Nú fer blátt í grátt. Nýi formaðurinn er eiginlega litlaus.

Aldrei hefur neitt gustað af Bjarna Ben. Hann á engin umtalsverð afrek úr pólitík önnur en að ljúga fyrir Jónínu Bjartmars og Stjörnuna ríkisborgararétti til handa fólki sem var aftarlega í biðröðinni og átti bara að vera þar áfram.

Það væri kannski ágætt ef einhver góður og gegn íhaldsmaður gæti sagt mér hvað hann hafi afrekað. Það hefur farið eitthvað svo innilega framhjá mér.


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

segðu. það er þá helst nafnið Bjarni Ben

hilmar jónsson, 30.3.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Sigurjón

Satt er það.  Óskaplega litlaus karakter þarna á ferðinni.  Kristján er skömminni skárri...

Sigurjón, 30.3.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég man helst eftir Bjarna fyrir að hafa barist á hæl og hnakka gegn því að fyrningu yrði aflétt af barnaníðingum.  Ég ætla ekki að gera honum upp neitt annarlegt en af því að systir mín er formaður Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi (www.aflidak.is),  gef ég þessum málaflokki sérstakan gaum.  Og undraðist hamagang Bjarna gegn fórnarlömbum barnaníðs og umhyggja hans fyrir barnaníðingum.

Jens Guð, 30.3.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Sigurjón

Meinarðu að hann hafi barist með því að fyrningu yrði aflétt af barnaníðingsskap?

Sigurjón, 30.3.2009 kl. 00:39

5 identicon

Kynnið ykkur bara málefni kappans á www.bjarniben.is áður en þið talið um hann.

Og lesið sérstaklega viðtalið við hann í Fréttablaðinu. Þar er honum ítrekað hrósað af vinstri mönnum og stjórnarandstæðingnum fyrir að vera ákaflega málefnalegur og virtur maður. Stór sig afbragðsvel í fjölmiðlafrumvarpinu sem allir voru svo á móti (greyið baugsmenn).

Kynna sér málin áður en maður talar. Það er hollt að venja sig á það...

Jóhann (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurjón,  nei,  það var lagt fram frumvarp á alþingi um að fyrningalög gagnvart afbrotum ætti ekki við um barnaníð.  Rökin voru þau að fórnarlömb barnaníðs væru í mörgum tilfellum það ung þegar brotið er á þeim að þau hafi ekki tök á að kæra ofbeldismanninn fyrr en þessi fórnarlömb væru komin á fullorðinsaldur.

  Bjarni brást hinn versti við og barðist af hörku gegn frumvarpinu.  Hann fann barnaníðingum allt til málsbóta og vildi að brot þeirra myndu fyrnast á sama árafjölda og afbrot annarra glæpamanna.

Jens Guð, 30.3.2009 kl. 01:02

7 identicon

Umhyggjan fyrir barnaníðingum er almenn í Sjálfstæðisflokknum, því það er ekki bara Bjarni sem er að berjast hjálpa til að að þessir aumingjar sleppi við dóm, heldur er frægur hæstaréttardómari á því að herða sönnunarbyrði þolendans og að ekki verði tekið mark á röksemdum sálfræðinga og félagsráðgjafa. Þessa fræðimenn eiga að vera marklausir samkvæmt frjálshyggjudindlunum í fasistaflokknum. Þeir vilja meina að þetta fagfólk geti ekki lesið í einkenni áfallastreyturöskunar. Alveg hreint með ólíkindum að fólk skuli kjósa þetta lið, þetta lið sem elskar frelsið og frjálshyggjuna svo mikið að þeir berjast meira að segja fyrir barnaníðinga.

Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:21

8 Smámynd: Sigurjón

Ok, ég skil þetta betur núna Jens...

Sigurjón, 30.3.2009 kl. 20:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband