Lántökusukkið verður lagað með meira lántökusukki

Það kemur sífellt betur í ljós hvað hangir á spýtunni hjá ríkisstjórninni. Til að redda málunum á að taka bara meiri lán. Til að þau fáist þarf að samþykkja að borga Icesave... eftir sjö ár!

Ég held að það séu fáir íslendingar eftir sem ekki eru meðvitaðir um að lántökur og tilheyrandi sukk er ástæðan fyrir hinni ólánlegu stöðu okkar og efnahagshruni.

Það er ástæða til að staldra við. Sleppa því að ábyrgjast Icesave umfram núverandi lagaheimildir þó að það þýði að við fáum ekki lán. Það er nefnilega líka ljóst að frekari lántökum er ekki ætlað að bæta lífskjör í landinu heldur viðhalda ríkiskerfinu og bönkunum fyrst og fremst.

Því meira sem maður skoðar þetta er orðið vænlegra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti og byrja bara á núlli. Það þýðir vanþóknun umheimsins í einhvern tíma, en fólk er fljótt að gleyma. Við eigum enga von um endurreisn með kærleiksríkri hjálp AGS og ESB það átti okkur að vera ljóst strax.

Það er engin viðbótargeta á landinu fjárhagslega til að borga lán sem við tókum ekki. Punktur!

Við borgum ekki Icesave!


mbl.is Norðurlönd settu skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er illa haldið á málum okkar.

Stjórnvöld skýrðu ekki málstað Íslands fyrir Norðurlöndunum.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigurjón

Sammála þessari færzlu í hvívetna...

Sigurjón, 2.7.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Í fréttinni segir:

"Íslensk stjórnvöld lögðu áherslu á, skömmu eftir að bankarnir féllu, að aðstoð IMF væri ekki háð því skilyrði að Ísland tæki ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave"

Nú er staðfest að þáverandi stjórnvöld sögðu okkur ekki rétt og satt frá varðandi þetta mikilvæga atriði. Þetta fólk sem sat þá í stjórn og helmingur þess situr enn í stjórn, "laug" að þjóðinni og samþykkti þann grunn sem núverandi nauðarsamningar við Breta og Hollendinga byggjast á.

Sagt er að þjóðir eigi skilið þá stjórnmálamenn sem hún kýs yfir sig. En áttum við virkilega allt þetta skilið?

Og nú eru menn suður með sjó að selja útlendingum hlut í Hitaveitu Suðurnesja ásamt gríðarlegum jarðhitaréttindum með 90% afslætti miðað við verðið fyrir 2 árum, mælt í evrum.

Áttum við þessa stjórnmálamenn virkilega skilið?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.7.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

1000 manns flýja land í hverjum mánuði.

Og Friðrik Hansen afkomendur okkar eiga þessa stjórnmálamenn örugglega ekki skilið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2009 kl. 06:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband