Öfgatrúfélagið Sjálfstæðisflokkurinn

Ég undrast alltaf sífellt meir hversu mikið flokkarnir líkjast trúfélögum fremur en alvöru stjórnmálaflokkum. Ég hélt í einfeldni minni að ef flokkar stæðu sig ekki ætti að refsa þeim með þeim einfalda hætti að velja sér nýjan stað fyrir atkvæðið sitt.

Sem ævilangur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins til haustsins 2006 skal ég uppýsa að því fylgir gríðarlegur léttir að tengja sig ekki lengur við öfgatrúflokk sem er sem sekur um spillingu, lygi, mútuþægni, einkavinavæðingu, yfirhylmingu, sértæka hagsmunagæslu og grímulausa upphafningu á þjófum til þingstarfa.

Hvers vegna geta sumir Sjálfstæðismenn ekki kosið neitt annað? - Jú, þeir halda að þeir séu að sýna staðfestu og tryggð. Þeim er óhætt að vakna því að það er ekkert göfugt eða mannbætandi við það að halda tryggð við uppsafnaða óknytti og grímulaust eiginhagsmunapot fárra einstaklinga.

Það hefur enginn flokkur í sögunni farið jafn langt frá tiltölulega saklausri og ágætri stjórnmálastefnu og Sjálfstæðisflokkurinn. Þess vegna á að gefa honum gott frí að þessu sinni. Sendið honum skilaboðin með því að kjósa VG eða Borgarahreyfinguna. Þessi flokkur þarf á duglegri flengingu að halda.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér.. og það er ekkert skrítið að það sé talað um "sauðtrygga" stuðningsmenn spillingarFLokksins..  fólk sem ekki nennir að hugsa sjálfstætt kýs Sjálfstektina og viðheldur spillingunni í landinu.

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þá  yngri árm var halli mjög róttækur en svo krati i mörg ár/en siðan sjálfstæður sjáfstæðismaður/og ekki ættla þaður að skila auðum,ef eitthverstaðar er til  salfstæði er það þarna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.4.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að frá því að ég opnaði augun fyrir svona tíu árum síðan, gleðst ég yfir hverjum þeim sem opnar augun og sér það sem ég hef horft á síðastliðin áratug eða svo.  Það er hreinlega með ólíkindum hvað fólk getur verið sauðtryggt og haldið sig við trúarkenninguna, alveg sama á hverju gengur.  Því fleiri sem vakna því betra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband