Takið þessu eins og menn!

Guðmundur Marteinsson er óheppinn í orðavali. Fréttin fór nefnilega ekkert framhjá neinum þ.e. að matvöruverðið í Bónus sé bara almennt mjög gott ef kjötvaran er undanskilin.

Það er hins vegar "Bónus" á fréttina að fá mýsnar þarna inn í mynd. Það væri gargandi snilld ef starfsmönnum fyrirtækisins hefði tekist að rúlla tveimur kartöflum með þessu snilldarhandbragði að þær litu út eins og mýs. Þeir æfa þetta kannski þegar lítið er að gera?

Guðmundur hefði átt að njóta aðstoðar "kynningarfulltrúa" áður en hann tjáði sig. Sá hefði getað ráðlagt honum að segja að mýsnar væru bara þarna í starfskynningu og yrðu farnar fljótlega.

Okkur hinum dettur kannski í hug að þetta sé tilfallandi óheppni hjá fyrirtækinu í merkingunni "Shit happens" og taka því bara eins og menn og uppræta vandann!

EFTIRMÁLI: Það er mér bæði ljúft og skylt að játa að við skoðun á betri upptökum en á vefnum kom í ljós að þetta voru í raun kartöflur að rúlla, þvílík snilld! Það er gott að játa að maður geti haft rangt fyrir sér og viðurkenni mistök, sem ég geri fúslega hér með. Guðmund bið ég afsökunar á meinfyndninni. (Helst hefði ég viljað eyða blogginu en það væri ekki heiðarlegt og verð því að búa við skömmina af því að láta myndefnið blekkja mig eins og svo margir aðrir gerðu reyndar með mér.Blush)


mbl.is Kartöflumús í Bónus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 264864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband