Illugi betra formannsefni en Bjarni Ben

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að Illugi er íhaldinu betra formannsefni heldur en Bjarni Ben. þrátt fyrir hugsanlegt fikt hans í fjármunum vegna sjóðs 9 hjá Glitni.

Hitt formannsefnið, fætt með silfurskeið Engeyjarættarinnar í munninum erfir nefnilega milljarðadæmi úr olíusukkinu þar sem stór hluti auðsins er illa fengið fé skv. dómi. Enginn hefur samt axlað ábyrgð úr því dæmi nema Þórólfur Árnason, sem var þó ekki neitt nema launaður starfsmaður á þeim tíma.

Líklegra er þó að Bjarni verði formaður og yfir því geta andstæðingar íhaldsins glaðst yfir. Ungir pabbadrengir ráði nú brátt ríkjum yfir tveimur mestu spillingarflokkum síðustu ára og enn er eitthvað til af fólki sem heldur að þetta sé endurnýjun. Dream on!

Dettur einhverjum í hug að milljarðaerfingjar Framsóknarflokksins og íhaldsins séu eitthvað annað en fjarstýrð skilgetin afkvæmi feðra sinna?

Já, þeir eiga að gjalda þess að vera ríkra manna synir. Auðurinn er nefnilega að stórum hluta fenginn í gegnum siðspillt stjórnmál og þeir vita það manna best sjálfir.


mbl.is Illugi öruggur á toppnum með 3600 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Báðir álíka óhæfir sukkpiltar þó svo að ég treysti mér ekki til þess að meta hvor sé spilltari

Guðmundur Pétursson, 14.3.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hvað finnst þér um Loft Altice Þorsteinsson?

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Haukur : Samála þér Illugi er skárri en BB.

Magnús Jónsson, 14.3.2009 kl. 23:35

4 identicon

Það getur verið erfit að bera syndir feðrana

em (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 08:09

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Verð ég að segja eitthvað um Loft, Hilmar?

Haukur Nikulásson, 15.3.2009 kl. 09:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband