Kemst hófsemi í tísku aftur?

Mér finnst svolítið raunalegt að horfa upp á hversu miklar öfgar eru komnar í íslenskt samfélag. Við sjáum þetta eiginlega á öllum sviðum.

Einkavinavæðing núverandi stjórnarflokka hefur gert allmarga einstaklinga svo ríka að þeir vita ekki lengur hvernig á að sólunda því fé sem þeim hefur verið hálfgefið. Innflutningur á heimsfrægum skemmtikröftum til landsins í afmælisveislur ber þessu glöggt vitni. Venjulegt fólk verður eiginlega forviða á því hversu ámátleg svona sýndarmennska getur orðið.

Vinstri grænir héldu ársfund sinn og merktu sig rækilega sem öfgafullan femínistaflokk. Þann sama sem fór á límíngunum yfir litlum hópi perra frá útlöndum sem vildu koma hingað í skemmtiferð. Þrátt fyrir að lög hafi verið brotin og almennri kurteisi og háttvísi kastað fyrir róða sér þessi öfgahópur ekkert athugavert við það, tilgangurinn helgi meðalið. Vinstri græn stilltu sér upp þannig að þau munu ekki ná til hófsamari hluta kjósenda.

Smám saman er einkavæðing fjármálafyrirtækjanna að sýna sitt rétta andlit. Stjórnendur margra þessara fyrirtækja eru í augljósu samráði sem sést best á því að hér eru þeir að taka tvöfalt hærri raunvexti hér á landi en þeir gera sjálfir í útlöndum. Þetta virðumst við hafa upp úr því þegar stjórnmálamenn afhenda einkavinum ríkiseignir, þeir hafa ekki sýnilegan áhuga á samkeppni sín á milli. Svo á að bæta um betur og koma veitukerfi landsmanna í sömu hendur sem og þjóðareigninni sem er fiskurinn í sjónum.  Ekki lækkar raforkuverðið eða soðningin væntanlega við það?

Frjálslyndir eru fyrir slysni orðnir að rasistaflokki. Þeir fela sig á bak við tiltölulega hófsama umræðu foringjanna sem samt sem áður nær best eyrum þeirra sem er illa við útlendinga. Þetta virtist um tíma gefa þeim fylgisaukningu sem samt eitthvað hefur dregið úr. Einnig virðist það ætla að vera ólán rasistaflokksins að velja í forystu svolítð einlitt lið harðra karla til að leiða lista. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki hófsama ásýnd.

Samfylkingin er orðið eins og titrandi smáblómið í þjóðsöngnum. Villuráfandi og óákveðin stefna virðist þar vera ráðandi í flestum málum. Forystan virðist þreifa fyrir sér með biðlun í allar áttir til þess að reyna finna út hvernig þeir geta kjaftað upp fylgi með einhverju móti. Örvæntingin er eitthvað svo augljós og glötuð að maður eiginlega hálf vorkennir þeim. Samfylkingin er ekki einn af þessum flokkum sem kann að eiga við mismunandi skoðanir meðal flokksmanna sinna. Á endanum sker frúin úr ágreiningsmálum um stefnuna með tilskipunum að hætti Davíðs Oddsonar.

Við erum margir jafnaðarmenn, sem tilheyrðum Sjálfstæðisflokknum áður, að vonast til þess að fram komi nýtt framboð þar sem venjulegt fólk getur hugsað sér að kjósa. Helst flokk sem hvetur til þess að samfélagið sameinist um að bæta tilveruna án þess að detta út í græðgi, óhóf og öfgar. Það vantar flokk hinna venjulegu hófsömu vinnandi manna og kvenna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 264891

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband