Óheiđarleiki neyđarlaganna mun endalaust bíta í afturenda íslendinga

Neyđarlögin voru taugaveikluđ og flaustursleg mistök foringja stjórnarflokkanna og studd međ vanţekkingu stjornarandstöđunnar á ţingi sem blekkt var til hlýđni í nafni ţjóđarnauđsynjar í hruninu.

Neyđarlögin afnámu alla góđa viđskiptahćtti og fariđ var međ bankana í kennitöluflakk eins og löngum var ţekkt međal veitingahúsa í vandrćđum ţ.e. hirđa eignirnar og fleygja skuldunum og halda áfram eins og ekkert hefđi í skorist. Ţessi verknađur er fyrst og fremst orsökin fyrir vantrausti erlendra ríkja. Neyđarlögin voru hreinn og klár ţjófnađur.

Til ţess ađ endurvinna traust er veriđ ađ búa til plástur fyrir útlendingana og ţađ mun aldrei komast á nein vitleg niđurstađa í ţađ mál. Ástćđan er sú ađ međ neyđarlögunum brást íslenska ríkiđ öllum góđum siđvenjum varđandi ţetta gjaldţrot bankanna. Eđlilegt hefđi veriđ ađ bankarnir hefđu fariđ í gjaldţrot og skipađir hefđu veriđ hefđbundnir skiptastjórar međ hćfu starfsfólki sem hefđi vel getađ rekiđ bankana áfram. Óheiđarleikinn var ekki nauđsynlegur hvađ svo sem ráđandi flokkar halda fram. Hér kom berlega í ljós hversu ónýtir flestir ţingmennirnir voru á neyđarstundu.

Vegna neyđarlaganna verđur úrlausnarefniđ endalaus ţvćla, ţađ er nefnilega hćgt ađ klúđra málum svo gersamlega ađ nánast ógerlegt er ađ leysa úr málunum af sanngirni í framhaldinu.


mbl.is Erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

gott innlegg.  ţađ vćri fróđlegt ađ vita hversu miklu hćrri vaxtakostnađur Íslands verđur í framtíđinni vegna neyđarlaganna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.3.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott hjá ţér, Haukur.Stjórnmálamennirnir brugđust okkur á ögurstund. Svo er dapurlegt til ţess ađ vita, ađ VG eru litlu skárri. Ég held, ađ ég sitji heima í komandi kosningum.

Međ góđri kveđju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.3.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur komdu međ ađra laustn betri!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband