Við þurfum ekki landráð með hraði

Ég fæ líklega aldrei skilið af hverju margir Íslendingar vilja ganga í ESB, þessa eineltisklíku og "wannabe" Bandaríki Evrópu. Við eigum landfræðilega ekkert sameiginlegt með þeim og erum sjálfstæð eyþjóð í anda.

Efnahagslegar þrengingar kalla greinilega fram það versta í sumu fólki og Árni Páll er haldinn þeirri reginfyrru að ESB ætli að moka í okkur peningum og meiri lífsgæðum.

Ég spyr: Hvar var vinskapur ESB þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög? Það er hreinn kjánaskapur að halda að við græðum eitthvað á ESB aðild og enn meiri kjánaskapur að halda að ESB hafi sérstakan áhuga á okkur vegna þeirra 320.000 manna sem hér búa.

Árni Páll og fleiri eru að vinna að hreinu landráðastarfi og lagabókstafurinn er, að minnsta kosti að óbreyttu, klárlega í þá veru. 


mbl.is ESB-umsókn þolir enga bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekkert ókeypis, ekki í ESB heldur. Þessi hugmynd um "hvað er í boði" gefur til kynna að FÁ eitthvað. Slíkar hugmyndir ganga vel í fólk þegar kreppa ríkir og óvissa.

Hvers vegna er aldrei rætt um stjórnkerfið í ESB umræðunni? Hvaða vald er framselt, hver tekur við því, eftir hvaða reglum er farið með það? Mér er sama hvaða samningum er hægt að ná um að fá að halda áfram að veiða fisk, framsal fullveldis leiðir alltaf til tjóns þegar upp er staðið.

Haraldur Hansson, 22.1.2009 kl. 15:20

2 identicon

Já nú reyna lýðskrumarar eins og Árni Páll að nota sér upplausnarástandið og fiska í þessu kolgrugguga vatni og boða ESB landráða trúboð sitt sem aldrei fyrr.

Ég tek undir með Haraldi hér ofan að sama hvað þeir ná miklum undanþágum og eftirgjöfum til einhvers tíma, þá er valdaframsal þjóðarinnar og að ganga þessu skítuga spillingavaldi ESB á hönd með öllu óásættanlegt fyrir okkar frjálsu og fullvalda þjóð.

Ég og mjög margir fleiri munum því aldrei ganga þessum andskota ESB á hönd. Ef það verður reynt af svona landráðahyski eins og Árna Páli þá mun ég ekki hlífa mér í mótmælunum meðan ég lifi.

Því lofa ég og ég og ásamt öðrum munum við þá endanlega reka þetta landráðahyski af höndum okkar !

Er það þetta sem ESB trúboðið vill öllu öðru femur núna, enn meiri sundrungu þjóðarinnar, er það virkilega það sem þjóðin þarf mest á að halda núna, ég bara spyr.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef aldrei náð þessarri ESB dýrkun enda held ég að okkar mesta tækifæri liggi í að vera mitt á milli ESB og USA markaðanna. En hvað veit ég? Hitt er svo annað mál að ef farið verður í viðræður verður aðild að vera kynnt á hlutlausan hátt þar sem kostirnir og gallarnir koma skýrt fram.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gísli minn, það er einmitt orðið: Þjóðarhagur. Það verður aldrei aftur tekið tillit þjóðarhags ef við göngum í ESB, bara ESB-hags.

Það fylgir okkur sem manneskjum að vera breyskum en ég er samt ekki tilbúinn að gefa það frá okkur að við getum ekki stjórnað okkur sjálf áfram með frjálsum samningum við allar þjóðir, bæði ESB sem og hinna 200 þjóða sem standa fyrir utan það og eru margfalt stærri heimur en bara hin 27 lönd Evrópusambandsins.

Við fáum eflaust einhverjar tímabundnar ívilnanir út úr viðræðum, en það er öngullinn þeirra. Eftir það verður sjálfstæðið hægt og örugglega afnumið úr okkar höndum. Þeir hafa tíma, þolinmæði og fjármagn til að éta skerið okkar. Við þurfum að sjá við þessari aðferðafræði og pólitíska hráskinnaleik. Við erum allt of góður biti í hundskjaft ESB, sem er bara valdasöfnun fárra manna þegar á reynir. Nákvæmlega það sama og við erum að reyna að losna við.

Þú færð minna enn ekkert lýðræði með aðild að ESB, þú færð væntanlega stríðshaukinn Tony Blair sem yfirforseta Íslands.

Haukur Nikulásson, 23.1.2009 kl. 08:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála ég er á móti ESBaðild, og ég hálf skammast mín fyrir þennan samfylkingarsöng um að það sé ekkert líf utan ESB.  Ég tel að það sé einfaldlega ekkert líf innan ESB.  Ég tel nokkuð víst að sambandið muni riðlast í sundur smátt og smátt, þegar ganga á og ræna þjóðir auðlindum sínum í þágu allra hinna.  Ég hygg að enginn muni sætta sig við það algjörlega, eða finnst það mjög undarlegt allavega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 09:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband