ESB leysir engin vandamál - Bara flótti

Það er eiginlega synd að stjórnin skuli jafn ráðalaus og raun ber vitni. Umræðan um aðild að ESB er flótti frá raunverulegum vandamálum. Hér er verið að undirbúa flótta og því verður það verkefni okkar hinna að þurfa að hefja sjálfstæðisbaráttu á nýjan leik aðeins 65 árum eftir að við fengum það.

Ég trúi ekki að óreyndu að meirihluti íslendinga muni styðja ESB í að ná yfirráðum hér. Tæknilega séð er þetta bara landráð.


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér líst vel á að hefja sjálfstæðisbaráttuna þína eftir að við erum komin í ESB. Því tæknilega erum við ekki sjálfstæð núna heldur en getum samt ekki hafið sjálfstæðisbaráttu gegn okkur sjálfum. en í ESB horfir málið strax betur við. svo áfram ísland í ESB!

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 13:41

2 identicon

Flottur frasi.

En segðu mér. Hvað ætla hinir flokkarnir að gera, sem eru flestir sammála um að núverandi gjaldeyrisfyrirkomulag gangi ekki upp? Fínt að hnýta í eina flokkinn sem segist vera kominn með lausn og fela svo sjálfir þá staðreynd að þeir vita ekkert í sinn haus sjálfir.

Sorry, en finnst hinir flokkarnir vera eins og hauslausar hænur þegar kemur að þessum gjaldeyrismálum, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

 Það eru margir möguleikar í stöðunni (ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum:)

Ísland á bestu sóknarfærin sem sjálfstæð eining milli tveggja bandalaga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Sigurjón

Jamm, t.d. sem fríhöfn milli Bandaríkjanna og ESB.  Það væri freistandi.  Við erum nú þegar með fríverzlunarsamning við Kína og ættum að nýta hann til að leyfa Kínverjum að selja vörur bakdyrameginn í ESB gegnum EES...

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Einhver gerði "sennilega tæknileg mistök" fyrir nokkrum árum og fékk verulega bágt fyrir svo ekki sé meira sagt.

Ég vil ekki fleiri "tæknileg" mistök takk.

Sverrir Einarsson, 21.4.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur nu tölum við sama mál/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.4.2009 kl. 00:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264935

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband