22.1.2009 | 14:44
Við þurfum ekki landráð með hraði
Ég fæ líklega aldrei skilið af hverju margir Íslendingar vilja ganga í ESB, þessa eineltisklíku og "wannabe" Bandaríki Evrópu. Við eigum landfræðilega ekkert sameiginlegt með þeim og erum sjálfstæð eyþjóð í anda.
Efnahagslegar þrengingar kalla greinilega fram það versta í sumu fólki og Árni Páll er haldinn þeirri reginfyrru að ESB ætli að moka í okkur peningum og meiri lífsgæðum.
Ég spyr: Hvar var vinskapur ESB þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög? Það er hreinn kjánaskapur að halda að við græðum eitthvað á ESB aðild og enn meiri kjánaskapur að halda að ESB hafi sérstakan áhuga á okkur vegna þeirra 320.000 manna sem hér búa.
Árni Páll og fleiri eru að vinna að hreinu landráðastarfi og lagabókstafurinn er, að minnsta kosti að óbreyttu, klárlega í þá veru.
ESB-umsókn þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Það er ekkert ókeypis, ekki í ESB heldur. Þessi hugmynd um "hvað er í boði" gefur til kynna að FÁ eitthvað. Slíkar hugmyndir ganga vel í fólk þegar kreppa ríkir og óvissa.
Hvers vegna er aldrei rætt um stjórnkerfið í ESB umræðunni? Hvaða vald er framselt, hver tekur við því, eftir hvaða reglum er farið með það? Mér er sama hvaða samningum er hægt að ná um að fá að halda áfram að veiða fisk, framsal fullveldis leiðir alltaf til tjóns þegar upp er staðið.
Haraldur Hansson, 22.1.2009 kl. 15:20
Já nú reyna lýðskrumarar eins og Árni Páll að nota sér upplausnarástandið og fiska í þessu kolgrugguga vatni og boða ESB landráða trúboð sitt sem aldrei fyrr.
Ég tek undir með Haraldi hér ofan að sama hvað þeir ná miklum undanþágum og eftirgjöfum til einhvers tíma, þá er valdaframsal þjóðarinnar og að ganga þessu skítuga spillingavaldi ESB á hönd með öllu óásættanlegt fyrir okkar frjálsu og fullvalda þjóð.
Ég og mjög margir fleiri munum því aldrei ganga þessum andskota ESB á hönd. Ef það verður reynt af svona landráðahyski eins og Árna Páli þá mun ég ekki hlífa mér í mótmælunum meðan ég lifi.
Því lofa ég og ég og ásamt öðrum munum við þá endanlega reka þetta landráðahyski af höndum okkar !
Er það þetta sem ESB trúboðið vill öllu öðru femur núna, enn meiri sundrungu þjóðarinnar, er það virkilega það sem þjóðin þarf mest á að halda núna, ég bara spyr.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:29
Ég hef aldrei náð þessarri ESB dýrkun enda held ég að okkar mesta tækifæri liggi í að vera mitt á milli ESB og USA markaðanna. En hvað veit ég? Hitt er svo annað mál að ef farið verður í viðræður verður aðild að vera kynnt á hlutlausan hátt þar sem kostirnir og gallarnir koma skýrt fram.
Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 20:30
Gísli minn, það er einmitt orðið: Þjóðarhagur. Það verður aldrei aftur tekið tillit þjóðarhags ef við göngum í ESB, bara ESB-hags.
Það fylgir okkur sem manneskjum að vera breyskum en ég er samt ekki tilbúinn að gefa það frá okkur að við getum ekki stjórnað okkur sjálf áfram með frjálsum samningum við allar þjóðir, bæði ESB sem og hinna 200 þjóða sem standa fyrir utan það og eru margfalt stærri heimur en bara hin 27 lönd Evrópusambandsins.
Við fáum eflaust einhverjar tímabundnar ívilnanir út úr viðræðum, en það er öngullinn þeirra. Eftir það verður sjálfstæðið hægt og örugglega afnumið úr okkar höndum. Þeir hafa tíma, þolinmæði og fjármagn til að éta skerið okkar. Við þurfum að sjá við þessari aðferðafræði og pólitíska hráskinnaleik. Við erum allt of góður biti í hundskjaft ESB, sem er bara valdasöfnun fárra manna þegar á reynir. Nákvæmlega það sama og við erum að reyna að losna við.
Þú færð minna enn ekkert lýðræði með aðild að ESB, þú færð væntanlega stríðshaukinn Tony Blair sem yfirforseta Íslands.
Haukur Nikulásson, 23.1.2009 kl. 08:47
Algjörlega sammála ég er á móti ESBaðild, og ég hálf skammast mín fyrir þennan samfylkingarsöng um að það sé ekkert líf utan ESB. Ég tel að það sé einfaldlega ekkert líf innan ESB. Ég tel nokkuð víst að sambandið muni riðlast í sundur smátt og smátt, þegar ganga á og ræna þjóðir auðlindum sínum í þágu allra hinna. Ég hygg að enginn muni sætta sig við það algjörlega, eða finnst það mjög undarlegt allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 09:02