sér og viðurkenni mistök, sem ég geri fúslega hér með. Guðmund bið ég afsökunar á meinfyndninni. (Helst hefði ég viljað eyða blogginu en það væri ekki heiðarlegt og verð því að búa við skömmina af því að láta myndefnið blekkja mig eins og svo margir aðrir gerðu reyndar með mér.)
Kartöflumús í Bónus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson