Hræðsluáróðurinn á fullu núna!

Ég óttast að IceSave ríkisábyrgðin verði samþykkt í þinginu með hótunum.

Ég er líka að spá því að þeir þingmenn VG sem ekki geta samþykkt málið verði af formanni sínum sendir í "frí" á meðan þénugri varamenn greiði atkvæði með þessu. Slíkt hefur svo sem áður verið gert. Allt til að allir haldi andlitinu.

Ég skora á þingmenn að fella frumvarpið. Ef þið samþykkið þessi ósköp eru margir sem hafa svarið að yfirgefa skerið. Það verða þá enn þyngri byrðar á þá sem eftir sitja.

Það er ekkert réttlæti fólgið í því að fólk borgi lán sem það tók ekki og það á við um meirihluta þessarar þjóðar sem sættir sig ekki við þennan skuldaklafa sem getur hæglega orðið 1200 milljarðar ef neyðarlögin verða ógilt með málaferlum.

Það hlýtur að vera flestum skuldugum íslendingum nægileg refsing að borga lán sem hafa hækkað með svindli í falsaðri verðbólgumælingu og upplognu gengi.


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hvernig viltu svara því sem ég segi hér?  Það eru nefnilega tvö mál - annars vegar hvort við samþykkjum skuldbindinguna um að borga Icesave og hins vegar hvort við samþykkjum þessa tilteknu útfærslu....og 5.5% vextina.  Menn geta verið ósammála útfærslunni með ýmsum rökum, en miðað við það sem á undan er gengið sé ég ekki hvernig eigi að hafna skuldbindingunni.

Púkinn, 26.6.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég var búinn að setja inn athugasemd hjá Púkanum rétt rúmlega 15 í dag. Líklega er Púkinn ekki að lesa það áður en hann setur inn þessa athugasemd að ofan. Hann leiðréttir mig þá bara með það.

Haukur Nikulásson, 26.6.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Sigurjón

Ég er sannfærður um að þetta er stormur í vatnsglasi að við verðum beitt refsiaðgerðum öðrum en þeim að okkur verður meinað að ganga í ESB, sem er reyndar fínt!

Sigurjón, 27.6.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: GunniS

ég mæli með að Björgólfur og félagar verði handteknir og eignir þeirrar. allar eignir verði seldar upp i icesave skuldirnar. og ég vona að fréttir með fyrirsögnum sem vísa í hvað bíður þessara manna verði á forsíðum blaðanna næstu mánuði.

GunniS, 27.6.2009 kl. 03:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband