Óheiðarleiki neyðarlaganna verður nú sannreyndur með málaferlum

Mér hefur gengið treglega í gegnum tíðina að fá menn til að samþykkja að neyðarlögin voru vanhugsaður gjörningur gerður í taugaveiklunarkasti og með öllu ósæmilegur gagnvart öllum heiðarlegum viðskiptavenjum og gekk þvert á fjölda laga sem við höfum talið eðlileg og sanngjörn hingað til.

Neyðarlögin t.d. mismunuðu sparifjáreigendum og þar með er kominn grunnurinn að málshöfðun hollendinganna.

Minn skilningur og ýmissa annarra er sá að við þetta muni bætast einhver hundruð milljarða við Icesave skuldbindingarnar og þá geti þannig farið að við verðum hugsanlega að gera upp 1200 milljarða í stað 700 eins og nú er talið.

Það er hreint með ólíkindum að fylgjast með fólki á alþingi sem fæst hefur komið nálægt viðskiptum á sínum ferli taka hverja vitlausa ákvörðunina á fætur annarri.

Það að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave jafngildir fjárhagslegu sjálfsmorði heillar þjóðar. Þjóðin á ekki að vera látin borga það sem hún tók ekki að láni.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Aljgörlega sammála. Það að tryggja það að þessi örfáu prósent sem áttu nánast allar innistæðurnar í bönkum myndu nú ekki tapa sínum (oft á tíðum illa fengnum) gróða.

Við erum að tapa meira á því að gera það heldur en ef við hefðum bara látið málin fara sínar eðlilegu leiðir.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 5.7.2009 kl. 19:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.

Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.

Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekkert upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.

Eigum við ekki öll að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband