Þar fór hugsanlega atkvæðið mitt á VG

Ég hef undanfarna daga spáð í það hverjum maður greiðir atkvæði sitt á laugardag. Reyndar hef ég sagt hverjum sem heyra vill að VG eða Borgarahreyfingin væri líklegust að þessu sinni.

Það er hins vegar dapurlegt að heyra þessa yfirlýsingu gömlu bekkjarsystur minnar úr Versló, hún ætlar að gulltryggja að ég kjósi ekki VG þrátt fyrir spillingu og ógeðið í kringum hina flokkanna. Ég ætlaði meira að segja að fyrirgefa þeim umhverfishelgislepju og femínisma. Nú er það fyrir bí. Ég kýs ekki flokk sem vinnur svo stórkostlega gegn þjóðarhag að vilja ekki olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Það er mér óhugsandi. Hvers konar hálfvitaútspil er þetta hjá Kollu svona rétt fyrir kosningarnar?

Miðað við þessa stöðu er ég orðinn tilneyddur að kjósa Borgarahreyfinguna sem ég tel þó vera einnota batterí og nánast skoðanalausa í öllum málum.

Ég geri allt annað en að skila auðu, þar með segir maður að manni sé sama.

Mér er ekki sama.


mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er nú ekki gáfulegt að segja rétt fyrir kostningar. Reyndar breytist atkvæði mitt ekki mikið nema hún var að fá krass yfir nafnið sitt frá mér. Vonandi bara heldur VG aftur af öfgum Samfylkingarinnar og öfugt, því þetta er bara fávitaskapur.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Karl Löve

Þið getið gleymt því sem blessuð konan er að segja. Hún verður ekki ráðherra eða ráðandi í næstu ríkisstjórn miðað við hroðalega útkomu hennar í prókjöru þeirra síðast.

Karl Löve, 22.4.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: ThoR-E

Kjósum ekki spillinguna hjá fjórflokkunum yfir okkur aftur.

Setjum x við F á laugardaginn!!!

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég held nú sem betur fer að viðhorf Kolbrúnar séu ekki í samræmi við viðhorf flestra innan VG því mér sýnist að þau nýju andlit sem hafa verið þar mest áberandi t.d. Katrín Jakobs, Svandís Svavars og Guðfríður Lilja séu mun sveigjanlegri og ekki jafn "fasísk" og Kolbrún Halldórs.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.4.2009 kl. 19:54

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hafðu ekki áhyggjur af bulludollunni hún hefur ekkert fyrir sér og sameinumst um að strika hana út:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/860809/

Þór Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 20:11

6 Smámynd: Sigurjón

Ég hef sagt þér áður Haukur að ég kýs O vegna þess að ég tel fullvíst að það fólk hafi engin tengsl í atvinnu- eða fjármálalíf landsins og hafi þar með engra hagsmuna að gæta.  Ég skora á þig að gefa O tækifæri, en ætla ekki að neyða þig til neins elsku vinur.

Við heyrumst vonandi fljótlega...

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 03:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband