Hvað þurfa þessir kappar að gera áður en þeir eru handteknir?

Aumingjagangur yfirvalda í kjölfar hrunsins er skiljanlegur. Stjórnvöld framleiddu "auðmenn" úr hópi einkavina sinna og hafa því aldrei getað beitt sér að nokkru einasta viti að því að upplýsa þá efnahagsfölsun sem átt hefur sér stað síðustu ár.

Vandamálið er nefnilega að þeir sem eru sekastir allra sleppa. Það eru Davíð og Halldór, mennirnir sem skópu jarðveginn og völdu persónulega þá einkavini sem fengu bankana og ríkisfyrirtækin. Þeir sleppa endalaust í skjóli þeirra "vina" sinna á Alþingi sem ennþá stjórna. Það er algjört ráðleysi í stjórnkerfinu í bland við ákvarðanafælni og blindu á raunverulega stöðu mála. Núverandi staða mála ríkisins er nefnilega gjaldþrot eftir atlögu þessara manna.

Ég er farinn að halda að liðið á þinginu hreinlega trúi því ekki ennþá hversu spilltir þessir kappar voru. Það sé eiginlega nákvæmlega sama hvað gögn og sannleikur komi upp á borðið, ekki skal hróflað við neinum.

Ég tel að alltof margir séu sekir um stórfellda efnahagsglæpi og þar með landráð gegn almenningi og ríkinu.

 


mbl.is FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að við látum þetta allt yfir okkur ganga, kyssum á vöndinn og kjósum sama liðið yfir okkur aftur og aftur, af því að hinir eru sko verri.  Meðan hugsunarhátturinn er svona, þá breytist ekki neitt.  Við erum enginn þrýstihópur sem refsar stjórnvöldum á fjögurra ára fresti.   Við látum bara ljúga sömu lyginni upp aftur fyrir næstu kosningar og kjósum sjalla, framsókn og alla hina aftur.  Nú eru þeir orðnir svo góðir og ábyrgðarfullir, fyrir utan að þeir áttu auðvitað engann þátt í hruninu, samanber viðtal við Bjarna Ben í útvarpinu um daginn.   Og pressan, í stað þess að vera gagnrýnin koma með mótrök og endurflytja "boðskap" þessa líðs, þá fá þeir að röfla fleiri klukkutíma óáreittir í fjölmiðlum um ágæti sitt.

Nei það er ekki bara sumt að hér það er eiginlega allt í klessu, og okkur sjálfum að kenna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2009 kl. 08:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband