Eðlilegt að þau segi bæði af sér nú þegar - allra vegna

Ég hef fulla samúð með bæði Geir og Sollu í veikindum þeirra og óska þeim góðs og fulls bata.

Það er hins vegar eðlilegt í þessari stöðu að þau segi bæði af sér störfum og láti nýtt fólk taka við. Bæði er að þau eru og verða með skert starfsþrek þegar mikið liggur við og það er eðlileg krafa þjóðarinnar að fólkið í æðstu stöðum sé að minnsta kosti við fulla heilsu.  Þau eiga ekki að halda í stöður sínar í krafti vorkunnar, það er fullkomlega óeðlilegt og engum boðlegt.

En stærsta ástæðan fyrir þau persónulega að hætta er að huga að eigin heilsu og lífi á kostnað vegtyllu valdanna sem þau svo ríghalda í. Það verður ekkert meira stjórnleysi þótt þau hætti og það er ekkert minna en fullkominn hroki fyrir þau eða aðra að halda eitthvað annað. 

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það má heldur ekki gleymast að alvarlega veikt fólk hugsar oft ekki rökrétt, þar sem oftar en ekki er það að stríða við áfallaröskun vegna veikindanna og því fylgir ruglingslegur hugsunarháttur.

Mér finnst að þegar fólk veikist alvarlega sem er í miklum ábyrgðarstöðum, þá eigi það að víkja án tafar og það séu til reglur sem segi að svo skuli vera.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband